Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…



Það er með hreinustu ólíkindum að ekki skuli vera til nein opinber viðmið um lágmarksframfærslu af hálfu hins opinbera. Það kom til dæmis fram í fyrirspurn á Alþingi í vetur til Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, hvort ráðherrann telji að setja eigi opinber viðmið eða lög um lágmarksframfærslu. Í svari ráðherrans kom fram að miklar umræður hafi verið um hvort setja ætti slík viðmið en ekki hafi náðst samstaða um málið. Formaður spyr sig: Hverjir hafa verið að leggjast gegn því að svokölluð viðmið um lágmarksframfærslu verði fundin út hér á landi?
Verkalýðsfélag Akraness hvetur þá félagsmenn sem eru 60 ára eða eldri og hafa verið að fá atvinnuleysisbætur ásamt því að fá greiddan séreignarlífeyrissparnað til að kanna hvort bætur þeirra hafi verið skertar vegna þessa.
Svo mikið annríki hefur verið á skrifstofu félagsins í sumar að starfsfólk skrifstofu man ekki eftir öðru eins. Venjulega fækkar þeim málum sem þarf að sinna yfir sumartímann miðað við aðra árstíma en síðastliðin tvö sumur hefur málafjöldi hins vegar haldist nokkurn veginn óbreyttur þegar kemur fram á sumar.
Vegna forfalla er íbúð félagsins á Akureyri laus vikuna 20.-27. ágúst. Einnig er laust vikuna 30. júlí-6. ágúst í orlofshúsi á Eiðum í nágrenni Egilsstaða.