• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Apr

Dagskrá aðalfundar

VERKALÝÐSFÉLAG AKRANESS

AÐALFUNDUR.

 

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 19:00, að Kirkjubraut 40, 3. hæð.

 

Dagskrá:

 

1.                 Fundargerð síðasta framhaldsaðalfundar.

2.                 Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.

3.                 Ársreikningar félagsins fyrir 2002 og 2003 lagðir fram.

4.                 Breytingar á reglugerðum félagsins:

 

Tillögur um breytingar á reglugerð Sjúkrasjóðs félagsins.

5.                 Kosningar sem fram þurfa að fara á aðalfundi:

 

a)                 Kosning stjórnar Sjúkrasjóðs.

b)                Kosning stjórnar Orlofssjóðs.

c)                 Kosning kjörstjórnar.

d)                Kosning skoðunarmanna reikninga.

6.                 Ákörðun félagsgjalda.

7.                 Önnur mál

 

Ársreikningar félagsins vegna áranna 2002 og 2003 munu liggja frammi á skrifstofu félagsins eftir kl. 13:00 miðvikudaginn 21. apríl 2004.

14
Apr

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness verður fimmtudaginn 29.apríl

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl, að Kirkjubraut 40. 3.hæð.  Dagskrá fundarins verður auglýst síðar, og munu reikningar félagsins vegna áranna 2002 og 2003 liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund.  Félagsmenn eru eindregnir hvattir til að mæta á fundinn.

13
Apr

Iðnaðarmenn - Enn ber töluvert á milli

Undanfarna daga hafa átt sér stað viðræður á milli aðila varðandi almenna kjarasamninginn og virkjunarsamninginn. 
Viðræðurnar um almenna samninginn hafa mest verið um lágmarkslaunin eða uppfærslu á kauptöxtunum. Engin niðurstaða hefur fengist í þær viðræður og ber þar töluvert á milli.

Varðandi virkjunarsamninginn þá er allri vinnu við textagerðina lokið en eftir er að ná samkomulagi um uppbyggingu kauptaxtana. Lítið hefur verið rætt um kauptaxta iðnaðarmanna en nokkuð um kauptaxta ófaglærðra. Á næsta fundi mun væntanlega reyna á það hvort hugsanlegt sé að ná samkomulagi um þá þætti sem snúa að ófaglærðum. Gengið var frá bónussamingi fyrr í mánuðinum sem tekur til allra starfsmanna Impregilo.
Samningaviðræður standa yfir við launanefnd sveitarfélaga og hafa þær gengið ágætlega og er fyrirhugaður fundur um miðjan apríl þar sem reyna á að ná sátt um innröðun í taxtakerfið.
Á þessari stundu er engin leið að fullyrða að menn munu ná saman, hvorki um almenna samninginn né virkjunarsamninginn og því mikilvægt að félagsmenn undirbúi sig undir það að skapa þrýsting á launagreiðendur.
(af samidn.is)  

13
Apr

Kjaraviðræður við LÍÚ

Kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands og LÍÚ rann út um síðastliðin áramót.  SSÍ vísaði kjaraviðræðunum til ríkissáttasemjara þann 14. janúar síðastliðinn.  Fundir hafa verið haldnir á 7 - 10 daga fresti, en ekkert hefur þokast í átt til samkomulags.

12
Apr

Fundað með trúnaðarmönnum sem vinna eftir ríkissamningnum

Fyrirhugað er að funda með trúnaðarmönnum sem vinna eftir ríkissamningum nú í vikunni.  Þar verður farið yfir nýgerðan kjarasamnig sem gerður var við ríkið. Ennfremur verður til umræðu hvaða hugmyndir trúnaðarmenn telja bestar við gerð nýjs  stofnanasamnings við Sjúkrahús Akraness.  Formaður mun funda fljótlega með framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Akraness og ræða við hann um komandi stofnanasamnings en Verkalýðsfélag Akraness bindur miklar vonir við að vel takist til við gerð nýjs stofnanasamnings.

12
Apr

Einn kjarasamningur fyrir allar síldarbræðslur í landinu.

Ákveðið hefur verið að gera einn kjarasamning fyrir allar síldarbræðslurnar í landinu, fyrirhugað er að halda fund í húsakynnum ríkissáttasemjara í þarnæstu viku. Formaður VLFA hefur boðað trúnaðarmenn síldarverksmiðjunnar á fund í vikunni, til að fara yfir þau sérmál sem starfsmenn síldarverksmiðjunnar hafa í sínum sérkjarasamningi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image