• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Jul

Fundað um ágóðahlutdeild starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins

Fundinn í gær sátu formenn Verkalýðsfélags Akraness og Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi auk þeirra trúnaðarmanna félaganna hjá Íslenska járnblendifélaginu ehf. sem áttu heimangengt.  Krafa félaganna um greiðslu ágóðahluta til handa starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins var rædd sem og formlegt svar Íslenska

járnblendifélagsins frá 9. júlí sl.  

Á fundinum var áréttuð sú skoðun stjórna félaganna, sem og þeirra félagsmanna sem hafa tjáð sig um málið, að bókun stjórnar Íslenska járnblendifélagins  í maí 1997 hafi verið forsenda fyrir gerð kjarasamnings 1997 sem og framlengingu hans árið 2001. Hafa starfsmenn litið á greiðslu væntanlegs ágóðahlutar sem lið í sínum launakjörum og  því ljóst að Verkalýðsfélag Akraness mun leita allra tiltækra leiða til að fá viðurkenningu á þessum rétti félagsmanna sinna.

 

Fram kom á fundinum að þrátt fyrir synjun í  áðurnefndu bréfi  Íslenska járnblendifélagsins frá 9. júlí, þá hefur það   komið fram í máli  aðstoðarframkvæmdastjóra IJ við lögmann félagsins og aðaltrúnaðarmann IJ að vilji sé til mæta kröfum starfsmanna.  Á fundinum var samþykkt að fela lögmanni Verkalýðsfélags Akraness láta á það reyna hvort lausn náist á málinu án afskipta dómstóla, var lögmanninum falið að fá fund með forráðamönnum Íslenska járnblendifélagins hf. hið fyrsta.   Var jafnframt, með hliðsjón af þeim tíma sem mál þetta hefur þegar tekið og að skammt er til undirbúnings kjarasamnings aðila, samþykkt að fela lögmanni Verkalýðsfélagsins að undirbúa málsókn á hendur Íslenska járnblendifélaginu ehf. ef ekki fæst fundur með félaginu á næstu dögum eða ef málið leysist ekki á slíkum fundi.

 

Ákveðið hefur verið að lögmaður Verkalýðsfélags Akraness fundi með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins 3. ágúst.  Það liggur alveg ljóst fyrir að það verður lokatilraun af okkar hálfu til að leysa málið án afskipta dómstóla.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image