Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Tugþúsundir Íslendinga, sem skulda húsnæðislán og/eða bílalán í erlendri mynt, urðu fyrir enn einu áfallinu þegar fjármálaráðuneytið birti þjóðhagsspá sína í gær. Samkvæmt henni er ekki gert ráð fyrir að gengi krónunnar styrkist svo nokkru nemi á næstu þremur árum og að gengisvísitalan verði áfram yfir 200 stig. Gengur þetta þvert gegn mati fjölmargra hagfræðinga sem undanfarið hafa talið að “raungengi” krónunnar ætti að vera nær 150 stigum en slíkt hefði getað skipt sköpum fyrir viðkomandi einstaklinga og fyrirtæki.