• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Aug

Láttu ekki plata þig!

Nokkuð ber á því að, einkum ungu fólki, sé ekki greitt kaup samkvæmt kjarasamningi. Þetta á helst við um tímabundna vinnu í veitinga- og gistiþjónustu, þegar ferðafólk streymir til landsins. Algengt er að greitt sé fast “jafnaðarkaup” á tímann eða dagkaup meðan skorpan varir.

 

Þessu fylgir oft mikil vinna og langar tarnir. Samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins  á sviði veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða gilda reglur um lágmarkskjör. Samningurinn, sem er aðgengilegur hér á síðunni (kjaramál) tekur m.a. til virks dagvinnutíma á viku, eða 37,5 tíma. Þegar unnið er á vöktum þarf að skipuleggja vaktirnar. Greiða þarf sérstak vaktaálag á tímakaup, 45% fyrir kl. 08:00 á morgnana og um helgar, laugardaga og sunnudaga og 33% álag frá kl. 17:00 – 24:00 aðra daga. Vinna umfram 37,5 tímana og vinna í matar og kaffitímum ber að greiða með yfirvinnu auk þess sem stundum eiga starfsmenn rétt á sérstökum frítökurétti og lágmarkshvíld. Það virðist allt of algengt að hið svokallaða jafnaðarkaup nái ekki umsömdu lágmarkskaupi þegar allt er talið. Það er því full ástæða til þess að hvetja starfsmenn til að hafa samband við viðkomandi stéttarfélög ef minnsti vafi leikur á að um rétt kaup geti verið að ræða. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image