Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Enn og aftur á að höggva í launþega og krefja þá um að falla frá áður umsömdum launahækkunum á sama tíma og til stendur að greiða arð út úr fyrirtækinu, eins og nú hefur komið í ljós með Orkuveitu Reykjavíkur.
Tugþúsundir Íslendinga, sem skulda húsnæðislán og/eða bílalán í erlendri mynt, urðu fyrir enn einu áfallinu þegar fjármálaráðuneytið birti þjóðhagsspá sína í gær. Samkvæmt henni er ekki gert ráð fyrir að gengi krónunnar styrkist svo nokkru nemi á næstu þremur árum og að gengisvísitalan verði áfram yfir 200 stig. Gengur þetta þvert gegn mati fjölmargra hagfræðinga sem undanfarið hafa talið að “raungengi” krónunnar ætti að vera nær 150 stigum en slíkt hefði getað skipt sköpum fyrir viðkomandi einstaklinga og fyrirtæki.
Gríðarlega jákvæðar fréttir berast nú um hækkun á heimsmarkaðsverði á áli en álverð hefur hækkað um 27% frá því í lok febrúar. Þá var álverðið í sögulegu lágmarki eða í 1.250 dollurum fyrir tonnið en í dag stendur tonnið í 1.585 dollurum.
