Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Eins og fram kom hér á heimasíðunni fyrr í dag þá hófst fundur hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu í síldarbræðslunum klukkan 13. Þegar þetta er skrifað er klukkan að ganga 19 og er nú beðið eftir einhvers konar útspili frá Samtökum atvinnulífsins til lausnar á þessari deilu og mun það væntanlega berast á næstu mínútum. Formaður félagsins er ekki ýkja bjartsýnn á að það sem fram muni koma muni leysa deiluna en að sjálfsögðu halda menn í vonina um að hægt verði að leysa þessa deilu áður en til verkfalls kemur.