• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Aug

Hagfræðingur ASÍ kynnti drög að launasamanburði þriggja verksmiðja í dag

Haldinn var fundur í dag þar sem hagfræðingur ASÍ fór yfir drög að launasamanburði sem hann hefur verið að vinna að undanförnu.  Á þeim fundi voru trúnaðarmenn Norðuráls og formenn þeirra félagana sem eiga aðild að sameiginlegum kjarasamningi við Norðurál.  Hagfræðingur ASÍ fór yfir  þá vinnu sem hann vann í samráði við VLFA og aðaltrúnaðarmann Norðuráls í að bera saman laun í þremur verksmiðjam þ.e Norðurál, Ísal og Íslenska járnblendifélaginu.

Niðurstaða þeirra athugunar leiðir í ljós eftir þeim forsendum sem unnið var eftir,  að um töluverðan launamun er um að ræða hjá verkamönnum í dagvinnu sem og verkamönnum í vaktavinnu.  Menn telja að launamunur á milli Norðuráls og Ísals hjá verkamönnum í dagvinnu geti verið í kringum 10%.  Því til viðbótar eiga starfsmenn Ísals sem starfa sem dagmenn og starfað hafa í þrjú ár eða lengur rétt á vetrarfríi upp á 6 daga.  Þess ber að geta að  dagmenn Norðuráls eiga ekki rétt á vetrarfríi.  Hjá verkamönnum í vaktavinnu telja menn eftir þeim forsendum sem unnið var eftir, að launamunur milli Norðuráls og Ísals geti verið  í kringum 11%. Að auki stendur verkamönnum sem starfa hjá  Ísal  til boða að fara í stóriðjuskóla sem veitir þeim launahækkun frá 9.5% til 10.5% ofan á grunnlaunin, námið er í 325 klukkustundir og er kostað af Ísal.  Meirihluti verkamanna hjá Ísal hefur nú þegar lokið námi í stóriðjuskólanum sem hefur veitt þeim þær launahækkanir sem í boði eru.  Því liggur það nokkuð ljóst fyrir að launamunur þessara verksmiðja er allverulegur, og getur því orðið yfir 20% hjá þeim sem lokið hafa námi í stóriðjuskólanum.  Hægt er að skoða myndir af fundinum með því að smella á myndir og smella síðan á Norðurál.

31
Aug

Aðalstjórnin fundaði í kvöld

Stjórnarfundur var haldinn í kvöld á dagskrá voru  átta mál til umræðu.  Það sem  stjórnin gerði m.a á þessum fundi var að hún skipaði þriggja manna nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa afmæli félagsins sem er 14. október.   Stjórn félagsins ákvað að bjóða félagsmönnum upp á kaffiveitingar í tilefni af 80 ára afmæli félagsins, mun það verða auglýst nánar þegar nær dregur.

Ennfremur ákvað stjórn félagsins að boða til trúnaðarráðsfundar og er fyrirhugað að hann verði um miðjan september.  Þá tilkynnti formaður félagsins að það væri verið að leggja loka hönd á hvernig  ferðatilhögun í ferð félag eldriborgara verði háttað, en fyrirhugað er að fara í þá ferð um miðjan september. 

27
Aug

Hagfræðingur ASÍ og aðaltrúnaðarmenn NA og ÍJ funduðu á skrifstofu félagsins í morgun

Fundur var haldinn í morgun með hagfræðingi ASÍ aðaltrúnaðarmönnum Norðuráls, Íslenska járnblendifélagsins, formanni VLFA og formanni stóriðjudeildar.  Hagfræðingur ASÍ fór yfir þá vinnu sem hann hefur verið að gera á launasamanburði þriggja verksmiðja þ.e Norðuráls, Ísals og Íslenska járnblendifélagsins.

Óskaði Hagfræðingur ASÍ  að aðaltrúnaðarmennirnir færu vel yfir útreikningana til að ganga úr skugga um að samanburðurinn væri réttur.  Boðað hefur verið til fundar með trúnaðarmönnum Norðuráls og formönnum þeirra félaga sem eiga aðild að kjarasamningi við Norðurál á þriðjudaginn 31. ágúst kl 13.00  Á þeim fundi verður kynnt endanlega sú vinna sem hagfræðingur ASÍ hefur verið að vinna að á síðustu vikum í samvinnu við VLFA.  Hægt er að skoða myndir af fundinum með því að smella á myndir og smella  síðan á Norðurál

26
Aug

Samráðsnefnd SHA fundaði í morgun

Forsvarsmenn Sjúkrahús Akraness boðuðu samráðsnefndina til fundar í morgun til að tilkynna að fyrirhugað væri að breyta vinnufyrirkomulagi í ræstingu og hjá starfsmönnum sem starfa í býtibúri.  Fram kom í máli forsvarmanna SHA að reynt yrði að gera þessar breytingar í eins góðu samkomulagi við starfsmenn og VLFA eins og kostur væri. 

Formaður félagsins fundaði eftir hádegi með þeim starfsmönnum sem starfa í býtibúri og var farið yfir stöðu mála og reynt að átta sig á hver áhrifin á þessum breytinum á vinnufyrirkomulagi hefði á launakjör starfsmanna.  Óskuðu starfsmenn og Verkalýðsfélagið eftir því við forsvarsmenn SHA að fá meiri tíma til að kynna sér þessar breytingar því það er mat félagsins að þessar breytingar verði að vera gerðar í eins góðu samráði og sátt við starfsmenn og hægt er.     

25
Aug

Hagfræðingur ASÍ að klára vinnu við launasamanburð þriggja verksmiðja

Hagfræðingur ASÍ, Ólafur Darri, mun ásamt formanni félagsins funda með aðaltrúnaðarmönnum Norðuráls og Íslenska járnblendifélagsins  föstudaginn 27 ágúst n.k.  og fara yfir launasamanburð sem hagfræðingur ASÍ hefur verið að vinna að í samvinnu við Verkalýðsfélag Akraness. 

Það liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að um töluverðan launamun er að ræða á milli þessara þriggja verksmiðja þ.e Norðuráls, Ísals og Íslenska járnblendifélagsins.  Niðurstöður úr þessum samanburði verða kynntar trúnaðarmönnum Norðuráls og formönnum þeirra félaga sem eiga aðild að kjarasamningum við Norðurál á sameiginlegum fundi fljótlega eftir helgi.  

23
Aug

Heimsóknin í Norðurál tókst mjög vel

Öryggisfulltrúi fyrirtækisins og formaður stóriðjudeildar VLFA fylgdu formanni Verkalýðsfélagsins um vinnusvæðið og útskýrðu það sem fyrir augum bar. Formaður félagsins átti margar góðar samræður  við starfsmenn og svaraði þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar. 

 Formaður upplýsti þá starfsmenn sem hann hitti að hagfræðingur Alþýðusambandsins væri að vinna fyrir félagið, að því að gera launasamanburð milli þriggja verksmiðja þ.e Norðurál, Íslenska járnblendifélagið og Ísal. Niðurstöður úr þeirri vinnu hagfræðingsins ættu að liggja fyrir mjög fljótlega.  Í heimsókninni voru teknar 56 myndir af starfsmönnum og framkvæmdum vegna stækkunar  Norðuráls.  Hægt er að skoða myndirnar með því að smella á myndir og smella síðan á Norðurál.  Stjórn félagsins vill þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynna sér starf og starfsumhverfi verksmiðjunnar og þá góðu leiðsögn sem öryggisfulltrúi fyrirtækisins og formaður stóriðjudeildar sáu um 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image