• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com

Á þriðjudaginn kemur er fyrirhugað að funda með forsvarsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur um nýjan kjarasamning fyrir þá starfsmenn sem starfa hjá Orkuveitunni og tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness.

Ljóst er að horft verður til þeirra kjarasamninga sem Orkuveitan hefur gert bæði við Starfsmannafélag Reykjavíkur sem og við stéttarfélagið Eflingu við gerð nýs kjarasamnings.

Vegna forfalla er næsta vika, frá 25. ágúst til 01. september, laus í sumarbústað félagsins í Ölfusborgum. Vikuna er hægt að bóka á skrifstofu félagins.

Athygli er vakin á því að undir liðnum orlofshús hér vinstra megin er nú hægt að skoða hvaða helgar eru lausar í orlofshúsunum í vetur.

Skúli Guðmundsson skrifstofustjóri Þjóðskrár segir í Fréttablaðinu í dag að afgreiðsla á nýjum kennitölum fyrir erlenda starfsmenn sé ekki vandamál.  Skúli segir vandann vera þann að vinnuveitendur skili ekki inn ráðningarsamningum til Vinnumálastofnunar eins og lög kveða á um.  

Vissulega er það rétt að töluverður hluti vandamálsins við eftirlit með skráningu á erlendu vinnuafli liggur í því að atvinnurekendur tilkynna ekki þá erlendu starfsmenn sem þeir hafa í sinni þjónustu.

Hins vegar er það með ólíkindum að Skúli Guðmundsson skrifstofustjóri Þjóðskrár skuli ekki telja það vandamál að það skuli taka sex vikur að fá afgreidda nýja kennitölu fyrir erlenda starfsmenn.  

Einnig má nefna það að Verkalýðsfélag Akraness óskaði eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvort búið væri að sækja um kennitölur fyrir nokkra Pólverja sem hingað komu til starfa í byrjun júlí.  Svarið frá Þjóðskrá var að það væri ekki hægt að sjá hverir væru búnir að sækja um nýja kennitölu þar sem engin forskráning færi fram hjá Þjóðskrá, einungis væri hægt að sjá hverir væru búnir að fá kennitölu afgreidda.  Ef þetta flokkast ekki undir vandamál þá veit formaður félagsins ekki hvað eigi að flokkast undir slíkt.

Það er algjört lykilatriði að þeir aðilar sem eiga að sjá um eftirlit með erlendu vinnuafli viðkenni vandann, ef það er ekki gert verður erfitt að leysa hann. 

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness samþykkti á stjórnafundi í gærkveldi að styrkja unglingastarf SÁÁ um 100.000 kr. 

Rökin fyrir því að Verkalýðsfélag Akraness skuli telja sér það skylt að styðja við bakið á unglingastarfi SÁÁ blasa raunar allstaðar við.  Tugir einstaklinga af okkar félagssvæði sem hafa átt um sárt að binda sökum ofneyslu áfengis eða fíkniefna hafa notið aðstoðar og hjálpar SÁÁ .

Stjórn Verklýðsfélags Akraness er stolt af því að geta lagt unglingastarfi SÁÁ lið í því góða starfi sem þar er unnið. 

Stjórn og trúnaðarráð félagsins kom saman til fundar á fimmtudaginn var.  Tilefni fundarins var fyrst og fremst að fara yfir samkomulagið sem verkalýðshreyfingin gerði við Samtök atvinnulífsins á dögunum.  Voru fundarmenn almennt ánægðir með samkomulagið

Formaður félagsins óskaði eftir að funda með Eggerti Guðmundssyni, forstjóra HB Granda vegna þess samdráttar sem átt hefur sér stað hér á Akranesi á undanförnum árum eða allt frá sameiningu HB við Granda.  Við þeirri ósk varð forstjóri Granda góðfúslega .  Ljóst er að formaðurinn mun óska eftir skýrum svörum um hver séu framtíðaráform fyrirtækisins hér á Akranesi og hvort frekari samdráttur sé fyrirhugaður hér á Akranesi.

Það liggur alveg fyrir að um töluverðan samdrátt hefur verið að ræða hér á Akranesi frá því HB sameinaðist Granda fyrir nokkrum árum, en um 60 störf hafa tapast frá sameiningu.  Það liggur líka fyrir að samfélagið hér á Akranesi hefur orðið af umtalsverðum tekjum vegna þessa samdráttar. 

Það sem Verkalýðsfélag Akraness gerir kröfu um er afar einfalt, þ.e að sanngirni ríki á milli þeirra starfsstöðva sem eru í eigu HB Granda.  Formanni félagsins hefur fundist að verulega hafi hallað á okkur Skagamenn í þeim efnum sé horft á þær bláköldu staðreyndir að hjá HB Granda á Akranesi hefur fækkað um 60 störf á liðnum misserum. 

Formaður félagsins átti góðan fund með forsvarsmönnum HB-Granda í gær.  Tilefni fundarins var að fara yfir þann samdrátt sem átt hefur sér stað hér á Akranesi að  

undanförnu. Einnig vildi félagið fá svör við því hvort frekari samdráttur væri fyrirhugaður á næstunni.

Þeir sem sátu fundinn auk formanns Verkalýðsfélags Akraness voru Eggert Guðmundsson forstjóri, Vilhjálmur Vilhjálmsson deildarstjóri uppsjávardeildar og Torfi Þorsteinsson framleiðslustjóri.

Formaður félagsins lýsti yfir vonbrigðum sínum með þann samdrátt sem átt hefur sér stað frá því HB sameinaðist Granda.  Eins og fram hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hafa um 60 störf tapast frá sameiningu.  Formaður félagsins óskaði eftir skýrum svörum frá forsvarmönnum HB Granda um hver framtíðaráform fyrirtækisins séu hér á Akranesi.

Fram kom í máli forsvarsmanna HB Granda að frekari samdráttur sé ekki fyrirhugaður.  Einnig sögðu þeir að samdráttur í loðnuveiðum hefði gert það að verkum að fækka hefði þurft starfsfólki í síldarbræðslunni stórlega og einnig hefði þurft að leggja loðnuskipinu Víkingi Ak 100 af þeim sökum.  Það kom skýrt fram hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins að bæði Víkingur Ak og síldarbræðslan munu verða keyrð á fullu gasi aftur ef það kemur til góðrar loðnuvertíðar.  Þetta telur formaður félagsins afar jákvætt

Forsvarsmenn HB Granda sögðu varðandi landvinnsluna að hún gengi nokkuð vel.  Frystihúsið hefur verið að sérhæfa sig í vinnslu á þorski og engar breytingar væru fyrirhugaðar í þeim efnum.

Formaður félagsins spurði hvort ekki væri tryggt að landanir úr frystitogurum yrðu áfram hér á Akranesi og kváðu þeir að þær yrðu áfram með sama sniði og verið hefur.

Að lokum spurði formaður félagsins hvort einhverjar breytingar væru fyrirhugaðar á skipastól fyrirtækisins sem tengist okkur Skagamönnum þ.e Ingunni Ak, Höfrungi Ak, Helgu Maríu Ak og Sturlaugi Ak.  Það kom skýrt fram hjá forsvarsmönnum HB Granda að engar breytingar væri fyrirhugaðar á rekstri umræddra skipa.

Heilt yfir var þetta mjög góður og gagnlegur fundur sem gefur vonir um að samdrætti sé lokið að minnsta kosti í bili.

Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness vill minna félagsmenn sína á að ný reglugerð sjóðsins tók gildi 1. júlí.  Nýja reglugerðin veitir félagsmönnum mun víðtækari og betri réttindi heldur áður hefur gerst hjá sjúkrasjóði félagsins.  Hægt er að skoða nýju reglugerðina með því að smella á lög og reglugerðir og síðan á reglugerð sjúkrasjóðs

5,5% launaþróunartrygging  


Samkvæmt samkomulagi forsendunefndar ASÍ og SA skal starfsmanni sem er í starfi í júní byrjun 2006 og hefur starfað samfellt hjá sama vinnuveitanda í a.m.k. 12 mánuði tryggð að lágmarki 5,5% launahækkun á þeim tíma. Hafi launahækkun starfsmannsins verið minni á tímabilinu skulu laun hans hækka frá 1. júlí 2006 um þá upphæð sem á vantar til að 5,5% hækkun sé náð.

15.000 kr. taxtaviðauki


Verkalýðshreyfingin hefur samið við Samtök atvinnulífsins um 15.000 kr. taxtaviðauka sem bætist við alla mánaðarlaunataxta kjarasamninga þessara aðila og gildir sú hækkun frá 1. júlí 2006. Þessi 15.000 kr. taxtaviðauki myndar grunn fyrir yfirvinnu- og vaktaálag.

Hafi starfsmaður viðbótargreiðslur umfram kjarasamning þá má lækka þær viðbótargreiðslur um allt að því jafn háa fjárhæð og taxtaviðaukanum nemur, að undanskildum bónusum hjá fiskvinnslufólki.

Taxtaviðaukinn gildir fyrir alla kjarasamninga sem félagið hefur gert við Samtök atvinnulífsins.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins til að fá nánari upplýsingar um samkomulagið sem gert var við Samtök atvinnulífsins.

Wednesday, 19 July 2006 00:00

Lögreglan á Akranesi á hrós skilið !

 Eins og flestir vita þá urðu breytingar á lögum í maí um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins.  

Af því tilefni sendi lögreglan á Akranesi flestum atvinnurekendum á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness bréf þar sem það var áréttað að umtalsverðar skyldur hvíla enn á þeim atvinnurekendum sem ráða til sín erlenda starfsmenn frá hinum nýju aðildarríkum EES, þó svo að kvöð um atvinnuleyfi sé ekki lengur fyrir hendi.

Formaður félagsins veit ekki til þess að upplýsingabréf að þessu tagi hafi verið sent annars staðar en á Akranesi. 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness telur fulla ástæðu til að hrósa lögreglunni á Akranesi fyrir þetta framtak og einnig fyrir mjög gott eftirlit með að lögum um atvinnuréttindi útlendinga sé framfylgt af hálfu atvinnurekenda.  Samstarf Verkalýðsfélags Akraness við lögregluna hefur verið með eindæmum gott hvað varðar eftirlit með ólöglegu vinnuafli á okkar félagsvæði. Sem dæmi má nefna þá ákærði sýslumaðurinn á Akranesi atvinnurekanda hér í bæ fyrir að hafa haft tvo Litháa í vinnu án atvinnuleyfis eftir ábendingu frá Verkalýðsfélaginu. Hérðasdómur Vesturlands felldi dóm í því máli fyrir skemmstu þar sem atvinnurekandinn var dæmur sekur fyrir brot sitt.

Skemmst er að minnast þess þegar lögreglan og skattstjórinn á Vesturlandi heimsóttu fjölmörg fyrirtæki á Akranesi sem eru með erlent vinnuafl í sinni þjónustu.  Var það gert til að kanna hvort fyrirtækin væru ekki að fara eftir þeim lögum sem gilda um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. 

Það er mat formanns félagsins að þessum góða árangri sem náðst hefur í málefnum erlends vinnuafls á okkar félagssvæði megi þakka þeim samstarfshópi sem komið var á fót í vetur. Í þessum samstarfshópi voru sýslumaðurinn Akranesi, skattstjóri Vesturlands, bæjarstjórinn og formaður Verkalýðsfélags Akraness.  

Bréfið í heild sinni má lesa með því að smella á meira.      

Til upplýsinga / atvinnurekendur á Akranesi

 

Í lok maí urðu breytingar á lögum um frjálsan atvinnu-og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins.  Að gefnu tilefni vill lögreglan á Akranesi árétta við atvinnurekendur að talsverðar skyldur hvíla enn á þeim sem ráða til sín erlenda starfmenn frá nýju EES-löndunum þó svo að kvöð um atvinnuleyfi sé ekki lengur fyrir hendi. 

 

Ný EES-lönd sem hér um ræðir eru þá eftirfarandi : Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland

                       

     Atvinnurekandi skal tilkynna Vinnumálastofnun um ráðningu ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands eða Ungverjalands til starfa

     Í tilkynningunni skal koma fram nafn atvinnurekanda, kennitala og heimilisfang ásamt nafni útlendingsins, kennitölu og aðsetri hans hér á landi.

      Enn fremur skal fylgja tilkynningunni ráðningarsamningur sem tryggi útlendingnum laun og önnur starfskjör samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum

     Tilkynningin skal berast Vinnumálastofnun innan tíu virkra daga frá ráðningu. 

     Ef atvinnurekandi lætur hjá líða að senda Vinnumálastofnun tilkynningu getur stofnunin ákveðið að atvinnurekandi greiði dagsektir þar til tilkynning berst stofnuninni en dagsektir geta numið allt að 50.000 kr. á sólarhring.

     Athuga að allir EES-ríkisborgarar þurfa að afla sér EES-dvalarleyfis eftir þriggja mánaða dvöl hér á landi (  Útlendingastofnun ) óháð þjóðerni.

 

 

 

 

Lögreglan Akranesi 26.05.2006

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image