• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com

Vinnsla hófst aftur í morgun eftir sumarhlé í frystihúsi HB Granda.  Eins og undanfarin ár var frystihúsinu lokað frá 2. júlí til 23. júlí.

Formaður fór í morgun og tók púlsinn á nokkrum starfsmönnum sem voru að hefja störf eftir sumarleyfi.  Fram kom í máli starfsmanna að vinnslan væri ekki komin á fulla ferð enda væru þó nokkrir starfsmenn ennþá í sumarfríi og ugglaust yrði frekar rólegt fram yfir verslunarmannahelgi.

Í dag fara um 15 tonn í gegnum frystihúsið en þegar vinnslan verður komin á fullt skrið þá fara rúm 20 tonn á góðum degi.

Þorskur hefur verið uppstaðan í vinnslunni hér á Akranesi á undanförnum árum og því mun niðurskurður á aflaheimildum uppá 30%  væntanlega koma nokkuð hart niður á vinnslunni hér á Akranesi.

Samkvæmt upplýsingum sem formaður hefur aflað sér þá hafa forsvarsmenn HB Granda ekki ákveðið hvernig niðurskurði uppá 30% verður mætt.  En eðlilega mun allstaðar koma til einhvers samdráttar og sér í lagi þar sem vinnsla byggist að stórum hluta á þorski.

Nú er bara að vona að þessi niðurskurður komi eins mildilega niður á sjómönnum og fiskvinnslufólki og kostur er, þótt vissulega megi gera ráð fyrir umtalsverðum tekjumissi sökum þessa aflasamdráttar.

Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna Spalar sem starfa í gjaldskýlinu við Hvalfjarðagöng.  En sérkjarasamningur starfsmanna rennur út nú um áramótin.

Undirbúningur að kröfugerð fyrir komandi sérkjarasamning starfsmanna  mun væntanlega hefjast von bráðar.

Það er alveg óhætt að segja að það geti verið afar krefjandi að vera starfsmaður í gjaldskýli Spalar við Hvalfjarðagöng, enda hefur umferð um göngin stóraukist ár frá ári.  Sem dæmi er það alþekkt að starfsmenn skýlisins ná vart að standa upp alla vaktina  þegar umferðin er hvað mest að sumarlagi.

Starfsmenn gjaldskýlisins sjá ekki eingöngu um að innheimta veggjald af vegfarendum heldur gegna þeir afar stóru hlutverki hvað varðar að tryggja öryggi þeirra vegfarenda sem um göngin aka.

Fyrstu viðbrögð starfsmanna í gjaldskýlinu geta skipt sköpum þegar slys eða önnur óhöpp verða í göngunum, það hefur reynslan sýnt oftar en einu sinni á þeim 9 árum sem göngin hafa verið starfrækt.

Sem dæmi þá má nefna að það getur verið gríðarlega mikilvægt að starfsmenn gjaldskýlisins séu snöggir að loka göngunum þegar slys verður, til að forða en frekari slysum.

Það er einnig óhætt að fullyrða að í gjaldskýli Spalar við Hvalfjarðagöng starfar úrvals fólk sem hefur ávalt hagsmuni og öryggi vegfarenda að leiðarljósi. Því miður kemur það þó fyrir að starfsmenn fá að heyra ljót fúkyrði frá reiðum vegfarendum sem láta gjaldtökuna bita á starfsmönnum.  Slík framkoma er til vansa, enda eru starfsmenn gjaldskýlisins eingöngu að sinna sínu starfi.

Wednesday, 25 July 2007 00:00

Hrós frá DV

Aðalsteinn Á. Baldursson og Vilhjálmur Birgisson formenn Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélags Akraness fengu sérstakt hrós í DV í gær fyrir störf þeirra í þágu verkafólks.

Þar segir m.a. þessir verkalýðsforkólfar sækja í gamla hefð og fara ekki sparlega með orðaforðann þegar kemur að kjarabaráttu fyrir umbjóðendur sína.

Formaður félagsins var í viðtali á Bylgjunni í þættinum Í bítið á fimmtudag var.  Til umræðu í viðtalinu var t.d komandi kjarasamningar og hvað Verkalýðsfélag Akraness telji að eigi að vera forgangskrafa í komandi kjarasamningum.

Formaður fór víða í þessu viðtali og koma m.a. fram hjá honum að það sé algert lykilatriði í næstu samningum að lagfæra lágmarkslaunin.  Krafan þarf að vera sú að lágmarkstaxtar verði hækkaðir upp að þeim markaðslaunum sem almennt er verið að greiða á íslenskum vinnumarkaði.

Það kom einnig fram hjá formanninum að það sé til skammar fyrir verkalýðshreyfinguna að bjóða uppá lágmarkslaun sem duga alls ekki fyrir lágmarksframfærslu.

Hér á heimasíðunni hefur áður verið fjallað um að nú sé komið að öðrum en íslensku verkafólki að viðhalda hér stöðugleika.

Nægir að nefna í því sambandi að lágmarkslaun verkafólks hafa  hækkað frá árinu 1997 til 2007 einungis um 105% á meðan þingfarakaupið hefur hækkað um 145% á sama tímabili, sem er 40% meiri hækkun.

Pétur Blöndal þingmaður sjálfstæðismanna og Atli Gíslason þingmaður Vinstri Græna voru í þessum sama þætti á fimmtudaginn var og Pétur Blöndal var m.a. spurður um þá kröfu að hækka lágmarkslaun úr 125.000 í 176.000 eins og formaður VLFA hefur lagt til.

Pétur Blöndal svaraði því til að búið væri að hækka lágmarkslaunin í tvígang og þær hækkanir hefðu verið hlutfallslega meiri en aðrir hópar hafi fengið.  Það er með ólíkindum að heyra þingmanninn tala með þessum hætti.  Sérstaklega í ljósi þeirra staðreynda að laun þingmanna hafa hækkað um 40% meira en lágmarkslaun verkafólks á síðustu 10 árum.

Ef verkafólk hefði fengið sömu prósentuhækkun og þingmenn á síðustu 10 árum þá væru lágmarkslaunin ekki 125.000 heldur 149.000 í dag.  Síðan er rétt að nefna óréttlætið sem fólgið er í lífeyrisréttindum þingmanna samanborið við verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði og verður þeirri mismunun ekki með tárum tekið.

Pétur Blöndal nefndi einnig að ef lágmarkslaunin myndu fá umtalsverða hækkun í næstu samningum þá myndi það ganga upp allan launastigann og það gengi alls ekki að mati Péturs.  Pétri Blöndal finnst það allt í lagi að hann og aðrir þingmenn fái 40% meiri kauphækkanir en þeir sem vinna á lágmarkslaunum og virðist ekki gera athugasemdir við að laun seðlabankastjóra eigi að hækka um 200.000 þúsund á mánuði.

Það virðist vera að þingmaðurinn vilji alls ekki taka þátt í því með verkalýðshreyfingunni að eyða þessum skammarlegu lágmarkslaunum sem ekki duga fyrir lágmarksframfærslu og er það með ólíkindum, svo ekki sé fastar að orði kveðið. 

Hægt að hlusta á viðtalið við Pétur Blöndal og formann félagsins með því að smella  hér

Það er óhætt að segja að það sé líf og fjör hjá starfsmönnum síldarbræðslunnar hér á Akranesi en töluvert magn af kolmunna hefur borist til bræðslu að undanförnu.

Á föstudaginn landaði Faxi RE 1.036 tonnum og í gær sunnudag lönduðu bæði Lundey og Ingunn Ak fullfermi.  Lundey var með 1.327 tonn og Ingunn var með 1.846 tonn.

Að sögn starfsmanna síldarbræðslunnar þá hefur verið nokkuð góð kolmunnaveiði að undanförnu og hefur sú veiði verið vestur af landinu en það eru um 20 tíma sigling á miðin frá Akranesi.

Það er mjög jákvætt fyrir starfsmennina að veiðin skuli vera fyrir vestan land vegna þess að þá er styst fyrir kolmunnaskipin að landa aflanum til bræðslu hér á Akranesi.  Síldarbræðslan hér á Akranesi er ein sú allra fullkomnasta á landinu.

Það skiptir starfsmenn gríðarlega miklu máli að fá þennan afla til bræðslu hér á Akranesi því tekjur starfsmanna byggjast að miklu leyti upp á því að staðnar séu vaktir verksmiðjunni.

Tuesday, 31 July 2007 00:00

Íbúð til leigu á Akureyri í vetur

Stjórn orlofssjóðs Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að hafa allar þrjár íbúðir félagsins á Akureyri í fastri útleigu í vetur.

Enn er ein íbúð laus og eru áhugasamir félagsmenn sem vantar íbúð á Akureyri í vetur fyrir sig eða börn sín hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 4309900 sem fyrst.

Íbúðin er 53 m2 með tveimur svefnherbergjum. Hún er leigð með húsgögnum, þvottavél og öllum húsbúnaði. Hægt er að skoða myndir úr íbúðinni með því að smella hér.

Íbúðin verður fyrst og fremst leigð út til félagsmanna eða barna þeirra, en fáist ekki félagsmaður í íbúðina verður mögulegt fyrir aðra að fá hana leigða.

Í dag lagði Verkalýðsfélag Akraness fram kæru á hendur fyrirtækinu Formaco til lögreglunnar á Akranesi fyrir að vera með erlenda starfsmenn án tilskilina leyfa t.d. dvalarleyfi og kennitölur.

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hefur umrætt fyrirtæki verið að reisa stórt og mikið iðnaðarhúsnæði hér á Akranesi á undanförnum mánuðum.  Formaður félagsins fór í hefðbundið eftirlit fyrir nokkrum vikum þar sem Formaco er að reisa áðurnefnt iðnaðarhúsnæði.  Í þeirri eftirlitsferð kom í ljós að litháískir starfsmenn Formaco voru hvorki með kennitölur né dvalarleyfi, þó svo að hluti þeirra væri búinn að starfa hér á annað ár.

Fyrirliggjandi eru gögn sem sýna að Formaco er með í það minnsta á annan tug Litháa og Pólverja og það án þess að þeir séu með kennitölur eða dvalaleyfi eins lögin kveða skýrt á um að þurfi að vera.  Það liggja einnig fyrir grunsemdir um að ekki hafi verið greitt útsvar til sveitarfélaga eða tekjuskatt til ríksins af Liháunum og er það klárlega brot á skattalögunum.  

Það er alveg klárt mál að það skekkir samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja þegar einstaka fyrirtæki eins og Formaco kemst upp með að greiða ekki þau opinberu gjöld af sínum starfsmönnum sem lög kveða skýrt á um að eigi að greiða.

Eins og áður sagði þá er Formaco að öllum líkindum með vel á annan tug erlendra starfsmanna án kennitalna og dvalarleyfis.  Samkvæmt upplýsingum sem VLFA hefur aflað sér þá hefur Formaco verið með erlenda starfsmenn að störfum á eftirtöldum stöðum á árinu 2007: Bílaás Akranesi, ITS Keflavík, Slökkvistöðin FjarðarbyggðÁhorfendastúkan Dalssmára Kópavogi, Íshella Hafnafirði og Tunguháls Reykjavík.

Formaður spyr sig: er það ásættanlegt að sveitarfélög semji við fyrirtæki sem ekki fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hinum íslenska vinnumarkaði?  Alla vega er það óeðlilegt að sveitarfélög og ríki semji við fyrirtæki sem ekki greiðir útsvar eða önnur opinber gjöld hér á landi.  Opinberir aðilar, þ.e.s ríki og sveitarfélög, eiga að sniðganga slík fyrirtæki því á einhvern hátt verðum við að halda uppi okkar velferðakerfi og það gerum við ekki ef fyrirtæki hunsa þær skyldur sínar að greiða til samfélagsins eins og þeim ber samkvæmt lögum.

Hægt er að lesa kæruna með því að smella á meira

Sýslumaðurinn Akranesi

Stillholti 16-18

Akranesi.                                             

 

 

                                                                                                            1. júní 2007.

                                                                                                             Boðsent.

 

 

Undirritaður formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, kemur hér með f.h. félagsins á framfæri við lögregluyfirvöld kæru á hendur einkahlutafélaginu Formaco og forráðamönnum þess.

 

Kærandi:

Vilhjálmur Birgisson , kt 050865-5339 f.h. Verkalýðsfélags Akraness, kt 680269-6889, Sunnubraut 13, Akranesi.

 

Kærðu:

            Formaco ehf., kt. 411097-2349, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík.

            Forráðamenn félagsins:

Ragnar Jóhannsson, kt. 230953-5629, Stararrima 65, 112 Reykjavík, framkvæmdastjóri.

Helga Margrét Jóhannsdóttir, kt. 121061-2879, Stararrima 65, 112 Reykjavík, formaður stjórnar.

  

Hinn kærði atburður:

 

Samkvæmt upplýsingum sem Verkalýðsfélag Akraness hefur aflað hafa eftirfarandi Litháar starfað hjá fyrirtækinu í a.m.k. tæpt ár og sumir jafnvel vel á annað ár. Tilgreind er erlend kennitala við hvert nafn.

 

            Vygantas Duda, 36101090750

            Stanislovas Slezevicius 37709161193

            Zilvinas Buzas 36695070488

            Vytautas Gedminas 38108200705

            Paulius Posiakinas 38303030783

            Giedrius Gulbinas 37505200690

            Raimundas Stirbinskis 37507151039

            Marius Smailys 38502020973

            Dalius Marasinskas 38104160928

            Aleksandr Sirmer

Valerij Sidorenko

Jurij Denbnoveckij

Viaceslav Vorobjov

     Pranas Salkauskas

  

Hefur hluti þeirra starfað við byggingu mannvirkja fyrir Bílás á nýju iðnaðarsvæði á Akranesi sem Formaco  ehf. er að vinna að sem verktaki.  Einnig sá Formaco um byggingu á nýju húsnæði Bílvers hér á Akranesi á síðasta ári.   Önnur verkefni sem Formaco ehf. hefur unnið við á þessu ári eru:

  

            Fyrir ITS í Keflavík.

            Fyrir Slökkvistöð Fjarðarbyggðar

            Við áhorfendastúku Dalssmára í Kópavogi.

            Fyrir Íshellu í Hafnarfirði

            Við byggingu að Tunguhálsi í Reykjavík.

  

Ofangreindir Litháar  voru ekki tilkynntir til yfirvalda í samræmi við lög og reglur og eru ekki komnir með íslenska kennitölu.  Einnig hefur ekki verið staðið skil á lögbundnum skattgreiðslum né gjöldum í samræmi við íslenska skatta- og vinnuréttarlöggjöf.

  

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum mun undirritaður fúslega veita þær. Jafnframt er kunnugt um að Vinnumálastofnunin hefur verið að vinna að því að upplýsa málið.

 

Virðingarfyllst,

 

_____________________________________

Vilhjálmur Birgisson, formaður

Sunday, 03 June 2007 00:00

Sjómenn til hamingju með daginn

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness óskar sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.  Í dag tilheyra tæplega 200 sjómenn sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness og hefur þeim því miður farið nokkuð fækkandi vegna samdráttar í aflaheimildum hér á Akranesi á undanförnum árum.

Sem dæmi þá má nefna að horfið hafa um 1500 þoskígildistonn héðan frá Akranesi á undanförnum 10 árum sem gerir það eðlilega að verkum að sjómönnum hefur fækkað jafn og þétt. 

Það er öllum ljóst að það voru og eru íslenskir sjómenn sem hafa skapað þau góðu lífskilyrði sem við Íslendingar búum við, það er eitthvað sem við megum aldrei gleyma.

Við hátíðarmessu í morgun var Örn Helgason vélstjóri til margra ára á skipum Haraldar Böðvarssonar heiðraður fyrir sín góðu störf í þágu sjávarútvegs á liðnum áratugum.

Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá lagði Verkalýðsfélag Akraness fram kæru á hendur fyrirtækinu Formaco á föstudaginn sl. 

Formaður félagsins hefur verið í nánu sambandi við Vinnumálastofnun varðandi þetta mál og hefur félagið t.d. komið öllum þeim upplýsingum sem félagið hefur aflað sér til Vinnumálastofnunar.  Fram kemur í viðtali við Unni Sverrisdóttur, lögfræðing Vinnumálastofnunar, í DV í gær að stofnunin hafi í raun hvatt VLFA til að leggja fram kæru á hendur Formaco á þeirri forsendu að fyrirtækið hefur ekki skráð starfsmenn sína eins og lögin kveða á um.  Lögfræðingur Vinnumálastofnunar segir í þessu sama viðtali að það virðist margt vera dularfullt hjá þessu fyrirtæki og ekkert nema gott að lögreglan skoði hugsanleg lögbrot aftur í tímann.

Vissulega er það rétt að Vinnumálastofnun taldi fulla ástæðu að lögð yrði fram kæra í þessu máli og málið rannsakað af lögreglu.   Verkalýðsfélag Akraness hefur og mun berjast af fullri einurð fyrir því að farið sé eftir þeim leikreglum sem eiga að gilda á íslenskum vinnumarkaði. 

Þessi afstaða lögmanns Vinnumálastofnunar til kærunar sýnir svo ekki verður um villst að Vinnumálastofnun er sammála VLFA um að Formaco hafi að öllum líkindum brotið lög er varða atvinnuréttindi útlendinga.

Lögreglan á Akranesi er byrjuð að rannsaka þetta mál og mun hún gera það í fullri samvinnu við Vinnumálastofnun.  Það er stefna stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að taka fast á þeim málum er lúta að félagslegum undirboðum á okkar félagssvæði og er óhætt að fullyrða að fá ef nokkur stéttarfélög hafa tekið þessi mál jafn föstum tökum og VLFA. 

Wednesday, 06 June 2007 00:00

Fiskveiðistjórnunarkerfið ekki að virka

Í ályktun Framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands  frá 23. maí s.l. var þess krafist  að unnið verði að markvissri stefnumörkun um atvinnuöryggi verkafólks í fiskvinnslu, þannig að geðþóttaákvarðanir kvótaeigenda geti ekki lagt lífsgrundvöll fjölda manns í rúst í einum vettvangi.

Ályktunin var gerð í tilefni af því að atvinnulífi Flateyringa og hagsmunum fiskvinnslufólks var þar ógnað. Við vorum minnt á, að við höfum í reynd enga tryggingu fyrir því að íslenskirkvótaeigendur landi ekki afla sínum annars staðar, jafnvel í útlöndum eins og þeim er heimilt. En sjaldan er ein báran stök. Nú blasir enn eitt vandamálið við fiskvinnslunni, sem eru tillögur Hafrannsókarstofnunar um allt að 30% niðurskurð á aflaheimildum. Það er ljóst að slíkur niðurskurður mun hafa víðtæk áhrif, einkum í sjávarbyggðunum.

Knýi nauðsyn fiskverndarsjónarmiða til niðurskurðar á afla, eins og vísindamenn leggja til, verður að tryggja, með öllum ráðum, að það bitni sem minnst á fiskvinnslu innanlands og það er hægt. SGS minnir á að verulegur aflahlutur er fluttur í gámum til vinnslu í útlöndum, - vinnslu sem vel er hægt að sinna hér heima!  Því ríður á að stilla saman strengi stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og aðila í sjávarútvegi og vinnslu til þess að koma í veg fyrir atvinnuhrun í sjávarplássunum. Stoppa þarf útflutning á gámafiski og leita leiða til þess að auka veðmæti þess afla sem enn er veiddur hér á landi, m.a. með fullvinnslu innanlands.

Það er skoðun formanns félagsins að það hafi sýnt sig að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er alls ekki að virka eins og til þess var ætlast þegar það var sett á.  Það nægir að skoða hvernig þróunin hefur orðið eftir að kvótakerfið var sett á 1984 en þá var heimilt að veiða um 230 þúsund tonn af þorski en nú hafa komið tillögur frá Hafró um að fiskveiðiheimildir verði einungis 130 þúsund tonn á komandi fiskveiðiári. 

Það sér það hver heilvita maður að umrætt kvótakerfi hefur ekki skilað því sem það átti að gera þ.e.s. byggja upp þorskstofninn.  Á þeim rúmum 20 árum sem kvótakerfið hefur verið við lýði þá hefur þorskkvótinn verðið skertur um tæp 100 þúsund tonn ef farið verður að nýjum tillögum Hafró. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image