• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Monday, 09 August 2004 00:00

Hægt að skoða myndir á heimasíðunni

Félagsmenn skoðið nýjar myndir sem við höfum sett inn á heimasíðuna, sem teknar hafa verðið  af  félagsmönnum, gestum og við hin ýmsu tækifæri.  Starfsmenn félagsins munu sjá um að taka myndir af félagsmönnum við hin daglegu störf og aðra viðburði sem tengjast félaginu.  Er þetta einn liður í að gera heimasíðuna eins virka, áhugaverða og gagnlega eins og kostur er.  Smellið á myndir.

Published in Fréttir

Verkalýðsfélag Akraness hélt kynningu á starfssemi félagsins fyrir 16 ára unglinga í dag.  Það voru 40 unglingar sem hlustuðu með athygli á formann félagsins fara yfir hverjar skyldur og réttindi atvinnurekenda væru gagnvart launamönnum, og eins hverjar skyldur launþegans væru gagnvart vinnuveitandanum.  Eins sagði formaður félagsins frá hvaða þjónustu félagið býður upp á  fyrir fullgilda félagsmenn.  Stjórn félagsins bauð síðan krökkunum uppá grillaðar pylsur og gos með.

Stjórn félagsins vill þakka Einari Skúlasyni forstöðumanni Arnardals kærlega fyrir að hafa gert okkur kleift að halda þessa kynningu sem verður að öllum líkindum gerð að árvissum atburði hér eftir.

Published in Fréttir

Verkalýðsfélag Akraness og Sveinafélagið gengu frá samkomulagi við forstjóra Íslenska járnblendifélagsins í gær.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu lögmanns verkalýðsfélags Akraness.  Til fundarins mættu fyrir hönd IJ Johan Svensson forstjóri Helgi Þórhallsson aðstoðarforstjóri og lögmaður IJ Ólafur Garðarsson hrl.  Í fundargerð frá fundinum segir að fundarefnið hafi verið að finna lausn á deilu um hlutdeild starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins í hagnaði vegna ársins 2003.  Forsvarsmenn ÍJ samþykktu að greiða starfsmönnum 6.7 milljónir vegna hlutdeildar í hagnaði, og er það í fullu samræmi við bókun sem starfsmenn IJ gerðu í maí 1997 vegna kjarasamnings sem þá var gerður.

 

Fulltrúar Íslenska járnblendifélagsins létu þess sérstaklega getið að greiðsla þessi fæli ekki í sér neina viðurkenningu á rétti starfsmanna til hlutdeildar í hagnaði félagsins og hefur að mati félagsins ekkert fordæmisgildi  Er greiðslan innt af hendi vegna góðrar afkomu fyrirtækisins á árinu 2003. og til að viðhalda góðri samvinnu við starfsfólk fyrirtækisins og greiða fyrir komandi kjarasamningum.  Kom fram hjá fulltrúum Íslenska járnblendifélagsins að greiðslur tengdar hagnaði þekkjast ekki nú hjá Elkem.

 

Fram kom hjá lögmanni verkalýðsfélags Akraness að verði hagnaður vegna ársins 2004. þá munu verkalýðsfélagið og sveinafélagið gera kröfu um hlutdeild í hagnaði á grunvelli bókunar frá árinu 1997.  Því það er alveg á hreinu að félöginn telja að bókunin fá 1997. sé klárlega hluti að kjarasamningi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins.  Er stjórn verkalýðsfélags Akraness afar stolt af því hvernig þetta mál leystist farsællega fyrir okkar félagsmenn.

Published in Fréttir
Tuesday, 03 August 2004 00:00

Láttu ekki plata þig!

Nokkuð ber á því að, einkum ungu fólki, sé ekki greitt kaup samkvæmt kjarasamningi. Þetta á helst við um tímabundna vinnu í veitinga- og gistiþjónustu, þegar ferðafólk streymir til landsins. Algengt er að greitt sé fast “jafnaðarkaup” á tímann eða dagkaup meðan skorpan varir.

 

Þessu fylgir oft mikil vinna og langar tarnir. Samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins  á sviði veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða gilda reglur um lágmarkskjör. Samningurinn, sem er aðgengilegur hér á síðunni (kjaramál) tekur m.a. til virks dagvinnutíma á viku, eða 37,5 tíma. Þegar unnið er á vöktum þarf að skipuleggja vaktirnar. Greiða þarf sérstak vaktaálag á tímakaup, 45% fyrir kl. 08:00 á morgnana og um helgar, laugardaga og sunnudaga og 33% álag frá kl. 17:00 – 24:00 aðra daga. Vinna umfram 37,5 tímana og vinna í matar og kaffitímum ber að greiða með yfirvinnu auk þess sem stundum eiga starfsmenn rétt á sérstökum frítökurétti og lágmarkshvíld. Það virðist allt of algengt að hið svokallaða jafnaðarkaup nái ekki umsömdu lágmarkskaupi þegar allt er talið. Það er því full ástæða til þess að hvetja starfsmenn til að hafa samband við viðkomandi stéttarfélög ef minnsti vafi leikur á að um rétt kaup geti verið að ræða. 

Published in Fréttir

Orlofsuppbót á að greiðast þegar starfsmenn fara í orlof, en þó eigi síðar en 15. ágúst. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa mótað sér þá reglu að greiða hana út í byrjun sumars, t.d. með launaútborgun 1. júní ár hvert. 

Mikilvægt er að félagsmenn og launagreiðendur átti sig á réttindum sumarstarfsmenna, almennt eiga þeir rétt á orlofsuppbót í vor ef þeir störfuðu í 12 vikur eða meir s.l. sumar. Í tilvikum sumarstarfsmanna er þó lagt til að orlofs- og desemberuppbót sé gerð upp við þá við starfslok á haustin.
Starfsmenn sem fara í fæðingarorlof, hætta vegna veikinda eða aldurs fá einnig greidda hlutfallslega orlofsuppbót í samræmi við starfstíma þeirra. Hjá þessum aðilum er þó enginn áskilinn lágmarks starfstími og þegar starfsmaður hefur unnið hjá fyrirtæki í eitt ár fær hann einnig orlofsuppbót fyrir þá mánuði sem hann er í fæðingarorlofi. 

Published in Fréttir

Lögmaður Verkalýðsfélags Akraness mun eiga fund með forstjóra, aðstoðarforstjóra, og lögmanni Íslenska járnblendifélagsins á þriðjudaginn 3. ágúst kl 15:00.  Tilefni fundarins verður að reyna til þrautar að ganga frá samkomulagi sem lýtur að greiðslu hlutdeildar í hagnaði ársins 2003 til starfsmanna ÍJ.

Published in Fréttir

Nýr starfsmaður hefur hafið störf á skrifstofu félagsins nýji starfsmaðurinn heitir Auður Finnbogadóttir og var áður launafulltrúi hjá Haraldi Böðvarssyni, en þar hafði hún starfað í ein 28 ár. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness býður Auði hjartanlega velkomna til starfa fyrir félagið.

Published in Fréttir

Verkalýðsfélag Akraness hefur gert samkomulag við forsvarsmenn HB-Granda, fyrir þá starfsmenn sem nú eru við störf í síldarbræðslunni.  Var samkomulagið kynnt á starfsmannafundi í gærkveldi, og lýstu starfsmenn yfir mikilli ánægju með hvernig Verkalýðsfélag Akraness hefði unnið í þessu máli fyrir starfsmenn síldarbræðslunnar.  Hver starfsmaður sem nú er í starfi mun fá eingreiðslu uppá 89 þúsund krónur, það varð líka að samkomulagi að starfsmenn ættu rétt á 13 daga auka orlofi.   

Ennfremur var ágreiningur um álagsgreiðslu til tveggja starfsmanna sem unnu við tankavinnu, leystist það mál líka með samkomulagi og mun þeir fá eingreiðslu fyrir tankavinnuna.  Vill stjórn félagsins þakka þeim Sturlaugi Sturlaugssyni forstjóra og Guðmundi Páli Jónssyni starfsmannastjóra HB-Granda sem og starfsmönnum síldarbræðslunnar kærlega fyrir að hægt hafi verið ljúka þessu leiðindamáli sem staðið hefur yfir í mörg ár, með von um að allir þeir sem að þessu máli hafa komið snúi bökum saman og vinni sem ein heild svo fyrirtækið megi vaxa og dafna.

 

Published in Fréttir

Fundinn í gær sátu formenn Verkalýðsfélags Akraness og Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi auk þeirra trúnaðarmanna félaganna hjá Íslenska járnblendifélaginu ehf. sem áttu heimangengt.  Krafa félaganna um greiðslu ágóðahluta til handa starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins var rædd sem og formlegt svar Íslenska

járnblendifélagsins frá 9. júlí sl.  

Á fundinum var áréttuð sú skoðun stjórna félaganna, sem og þeirra félagsmanna sem hafa tjáð sig um málið, að bókun stjórnar Íslenska járnblendifélagins  í maí 1997 hafi verið forsenda fyrir gerð kjarasamnings 1997 sem og framlengingu hans árið 2001. Hafa starfsmenn litið á greiðslu væntanlegs ágóðahlutar sem lið í sínum launakjörum og  því ljóst að Verkalýðsfélag Akraness mun leita allra tiltækra leiða til að fá viðurkenningu á þessum rétti félagsmanna sinna.

 

Fram kom á fundinum að þrátt fyrir synjun í  áðurnefndu bréfi  Íslenska járnblendifélagsins frá 9. júlí, þá hefur það   komið fram í máli  aðstoðarframkvæmdastjóra IJ við lögmann félagsins og aðaltrúnaðarmann IJ að vilji sé til mæta kröfum starfsmanna.  Á fundinum var samþykkt að fela lögmanni Verkalýðsfélags Akraness láta á það reyna hvort lausn náist á málinu án afskipta dómstóla, var lögmanninum falið að fá fund með forráðamönnum Íslenska járnblendifélagins hf. hið fyrsta.   Var jafnframt, með hliðsjón af þeim tíma sem mál þetta hefur þegar tekið og að skammt er til undirbúnings kjarasamnings aðila, samþykkt að fela lögmanni Verkalýðsfélagsins að undirbúa málsókn á hendur Íslenska járnblendifélaginu ehf. ef ekki fæst fundur með félaginu á næstu dögum eða ef málið leysist ekki á slíkum fundi.

 

Ákveðið hefur verið að lögmaður Verkalýðsfélags Akraness fundi með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins 3. ágúst.  Það liggur alveg ljóst fyrir að það verður lokatilraun af okkar hálfu til að leysa málið án afskipta dómstóla.

Published in Fréttir

Vikan 16. til 23. júlí í Súðavík er nú laus til útleigu, kr. 12.000.  Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, síminn er 430-9900. 

Published in Fréttir

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image