• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Dec

Breytingar á leigu orlofshúsa - sem taka gildi á nýju ári

Á nýju ári mun Verkalýðsfélag Akraness taka í notkun nýtt félaga- og orlofskerfi.

Rafrænar bókanir orlofshúsa munu færast frá félagavef og yfir á Mínar síður sem verða aðgengilegar í byrjun árs.

Af þessum sökum mun gamli félagvefurinn loka frá og með áramótum og ekki verður hægt að bóka orlofshús í nokkra daga á meðan yfirfærsla á sér stað.

Leiðbeiningar um bókanir verða aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Starfsfólk mun leiðbeina og aðstoða enda getur oft verið erfitt að aðlagast nýjum leiðum.

Á sama tíma og nýtt félaga- og orlofskerfi verður tekið í notkun þá munu verða ákveðnar breytingar varðandi orlofshúsaleigur.

1. Við bókun orlofshúss verður innheimt staðfestingargjald, 1.000 kr., sem er óendurgreiðanlegt og greiðist innan tveggja daga.

2. Við bókun verður hægt að velja á milli þess að greiða strax með korti eða fá greiðsluseðil sendan í heimabanka. Greiða þarf greiðsluseðil 10 dögum fyrir upphaf leigu, annars fellur leiga niður.

3. Leiguverð hækkar frá 1. janúar. Helgarleiga í húsum í verðflokki 1 er 18.000 kr. og í verðflokki 2 er 20.000 kr. Helgarleiga er alltaf frá föstudegi til mánudags.

4. Leiguverð reiknast þannig upphafsgjald + verð fyrir hverja nótt reiknast sem leiguverð.

5. Sumarleiga verður áfram vikuleiga og úthlutun ákvarðast af fjölda punkta.

6. Leigurverð sumarið 2026 

Verðflokkur 1 - 20.000 kr.

Verðflokkur 2 - 30.000 kr. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image