• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands var haldinn í gær og ríkti gríðarlegur einhugur og samstaða á fundinum vegna komandi kjarasamninga. 

Á fundinum var farið yfir þær kröfur sem aðildarfélög SGS hafa lagt fram vegna komandi kjarasamninga.  Það var mjög jákvætt hversu mikill samhljómur var í kröfum stéttarfélaganna.  Öll félögin innan SGS leggja ofuráherslu á að stórbæta kjör þeirra sem lægstu hafa launin, og horfa félögin þá til stórhækkunar lágmarkslauna í þeim efnum.

Eins og áður sagði þá ríkti mikill einhugur og samstaða á fundinum og ljóst að formenn SGS vonast til að verulegur árangur náist í að lagfæra kjör þeirra lægst launuðu og þeirra sem ekki hafa notið þess launaskriðs sem verið hefur á undaförnum árum.

Kosin var tíu manna viðræðunefnd við Samtök atvinnulífsins og mun hún á næstu dögum og vikum móta endanlega kröfugerð fyrir Starfsgreinasambandið.  Fyrirhugað er að viðræðunefnd SGS skili inn fullmótaðri kröfugerð til Samtaka atvinnulífsins eigi síðar 15. nóvember.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness var kosinn í áðurnefnda viðræðunefnd.   

Thursday, 25 October 2007 00:00

Framboðslisti stjórnar og trúnaðarráðs

Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs mánudaginn 15. október sl. fór fram kosning um hvaða aðilar skipa framboðslista stjórnar.

Samkvæmt 29. gr. laga félagsins um stjórnarkjör ber að kynna þennan lista á heimasíðu félagsins.

 

Skila skal framboðslistum inn til kjörstjórnar í síðasta lagi 5. nóvember ásamt meðmælendum samkvæmt reglugerð ASÍ um allsherjarkosningar. Berist kjörstjórn ekki aðrir listar telst þessi framboðslisti sjálfkjörinn til næstu tveggja ára.

Framboðslistann má sjá með því að smella á meira.

Aðalstjórn    

Formaður           

Vilhjálmur Birgisson     

050865-5339

Varaformaður

Bryndís Ó. Guðjónsdóttir      

160859-3859

Ritari

Guðmundur R. Davíðsson

150254-4939

Vararitari

Þórarinn Helgason               

200350-4489

Meðstjórnandi

Júlíus Pétur Ingólfsson               

080159-3079

Varameðstjórnandi          

Skúlína Guðmundsdóttir     

310760-3239

                          

Formenn deilda

Stóriðjudeild          

Oddur Kristinn Guðmundsson

060966-4869

Almenn deild

Elí Halldórsson

301246-2699

Opinber deild

Sigríður Sigurðardóttir

280647-4119

Matvæladeild

Guðrún Linda Helgadóttir

100865-5489

Iðnsveinadeild

Sigurður Guðjónsson

170342-4379

Sjómanna- og vélstjórad.

Jóhann Örn Matthíasson

020945-2579

Varaformenn deilda

Stóriðjudeild

Jón Jónsson

131038-4299

Almenn deild

Tómas Rúnar Andrésson

050559-4169

Opinber deild

Guðrún Guðbjartsdóttir

181175-5759

Matvæladeild

Alma M. Jóhannsdóttir

220856-4459

Iðnsveinadeild           

Þórólfur Guðmundsson

230674-4859

Sjómanna og vélstjórad.  

Svavar S. Guðmundsson

050569-3579

Í dag hélt formaður félagsins kynningarfund um réttindi og skyldur fyrir starfsmenn Smellinn. Hjá Smellinn starfa um 90 manns og er 50% þeirra af erlendu bergi brotinn. Flestir eru frá Póllandi og Litháen og þess vegna var fenginn pólskur túlkur frá Alþjóðahúsi til að vera með á fundinum.

Fundurinn var haldinn í náinni samvinnu við starfsmannastjóra Smellins.  Á fundinum fór formaður yfir hin ýmsu réttindamál og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.

Einnig fræddi formaður innlenda sem erlenda félagsmenn um þá þjónustu og réttindi sem þeim bjóðast hjá Verkalýðsfélagi Akraness. Einnig fór formaður yfir mikilvægi þess að hafa trúnaðarmann á vinnustaðnum en nýverið lét trúnaðarmaður félagsins af störfum hjá Smellinn og var ákveðið á fundinum að kjósa nýja trúnaðarmenn sem fyrst. Mæltist formaður til þess að annar trúnaðarmaðurinn yrði af erlendu bergi brotinn í ljósi þess mikla fjölda erlendra starfsmanna sem starfar hjá fyrirtækinu.

Formaður sagði að alltof mörg fyrirtæki væru að misnota erlenda starfsmenn sem hingað kæmu til starfa og upplýsti formaðurinn að VLFA hefði innheimt um 6 milljónir vegna félagslegra undirboða á erlendum félagsmönnum.  Formaðurinn hvatti erlendu starfsmennina til að láta félagið vita ef þeir vissu til þess að verið væri að brjóta á samlöndum þeirra í starfi.

Formaður er afar ánægður með þá stefnu sem Smellinn hefur haft á undanförnum árum en þeir leggja mikla áherslu á að vera í góðu samstarfi við stéttarfélagið og vilja í hvívetna fara eftir þeim leikreglum sem í gildi eru á íslenskum vinnumarkaði.

Það er alveg óhægt að fullyrða að fundurinn í dag heppnðist mjög vel í alla staði.  Mörg fyrirtæki hér á landi mættu taka starfsmannastefnu Smellinn sér til fyrirmyndar því það er afar jákvætt  þegar fyrirtæki óska eftir því við stéttarfélagið að það upplýsi starfsmenn um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði og það í vinnutíma.

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands kynntu fulltrúum Samtaka atvinnulífsins meginmarkmið SGS vegna komandi kjarasamninga.

Helstu markmið SGS í komandi kjarasamningum eru eftirfarandi:  Tryggð verði kaupmáttaraukning og efnahagslegur stöðugleiki, stór- hækkun lægstu launa og launaþróunartrygging.

 

Stórbæta verður kjör þeirra sem lægst hafa launin og að kaupmáttur þeirra, sem setið hafa eftir í launaþróuninni, hækki umtalsvert meira en annarra. Samið verði um að taxtar verði færðir nær greiddu kaupi og öryggisnetið þar með gert tryggara. Starfsgreinasambandið vill að samið verði til tveggja ára um almennar launahækkanir sem tryggi verkafólki kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu.

Bæta  þarf veikinda-, slysa- og örorkuréttindi. Vísað er til ályktunar þings Starfsgreinasambandsins því sambandi, sem fagnaði hugmyndum um ,,nýtt kerfi veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði” sem jákvæðu og mikilvægu framlagi til jöfnunar á veikindarétti félagsmanna aðildarfélaga sambandsins og einu mikilvægasta framfaraspori í þessum efnum um langt skeið. Jöfnun lífeyrisréttinda og aukin tryggingavernd hafa um árabil verið og eru enn markmið á vettvangi kjaramála sambandsins.

 

Önnur markið Starfsgreinasambandsins eru aukin framlög atvinnurekenda í fræðslusjóði. Aukin vernd  launafólks við uppsagnir og að kynbundnum launamun verði eytt.

Monday, 03 September 2007 00:00

Kennitölulausir í yfir 300 daga

Eins og fram kom í Fréttablaðinu á sunnudaginn þá hyggst Ragnar Jóhannsson eigandi Formaco ehf stefna Verkalýðsfélagi Akraness fyrir meiðyrði.  En Verkalýðsfélag Akraness kærði umrætt fyrirtæki til lögreglunar vegna grunsemda um að Lithár sem starfa hjá Formaco væru ekki skráðir hér á landi eins og lög kveða skýrt á um.

Rétt er að geta þess að lögfræðingur Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir hvatti Verkalýðsfélag Akraness til að kæra áðurnefnt fyrirtæki vegna sterkra grunsemda um brot á lögum.  Í viðtali við DV í júní sagði lögmaður Vinnumálastofnunar m.a. “það blasir við að fyrirtækið hefur ekki sinnt skráningum eins og því ber að gera.  Málið lítur þannig út að það vanti allt yfir þessa starfsmenn en við vitum ekki hversu langt aftur í tímann þetta nær.  Einnig sagði lögmaður Vinnumálastofnunar þetta. “Við erum í samstarfi með verkalýðshreyfingunni um að leysa þetta mál og hvöttum við fulltrúa þeirra í sjálfu sér til að kæra.  Það er margt sem virðist vera mjög dularfullt þarna og allt í lagi að lögreglan skoði hugsanleg lögbrot aftur í tímann.

Vinnumálastofnun skoðaði málið og kom þá í ljós að fyrirtækið var með 27 erlenda starfsmenn sem ekki höfðu kennitölur né dvalarleyfi.  Einungis 6 af 27  Litháunum voru skráðir hjá Vinnumálastofnun, hins vegar var enginn þeirra með  kennitölu né dvalarleyfi.  Einnig hefur félagið sterkar grunsemdir um að ekki hafi verið borguð opinbergjöld af mönnum.  Gögn sem Vinnumálastofnun, lögreglan og Verkalýðsfélag Akraness hafa undir höndum staðfesta þessar grunsemdir.

Þó svo að þessar upplýsingar liggi fyrir þá heldur eigandi Formaco því fram í Fréttablaðinu á sunnudaginn að fyrirtækið hafi farið í einu og öllu að lögum vegna áðurnefndra starfsmanna.

Verkalýðsfélag  Akraness hefur fjallað um þetta mál nokkrum sinnum hér á heimasíðunni og ætið bent á að fyrirtækið hafi ekki skráð Litháanna eins og lög kveða skýrt á um.  Staðreyndir þessa máls eru:  Formaco var eða er með erlenda starfsmenn í vinnu sem ekki hafa kennitölur og dvalarleyfi hér á landi.

Kæran var lögð fram 1. júní og þremur mánuðum seinna eða nánar tilgetið 31. ágúst voru Litháarnir ekki ennþá komnir með kennitölur og með ólíkindum ef Vinnumálastofnun mun láta það viðgangast öllu lengur.  Formaður skorar einnig á skattayfirvöld að taka hart á þeim fyrirtækjum sem reyna að koma sér undan því að greiða opinbergjöld af erlendu vinnuafli.

Verkalýðshreyfingin hefur ríka eftirlitsskildu með íslenskum vinnumarkaði og á þeirri forsendu ákvað VLFA að kæra umrætt fyrirtæki.  Heiðarleg fyrirtæki sem fara eftir þeim leikreglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði og greiða þau opinbergjöld sem þeim ber eru ekki samkeppnishæf fyrirtækjum sem koma sér hjá slíku.  Hér eru miklir hagsmunir fyrir allt samfélagið og ekki síst fyrir almennt verkafólk.

Verkalýðsfélag Akraness hræðist ekki að fá stefnu frá fyrirtæki sem hefur gerst jafn brotlegt hinum ýmsu lögum er lúta að íslenskum vinnumarkaði, svo mikið er víst.

Wednesday, 05 September 2007 00:00

Allsherjar úttekt á Íslenskum vinnumarkaði

Koma þarf í veg fyrir félagsleg undirboðKoma þarf í veg fyrir félagsleg undirboðÞað er mat formanns Verkalýðsfélags Akraness að herða þurfi stórlega eftirlit með þeim fyrirtækjum sem eru með erlent vinnuafl í sinni þjónustu.  Því miður hefur sagan sýnt okkur svo ekki verður um villst að til eru fyrirtæki sem eru alls ekki að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.

Það þarf að gera víðtæka úttekt á þeim fyrirtækum sem eru með erlenda starfsmenn í sinni þjónustu.  Best væri að verkalýðshreyfingin ásamt starfsmönnum Vinnumálastofnunnar myndu framkvæma slíka úttekt og yrði slík úttekt framkvæmd með því að fara og heimsækja þau fyrirtæki sem eru með erlenda starfsmenn í vinnu.

Í slíkri úttekt yrði kannað hvort viðkomandi starfsmenn hafi verið skráðir eins og lög kveða á um og hvort verið sé að greiða laun eftir þeim kjarasamningum sem hér gilda.  Í slíkri allsherjar úttekt væri hægt að útrýma þeim félagslegum undirboðum sem því miður hafa verið alltof algeng á íslenskum vinnumarkaði á síðustu misserum.  Félagsleg undirboð sem sum fyrirtæki ástunda gjaldfella launakjör hjá íslensku verkafólki, við því verður að bregðast af fullri hörku.

 

Það eru gríðarlegir hagsmunir hér í húfi fyrir íslenskt samfélag.  Það er alvitað að hundruðir ef ekki þúsundir erlendra starfsmanna eru hér að störfum án þess að hafa verið skráðir hér á landi með lögformlegum hætti.  Dæmin sýna einnig að alltof mörg fyrirtæki hafa ekki sótt um kennitölur fyrir sína starfsmenn og þar af leiðandi eru ekki greidd opinbergjöld af þeim starfsmönnum.

Það er því ljóst að íslenskt samfélag verður að töluverðum fjármunum þegar fyrirtæki koma sér hjá því að greiða til hins opinbera eins og lög kveða á um.  Heiðarleg fyrirtæki eru einfaldlega ekki samkeppnishæf gagnvart þeim fyrirtækjum sem koma sér hjá því að greiða þau opinberugjöld sem þeim ber.

Verkalýðsfélag Akraness hefur átt nokkuð gott samstarf við Vinnumálastofnun hvað varðar öflun gagna tengt erlendu vinnuafli.  Hins vegar er formaður félagsins afar ósáttur með að Vinnumálastofnun hefur ekki verið tilbúin að grípa til þeirra refsinga sem hún hefur samkvæmt lögunum, þegar sannast hefur að fyrirtæki hefur gerst brotlegt.

Vinnumálastofnun verður að senda skýr skilaboð út á vinnumarkaðinn að brot á skráningum og félagslegum undirboðum verða ekki liðin á íslenskum vinnumarkaði lengur.

Félagsmálaráðherra vill að Vinnumálastofnun sendi skýr skilaboð um að lögbrot verða ekki liðinFélagsmálaráðherra vill að Vinnumálastofnun sendi skýr skilaboð um að lögbrot verða ekki liðinEins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá telur formaður Verkalýðsfélags Akraness að gera þurfi allsherjar úttekt á fyrirtækjum sem eru með erlenda starfsmenn í sinni þjónustu.

Það var því afar ánægjulegt að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skuli hafa í fréttum í gær boðað stórhert eftirlit með skráningum, réttindum, kjörum og aðbúnaði erlends vinnuafls og vill ráðherra einnig að Vinnumálastofnun sendi skýr skilaboð um að lögbrot verði ekki liðin.

Formaður VLFA veit fyrir víst að félagsmálaráðherra mun ekki líða þau lögbrot og félagslegu undirboð sem ríkt hafa á íslenskum vinnumarkaði undafarin tvö til þrjú ár.

Fram kom hjá ráðherranum að áætlað sé að 1000-2000 erlendir starfsmenn séu án skráningar hjá Vinnumálastofnun.  Sú tala miðast við þá sem fengið hafa kennitölur hjá Þjóðskrá en hafa ekki verið skráðir hjá Vinnumálastofnun eins og lög kveða á um.  Hins vegar hefur enginn hugmynd um hversu margir erlendir starfsmenn eru hvorki með kennitölu né skráðir hjá Vinnumálastofnun.  Það er erfitt að segjaum það hversu margir erlendir starfsmenn eru að störfum án kennitalna hér á landi en dæmin að undanförnu sýna að sá fjöldi getur vel verið á annað þúsund starfsmanna.

Verkalýðsfélag Akraness er margbúið að benda á að eftirliti sé verulega ábótavant og t.d. í umsögn félagsins til félagsmálanefndar Alþingis vegna frumvarps um frjálsa för launafólks frá nýjum aðildarríkjum EES lagði félagið eftirfarandi til:

Viðkomandi stéttarfélag fái skýra heimild til þess að afla gagna hjá atvinnurekendum sem hafa erlent vinnuafl í sinni þjónustu, t.d. ráðningarsamninga, tímaskriftir og launaseðla og það án þess að grunur um brot sé til staðar. Reynslan sýnir að erlent starfsfólk veit almennt lítið um réttindi sín á íslenskum vinnumarkaði og veigrar sér við að leita aðstoðar verkalýðsfélaganna. Dæmin sanna einnig að einstaka atvinnurekendur hafa nýtt sér þessa vankunnáttu. Ljóst er að á stéttarfélögum hvílir skylda til að tryggja að á félagssvæði þeirra sé unnið samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum og hafa þau víðtæka hagsmuni af því að svo sé gert. Er með öllu óskiljanlegt ef ekki er vilji til að notfæra sér þessa eftirlitsleið. Stéttarfélögin hafa á að skipa starfsfólki með víðtæka reynslu í túlkun kjarasamninga og með þekkingu á hinum ýmsu sérkjarasamningum sem í gildi eru. Er hins vegar ólíklegt nema með stórauknu fjárframlagi að Vinnumálastofnun geti sinnt ætluðu eftirlitshlutverki sínu.

Formaður er algerlega sammála félagsmálaráðherra í því að Vinnumálastofnun eigi að senda skýr skilaboð út á vinnumarkaðinn um að lögbrot og félagsleg undirboð verði ekki liðin, reyndar hefði stofnunin átt að vera löngu búin að senda umrædd skilaboð út á vinnumarkaðinn.  Formaður hefur margoft rætt það við starfsmenn Vinnumálastofnunar að taka eigi hart á þeim lögbrotum sem upp koma.  Því miður hefur stofnunin sýnt alltof mikla linkind í þessum málum hingað til, en allt bendir til að breyting sé að verða þar á, þökk sé félagsmálaráðherra.

Hægt er að lesa umsagnir Verkalýðsfélags Akraness til félagsmálanefndar með því smella hérHér er önnur umsögn sem félagið sendi félagsmálanefnd.

Formaður félagsins mun funda með aðstoðarmanni félagsmálaráðherra og Gissurri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar kl. 10:30 í dag. Ásamt formanni félagsins mun Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ, sitja fundinn.

Tilefni fundarins eru mál er lúta að fyrirtækjum sem eru með erlenda starfsmenn á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. Eins og fram hefur komið á heimasíðu félagsins þá hefur félagið verið að vinna að nokkrum málum þeim tengdum að undanförnu.

Verkalýðsfélag Akraness er t.a.m. mjög óánægt með hversu mikla linkind Vinnumálastofnun hefur sýnt t.d. í máli tengdu Formaco og mun það mál meðal annarra mála verða til umræðu á þessum fundi

Wednesday, 12 September 2007 00:00

Kallað verður eftir gögnum frá Formaco

Eins fram kom hér á heimasíðunni í gær þá fundaði formaður félagsins, ásamt Halldóri Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóra ASÍ, með aðstoðarmanni félagsmálaráðherra, lögmanni Vinnumálastofnunar og forstjóra Vinnumálastofnunar í gærmorgun.  

Tilefni fundarins var eins og áður hefur komið fram málefni er lúta að fyrirtækjum sem eru með erlenda starfsmenn í sinni þjónustu en aðallega var mál er tengist fyrirtækinu Formaco til umfjöllunar á fundinum. Verkalýðsfélag Akraness kærði áðurnefnt fyrirtæki til lögreglunnar þann 1. júní sl. vegna hinna ýmsu brota sem lúta m.a. að skráningu á erlendu vinnuafli.

Fundurinn var mjög góður og gagnlegur og algjörlega ljóst, miðað við fyrirliggjandi gögn, að fyrirtækið Formaco hefur ekki verið að fara eftir þeim lögum og reglum er gilda á íslenskum vinnumarkaði og lúta að erlendu vinnuafli.

Fram kom á fundinum að kallað yrði eftir ítarlegum skýringum frá Formaco, ásamt litháenska fyrirtækinu Statinu Statybos Centras (SSC) sem Formaco leigir erlenda starfsmenn af, verði krafið skýringa á hinum ýmsu atriðum sem lúta að skráningu og öðru slíku. Formaður gagnrýndi Vinnumálastofnun harðlega á umræddum fundi, sérstaklega í ljósi þess að ekki er komin niðurstaða í þetta mál þó svo að liðið sé á fjórða mánuð frá því VLFA lagði fram kæru á hendur fyrirtækinu.

Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Hrannar B Arnarsson lætur hafa eftir sér í dag í DV að margt sé óunnið í máli Formaco og að fyrirtækið beri klárlega einhverja ábyrgð í þessu máli.  Hrannar segir einnig að Formaco verði krafið ítarlegri skýringa og gengið verði hart í að afla svara frá fyrirtækinu.  Þessum ummælum fagnar formaður VLFA.

Ekki má gleyma því að það var Vinnumálastofnun sem hvatti VLFA eindregið til að kæra fyrirtækið fyrir brot á skráningum erlendra starfsmanna þess. Nú telur formaður víst að Vinnumálastofnun muni fara í þetta mál af festu og einurð, sérstaklega vegna fyrirliggjandi gagna og niðurstaða í þetta mál ætti því að vera komin fljótlega.

Formaður félagsins var í viðtali í morgun hjá Gísla S Einarssyni fréttamanni í þættinum Morgunvaktin.

Formaðurinn fór víða í umræddu viðtali t.d. voru komandi kjarasamningar, félagsleg undirboð og mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar til umræðu. 

Hægt er að hlusta á viðtalið við formann félagsins með því að smella á Morgunvaktin

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image