Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…




Formanni VLFA var boðið að flytja erindi á opnum fundi í Reykjanesbæ sem Hagsmunasamtök heimilanna héldu í gær. Á þessum fundi voru auk formanns frambjóðendur allra flokka ásamt bæjarstjóra Reykjanesbæjar og sýslumannsins þar. Umræðuefnið á fundinum var verðtryggingin, skuldavandi heimilanna og síðast en ekki síst það skelfingarástand sem ríkir í atvinnumálum á Reykjanesi.
Það er svosem ekki orðin nein nýlunda að umræðan um stóriðjurnar hér á landi eigi undir högg að sækja hvað almenningsálitið varðar. Það skal algjörlega viðurkennast að formanni VLFA finnst þessi umræða oft á tíðum vera afar óvægin gagnvart þessum mikilvægu störfum sem unnin eru í stóriðjunni. En nú er Norðurál á Grundartanga sakað um það að reyna að koma sér hjá því að greiða skatta hér á landi með einhverjum bellibrögðum eins og fram kom í Kastljósi í gær.