• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Jul

Ára löngum deilum um túlkun á kjarasamningi lokið í síldarbræðslunni

Verkalýðsfélag Akraness hefur gert samkomulag við forsvarsmenn HB-Granda, fyrir þá starfsmenn sem nú eru við störf í síldarbræðslunni.  Var samkomulagið kynnt á starfsmannafundi í gærkveldi, og lýstu starfsmenn yfir mikilli ánægju með hvernig Verkalýðsfélag Akraness hefði unnið í þessu máli fyrir starfsmenn síldarbræðslunnar.  Hver starfsmaður sem nú er í starfi mun fá eingreiðslu uppá 89 þúsund krónur, það varð líka að samkomulagi að starfsmenn ættu rétt á 13 daga auka orlofi.   

Ennfremur var ágreiningur um álagsgreiðslu til tveggja starfsmanna sem unnu við tankavinnu, leystist það mál líka með samkomulagi og mun þeir fá eingreiðslu fyrir tankavinnuna.  Vill stjórn félagsins þakka þeim Sturlaugi Sturlaugssyni forstjóra og Guðmundi Páli Jónssyni starfsmannastjóra HB-Granda sem og starfsmönnum síldarbræðslunnar kærlega fyrir að hægt hafi verið ljúka þessu leiðindamáli sem staðið hefur yfir í mörg ár, með von um að allir þeir sem að þessu máli hafa komið snúi bökum saman og vinni sem ein heild svo fyrirtækið megi vaxa og dafna.

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image