• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Apr

Ertu búin að sækja um orlofshús í sumar ?

 

- Umsóknarfrestur er framlengdur til 26. apríl -

- Úthlutun fer fram mánudaginn 27.apríl -

 

Opið er fyrir umsóknir til 23. apríl.

 

Bæklingur um orlofshúsin er hér

Umsóknareyðublað er hér

Félagavefurinn okkar er hér  

 

Helstu dagssetningar 2020:

23. apríl - 26. apríl  Frestur til að skila inn umsóknum um orlofshús

24. apríl -  27. apríl  Fyrri úthlutun fer fram, allir umsækjendur fá svarbréf í pósti (einnig er hægt að sjá strax hvort bókun hafi myndast inni á Félagavefnum)

6. maí  - Eindagi fyrri úthlutunar, þeim vikum sem ekki eru greiddar á eindaga er úthlutað aftur

7. maí  - Endurúthlutun fer fram, þeir sem fá úthlutað fá það staðfest með bréfi

7. maí - Kl. 12:00 - Fyrstir koma, fyrstir fá! Þeir sem fyrstir koma geta bókað lausar vikur, líka á Félagavefnum (athugið að eftir eindaga endurúthlutunar getur lausum vikum fjölgað)

14. maí  - Eindagi endurúthlutunar, ógreiddar vikur verða lausar til bókunar á Félagavefnum.

Úthlutun fer þannig fram að allar umsóknir eru skráðar inn í tölvukerfi félagsins. Kerfið raðar öllum umsóknum í röð eftir punktastöðu, þ.e. þeir umsækjendur sem flesta hafa punktana eru fremstir í röðinni og svo koll af kolli. Ef punktar tveggja eru jafnir fær sá eldri úthlutað. Kerfið vinnur sig síðan í gegnum umsóknirnar og úthlutar vikum eftir punktastöðu.

Þeir sem ekki fá úthlutað í fyrri úthlutun lenda sjálfkrafa í endurúthlutun þar sem þeim vikum er úthlutað sem ekki voru greiddar á eindaga fyrri úthlutunar. Fyrir endurúthlutun er heimilt að breyta umsóknum og leggja inn nýjar. Eftir eindaga endurúthlutunar verða lausar vikur auglýstar hér á heimasíðunni og hægt verður að bóka þær á Félagavefnum og á skrifstofu félagsins. Gildir þá hin ágæta regla: Fyrstur kemur, fyrstur fær.

15
Apr

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á stjórnvöld að standa vörð um heimilin og launafólk

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á stjórnvöld að standa vörð um heimilin og launafólk vegna óvissunnar sem nú ríkir vegna Kórónufaraldursins.

 

  • Stjórn Verkalýðsfélag Akraness vill að þak verði sett á vísitölu neysluverðs við útreikning á verðtryggðum húsnæðislánum, í ljósi þess að samfélagið er hugsanlega að sigla inní eina dýpstu efnahagslægð síðustu 100 ára.
  • Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á stjórnvöld að tryggja að íslensk heimili eigi kost á að sækja um greiðsluhlé, bæði hvað varðar afborganir af lánum, sem og leigu húsnæðis í allt að eitt ár.
  • Stjórn Verkalýðsfélag Akraness skorar á að stjórnvöld að standa við loforð sín sem gerð voru samhliða Lífskjarasamningum er lúta að nýjum hlutdeildarlánum, sem og bann á 40 ára verðtryggðum húsnæðislánum.
  • Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á stjórnvöld að þau beiti sér af fullum þunga fyrir því að fjármálakerfið skili stýrivaxtalækkun Seðlabankans að fullu til neytenda og fyrirtækja.
  • Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á stjórnvöld að tryggja afkomu launafólks sem t.d. eru með undirliggjandi sjúkdóma og falla ekki undir lög um hlutabætur eða um laun í sóttkví.

Greinargerð:

Óvissan í íslensku efnahagslífi sem og óvissan á íslenskum vinnumarkaði kallar á að heimilin verði varin fyrir hugsanlegu verðbólguskoti. Það er ekki bara að óvissa um þessa þætti heldur liggur einnig fyrir að grunnur neysluvísitölunnar er svo bjagaður að vart er mark á neysluvísitölunni takandi, enda fjöldinn allur af undirvísitölum neysluvísitölunnar orðin óvirkur vegna gjörbreytts neyslumynstur almennings. Íslensk heimili eiga að njóta vafans við þessar fordæmalausu aðstæður og því á að festa neysluvísitöluna við neðrivik mörk verðbólgumarkmiða Seðlabankans. Það er mat stjórnar VLFA að hér fari ekki saman hljóð og mynd hjá stjórnvöldum og Seðlabankanum, enda lítið mál að setja slíkt þak á neysluvísitöluna til varnar heimilunum ef ekki sé gert ráð fyrir að á slíkt þak muni reyna á. Stjórn VLFA trúir ekki öðru en að núverandi stjórnvöld tryggi að fortíðarvandi verðtryggingar eins og gerðist í hruninu verði ekki látið raungerast með skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk heimili.

____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Nú liggur fyrir að uppundir 50 þúsund einstaklingar eru komnir að fullu eða að hluta á atvinnuleysisbætur með tilheyrandi tekjuskerðingum og á þeirri forsendu er afar mikilvægt að heimilum sem þess þurfa verði boðið uppá að taka greiðsluhlé í allt að 12 mánuði til að forða fólki frá því að missa húsnæði sín. Hægt er að setja afborganir sem safnast upp á umræddu tímabili ofan á höfuðstólinn og lengja í lánum þeirra til jafns við greiðsluhléið sem viðkomandi nýtir sér.

____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Í Lífskjarasamningunum skuldbundu stjórnvöld sig með aðgerðapakka þar sem m.a. var loforð um að koma til móts við fyrstukaupendur með svokölluðum hlutdeildarlánum. Það er afar mikilvægt að koma þessu frumvarpi í gegn enda mun það örva byggingarmarkaðinn og hjálpa fyrstukaupendum eða eignast þak yfir höfuðið. Það var líka loforð um að banna hinn baneitraða kokteill sem 40 ára verðtryggðu jafngreiðslulán en núna er tækifærið að stíga þau skerf samhliða frumvarpinu um hlutdeildarlánin.

____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Eitt af aðalmarkmiðum Lífskjarasamningsins var að semja með þeim hætti að hægt yrði að ná niður vaxtastiginu til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna og fyrirtækja. Það tókst en stýrivextir Seðlabankans voru 4,5% þegar Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir en eru í dag 1,75% og hafa því lækkað um 2,75%. Það sorglega í þessu er að bæði viðskiptabankarnir og lífeyrissjóðirnir hafa því miður einungis skilað litlum hluta af þessari vaxtalækkun til neytenda og fyrirtækja og því mikilvægt að stjórnvöld grípi inní og krefji fjármálageirann að skila vaxtalækkuninni í meira mæli til heimila og fyrirtækja.

____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Það eru mjög margir sem eiga hvorki rétt á launum vegna þess að þau falla ekki undir lög um hlutabætur né lög um laun í sóttkví, vegna þess að það er með undirliggjandi sjúkdóma, eða eru með langveik börn og framvegis að fara í sjálfskipaða sóttkví. Þessum hópi mega stjórnvöld alls ekki gleyma í þeim úrræðum sem á eftir að kynna.

____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

15
Apr

Breytingar á kjörum iðnaðarmanna 1. apríl

Samkvæmt kjarasamningum fyrir iðnaðarmenn sem gerðir voru við Samtök atvinnulífsins í fyrravor verður tekinn upp virkur vinnutími 1. apríl næstkomandi. Starfsmaður í fullu starfi fær greiddar 37 vinnustundir á viku fyrir fullt starf. Deilitala dagvinnutímakaups verður 160 í stað 173,33 tímar. Jafnframt er í samningum heimild til að semja um 36 stunda vinnuviku. 

Við upptöku virks vinnutíma eru 37 klst. greiddar að jafnaði á viku m.v. fullt starf í stað 40 klst. og deilitala dagvinnutímakaups verður 160 í stað 173,33. Tímakaup í dagvinnu  hækkar því um 8,33% eða sem nemur greiðslu fyrir kaffitíma sem færist yfir í tímakaup fyrir virkan vinnutíma, kaffitímar verða áfram teknir með sama fyrirkomulagi og áður, 35 mínútur á hverjum virkum degi. Ef færri tímar eru greiddir á viku / mánuði m.v. fullt starf skal reikna hækkun þannig að dagvinnulaun fyrir 37 klst. á viku / 160 klst. á mánuði verði þau sömu og áður var greitt fyrir fleiri tíma. Þar sem starfsmaður nýtur aukagreiðslna m.v. 40 klst. á viku (t.d. verkfæra- eða fatagjalds) taka þær hækkun 8,33% til samræmis.

Engar breytingar eru gerðar á fyrirkomulagi kaffihléa í yfirvinnu, þau verða áfram greiddur tími og sé unnið í þeim greiðist tilsvarandi lengri tími sem unninn er.

Sjá nánar hér

14
Apr

Orlofshús VLFA sumarið 2020

Nú er búið að opna fyrir umsóknir sumarhúsa fyrir sumarið 2020.

Við munum ekki senda út bæklinga og umsóknareyðublöð þetta árið, en félagsmönnum er meira en velkomið að nálgast það hjá okkur á Sunnubrautinni, þrátt fyrir að skrifstofan sé lokuð, þá erum við samt í vinnu og getum afhent þetta.

Hvernig á að sækja um :

  • Það er hægt að sækja um á félagavefnum, þar er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
  • Það er hægt að senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Það er hægt að hringja í okkur í síma 430-9900
  • Það er hægt að fylla út umsókn og senda okkur, umsóknin er hér
  • Hér er hægt að nálgast bæklinginn okkar á rafrænu formi

Það borgar sig að ferðast innanlands í sumar, enda hljótum við að fá alveg bongóblíðu þetta sumarið.

Við viljum líka minna á að félagsmenn VLFA geta keypt bæði Veiðikortið og Útilegukortið á ca 50% afslætti hjá okkur. 

Einnig erum við með gistimiðana eins og fyrri ár.  

09
Apr

Samkvæmt Lífskjarasamningum hækka launataxtar um 24.000 kr. frá 1. apríl

Launataxtar Verkalýðsfélags Akraness samkvæmt Lífskjarasamningum hækkuðu um 24.000 kr. samkvæmt launatöflu í samræmi við kjarasamning stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins þann 1. apríl síðastliðinn. Aðrir launaliðir sem kveðið er á um í kjarasamningi, svo sem bónusar í fiskvinnslu, hækkuðu um 2,5%.

 

Rétt er einnig að minna á að launataxtar félagsins við ríkið, Akraneskaupstað, Hvalfjarðasveit og Dvalar-og hjúkrunarheimilið Höfða, munu einnig hækka frá 1. apríl um 24.000 kr. að lágmarki.

 

Eiga hækkanirnar að koma til útborgunar í launum fyrir aprílmánuð, sem í flestum tilfellum eru greidd út eftir á eða mánaðamótin apríl-maí.  Næsta hækkun á launatöxtum í þessum kjarasamningum kemur síðan til framkvæmda 1. janúar 2021 eða eftir 8 mánuði og nemur sú hækkun einnig 24.000 kr.

 

Verkalýðsfélag Akraness hvetur félagsmenn til að gæta að því að hækkanirnar séu greiddar að fullu og birtist með réttum hætti á launaseðli aprílmánaðar þegar hann er gefinn út af atvinnurekanda.

 

Í samræmi við ofangreindan kjarasamning gildir einnig eftirfarandi frá 1. apríl.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skal vera 335.000 kr.

06
Apr

Verkalýðsfélag Akraness fer að tilmælum Almannavarna og afturkallar leigusamninga í orlofshús um páskanna.

Verkalýðsfélag Akraness hefur ákveðið að afturkalla alla leigusamninga um páskanna eftir að skýr tilmæli komu frá Almannvörnum um að stéttfélögin leigi ekki út orlofshús sín um páskanna.

VLFA telur sig bera skyldu til að halda áfram að taka ábyrga af­stöðu gagn­vart út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Því för­um við að til­mæl­um stjórn­valda og drög­um samn­ing­ana til baka meðal annars til að minnka hættu á slys­um á þjóðveg­um lands­ins og hægja á út­breiðslu veirunn­ar.

Að sjálfsögðu mun félagið endurgreiða öllum þeim sem voru búnir að fá úthlutað um páskanna, en nánast allir sem félagið hefur haft samband við sýna þessu fullkomin skilning. Okkur ber siðferðisleg skylda að fara að tilmælum Almannavarna og því þurfum við að taka þessu erfiðu ákvörðun.

Rétt er að geta þess að fjölmörg stéttarfélög hafa gert hið saman þ.e.a.s fara að tilmælum Almannavarna og afturkalla leigusamninga um páskanna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image