• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com

Búið er að setja nýjan kjarasamning vegna starfsmanna Elkem, og kauptaxta sem gilda frá 01.01.2014 inn á heimasíðuna, undir liðnum Kjaramál - Kjarasamningar og kauptaxtar. Heildarkjarasamningur hefur ekki verið prentaður, og þarf því að skoða nýgerðan samning með hliðsjón af heildarkjarasamningi frá árinu 2005 og þeim breytingum sem gerðar voru á honum 2008 og 2011.

Einnig hefur ný kaupskrá verið sett inn fyrir sjómenn, en kaupliðir þeirra hækkuðu um 2,8% frá og með 1. mars 2014. Eins og alvitað er, er kjarasamningur sjómanna ennþá laus, en þrátt fyrir það hafa SSÍ og LÍÚ síðustu ár samið um að hækka kauptryggingu og aðra kaupliði sjómanna í takt við það sem um semst á hinum almenna vinnumarkaði.

Friday, 04 April 2014 00:00

Aðalfundur 2014

Wednesday, 18 January 2017 13:41

Sjómenn - VLFA boðar til áríðandi fundar!

Vegna alvarlegar stöðu sem upp er komin í samningaviðræðum á milli sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ákveðið að fresta samningaviðræðum fram til mánudags.

Öll stéttarfélög sjómanna hafa ákveðið að funda með sjómönnum næstu daga til að fara yfir stöðuna og greina sjómönnum frá því hvað hefur áunnist í þessum viðræðum og hvað standi útaf til að hægt sé að ganga frá nýjum kjarasamningi.

Á þeirri forsendu boðar Sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness til áríðandi fundar með sjómönnum sem tilheyra VLFA næsta föstudag klukkan 14:00 á Gamla Kaupfélaginu. Á fundinum mun formaður félagsins fara ítarlega yfir það sem hefur áunnist og hvað standi útaf.

Eins og flestum sjómönnum er kunnugt þá eru kröfur sjómanna í aðalatriðum fimmþættar: 

  • Bætur komi að fullu vegna afnáms sjómannaafsláttar
  • Breyting komi á olíuviðmiði
  • Sjómenn fái frítt fæði
  • Sjómenn fái frían vinnufatnað
  • Net- og fjarskiptakostnaður sjómanna lækki


Einnig er rétt að geta þess að þau atriði sem voru komin inn í kjarasamningum sem felldur var síðast myndu halda sér þar sem það á við.

Það er mat formanns VLFA að útgerðamenn eigi vel að geta komið til móts við þessar kröfur, enda eru þær sanngjarnar og réttmætar. Það er rétt að geta þess að tekist hefur að þoka þremur af þessum fimm atriðum verulega áleiðis en eftir standa tvö atriði sem útgerðamenn hafa hafnað og því eru þessar viðræður komnar uppvið vegg eins og staðan er núna.

Það er mikilvægt að sjómenn sjái sér fært að mæta á fundinn til að ræða þessa alvarlegu stöðu sem upp er komin í viðræðunum. 

Monday, 07 April 2014 00:00

Samið við ríkið

Þriðjudaginn 1. apríl  undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýtt samkomulag við ríkið. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila og mun fyrri samningur framlengjast frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015.  Undir þennan samning heyra m.a. félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness sem starfa á Sjúkrahúsi Akraness

Helstu atriði samkomulagsins eru þau að laun í launaflokki 1-10 hækka um 9.750 krónur en laun í launaflokki 11 og ofar hækka um 2,8%, þó að lágmarki um 8.000 krónur. Einnig var samið um tvær eingreiðslur – annars vegar 14.600 kr. í apríl 2014 og hins vegar 20.000 kr. eingreiðslu í febrúar 2015. Báðar eingreiðslurnar miðast við fullt starf. Þá má nefna að persónuuppbót (desemberuppbót) verður 73.600 kr. á árinu 2014 og orlofsuppbót verður 39.500 kr. 

Kosið verður um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu og verða kjörgögn send heim til þeirra félagsmanna sem vinna eftir þessum samningi nú í vikunni. Atkvæðaseðill þarf að hafa borist kjörstjórn Starfsgreinasambands Íslands (í Reykjavík) fyrir kl. 12:00 þann 23. apríl næstkomandi. Póststimpill gildir ekki. Hægt er að lesa kynningarbækling um helstu atriði samkomulagsins á íslensku, ensku og pólsku með því að smella hér.

Félagsmenn eru hvattir til að nýta kosningarétt sinn og láta skoðun sína í ljós með því að koma atkvæðaseðli tímanlega í póst.

Friday, 20 January 2017 13:39

Hvergi hvikað - sjómenn hafa fengið nóg

Rétt í þessu lauk gríðarlega fjölmennum fundi sjómanna þar sem formaður VLFA fór yfir stöðuna í kjaradeilu sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður fór ítarlega yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin, og fór hann yfir hvað hefur áunnist og hvað það er sem stendur útaf.

Sýndi formaður hvað þau þrjú atriði sem hafa þokast áfram í kjaraviðræðunum muni skila sjómönnum og að því loknu fór hann yfir þau atriði sem útaf standa. En eins og fram hefur komið þá hafa útgerðarmenn hafnað algerlega kröfum um breytingu á olíuviðmiðinu og bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar.

Formaður greindi frá þessari erfiðu og snúnu stöðu sem upp er komin, en ítrekaði að það væri sjómanna að taka ákvörðun um framhaldið og það fór ekkert á milli mála að sjómenn eru granítharðir á því að standa fastir á þeim tveimur atriðum sem útaf standa og var það gert með formlegri atkvæðagreiðslu þar sem allir viðstaddir greiddu því atkvæði að hvika hvergi frá þeim tveimur atriðum sem útaf standa.

Það liggur fyrir að þær 5 kröfur sem farið var af stað með eru að okkar mati sanngjarnar og réttlátar og því munu sjómenn halda sínum kröfum til streitu og eru tilbúnir til að standa og falla með þessum kröfum.

Það er mjög gott fyrir formann félagsins að vera búinn að fá skýr skilaboð frá sínum sjómönnum, enda kom fram í máli formanns að hann er í vinnu fyrir þá og vinni því ávallt samkvæmt ákvörðunum og samþykktum sjómanna sjálfra. Því eins og áður sagði er þetta lífsviðurværi þeirra sem um er að ræða, en það er morgunljóst miðað við samstöðuna á þessum fundi að sjómenn hafa fengið nóg.

Wednesday, 09 April 2014 00:00

Akranes - Kynningarfundur um raunfærnimat

Hafir þú náð 25 ára aldri og starfað við einhverja iðn í 5 ár, þá getur raunfærnimat verið eitthvað fyrir þig og jafnvel stytt skólagöngu þína til muna. Næstkomandi mánudag kl. 17.30 verður haldinn kynningarfundur um raunfærnimat í húsakynnum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands á Akranesi. Fundurinn er öllum opinn og vonast er eftir þátttöku sem flestra.

Í dag rennur út frestur til að sækja um orlofshús eða -íbúð fyrir sumarið svo þeir sem eiga eftir að skila umsókn eru hvattir til að bíða ekki lengur.

Á mánudaginn fer úthlutun fram á þann hátt að allar umsóknir eru skráðar inn í tölvukerfi félagsins. Kerfið raðar umsóknum í röð eftir punktastöðu, þ.e. þeir umsækjendur sem flesta hafa punktana eru fremstir í röðinni og svo koll af kolli. Ef punktar tveggja eru jafnir raðast sá eldri framar í röðina. Kerfið vinnur sig síðan í gegnum umsóknirnar og úthlutar vikum eftir punktastöðu. Varðandi ávinnslu punkta, þá vinnur félagsmaður sér inn einn punkt fyrir hvern þann mánuð sem hann greiðir félagsgjald, en fái hann úthlutað dragast 24 eða 36 punktar frá punktastöðu hans. 

Í lok dags á mánudag verða bókanir sýnilegar á Félagavef hjá þeim sem fengu úthlutað, auk þess sem öllum umsækjendum verður sent bréf heim. Greiða þarf leigu fyrir 2. maí. Þeir sem ekki fá úthlutað í fyrri úthlutun lenda sjálfkrafa í endurúthlutun þar sem þeim vikum er úthlutað sem ekki voru greiddar á eindaga fyrri úthlutunar. Fyrir endurúthlutun er heimilt að breyta umsóknum og leggja inn nýjar. Endurúthlutun fer fram þann 6. maí. Eftir endurúthlutun verða lausar vikur auglýstar hér á heimasíðunni og hægt að bóka þær á skrifstofu félagsins eða á Félagavefnum. Gildir þá hin ágæta regla: Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Rétt í þessu lauk samningafundi sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og það er skemmst frá því að segja að deilan sé nú komin í glerharðan hnút. Á fundinum slitnaði endanlega upp úr viðræðum deiluaðila og ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til annars fundar, en samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf næst að boða til fundar innan tveggja vikna.

Samningsaðilar fóru yfir stöðuna og þrátt fyrir að þokast hafi verulega í þremur af fimm kröfum sjómanna, þá standa eftir tvær af meginkröfnum sem eru eins og áður hefur komið fram breyting á olíuviðmiði og bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. Báðum þessum kröfum hafna útgerðarmenn algerlega og því blasti það við í dag að slíta viðræðum þar sem sjómenn eru alls ekki tilbúnir að hvika frá sínum sanngjörnu og réttlátu kröfum.

Það liggur fyrir að öll sjómannafélög á Íslandi hafa síðustu daga fundað ítarlega með sínum sjómönnum og á öllum þessum fundum fengu forsvarsmenn stéttarfélaganna skýr skilaboð um að hvika hvergi frá þeim kröfum sem lagðar hafa verið fram, enda telja sjómenn þær vera hóflegar, réttlátar og sanngjarnar og séu ekki því marki brenndar að það eigi að vera til erfiðleika fyrir útgerðina að ganga að þeim.

Eins og áður sagði þá er allt eins líklegt að næsti fundur verði ekki fyrr en eftir tvær vikur, eða eins og fram kom í máli ríkissáttasemjara að þá hefur hann ekki í hyggju að boða til fundar nema eitthvað óvænt gerist í millitíðinni. Það er því óhætt að segja að þessi deila sé orðin grafalvarleg og afar fátt sem bendir til þess að hún muni leysast á næstu dögum eða vikum. En sjómenn eru gallharðir á því að standa á sínum kröfum og hafa sent samninganefndum skýr skilaboð hvað það varðar.

Monday, 14 April 2014 00:00

Sumarið 2014 - Úthlutun lokið

Nú hefur farið fram úthlutun vegna sumarleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2014. Bréf til allra þeirra sem sem sóttu um verða póstlögð í dag, og þar kemur fram hvort þeir hafi fengið úthlutað eða ekki. Þessi bréf eru einnig sýnileg inni á Félagavefnum og þar hefur einnig myndast bókun hjá þeim sem fengu úthlutað.

Þeir sem fengu úthlutað hafa frest til föstudagsins 2. maí að greiða leiguna og þann 6. maí verður þeim vikum sem eftir standa endurúthlutað. Gríðarlega mikil eftirspurn er eftir orlofshúsunum og því er mikilvægt að þeir sem fengu úthlutað gangi sem fyrst frá greiðslu ef þeir ætla sér að þiggja sína úthlutuðu viku. Eftir hádegi þann 6. maí verður svo hægt að bóka þær vikur sem eftir standa þegar endurúthlutun er lokið og þá gildir sú regla að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Tuesday, 15 April 2014 00:00

Aðalfundi félagsins lokið

Rétt í þessu lauk aðalfundi Verkalýðsfélags Akraness. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf, farið var yfir skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár, Ómar Davíðsson, endurskoðandi félagsins, fór yfir ársreikninga sem sýndu góða afkomu hjá öllum sjóðum félagsins og fór fundurinn að öðru leyti fram samkvæmt dagskrá (myndir frá fundinum má sjá hér).

Að þessu sinni hímdi dapurlegur skuggi yfir fundinum, þar sem formaður félagsins sá sér ekki fært að vera viðstaddur vegna fráfalls sonar hans sem lést um síðastliðna helgi aðeins þrítugur að aldri. Í lok fundarins ákváðu fundargestir að senda eftirfarandi kveðju til formanns:

"Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness sendir Vilhjálmi Birgissyni, formanni félagsins, og fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Þú hefur sem klettur barist fyrir okkur í gegnum árin með óbilandi baráttuþreki og fyrir það áunnið þér virðingu okkar og stuðning. Megi þið öðlast styrk og frið í þeim erfiðleikum sem þið nú glímið við, missir ykkar er óendanlegur en það er samhugurinn og stuðningurinn í ykkar garð einnig."

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image