Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kallar eftir víðtækri samstöðu ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um það að eyða óvissu um hvernig skuli fara með gengistryggðu lánin. Formaður Verkalýðsfélags Akraness spyr: Hvað er forsætisráðherrann að fara með slíkum málflutningi? Er ekki búið að kveða upp dóm í hæstarétti sem kveður skýrt á um hvernig taka eigi á gengistryggðu lánunum? Ætlar þessi ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, velferð og jöfnuð að virða dóm hæstaréttar að vettugi?
Að venju hefur verið mikil aðsókn í orlofshús Verkalýðsfélags Akraness og eru nú allar vikur í þeim 11 orlofshúsum og íbúðum sem félagið býður upp á í sumar að verða bókaðar. Aðeins tvær vikur eru nú lausar og er önnur vikan yfir verslunarmannahelgina (30. júlí-6. ágúst) í orlofshúsi á Eiðum í nágrenni Egilsstaða. Hin vikan er á Akureyri í lok ágúst (20.-27. ágúst). Til að bóka þessar vikur er hægt að hafa samband við skrifstofu í s. 430-9900 eða bóka í gegnum félagavefinn. Fyrstur kemur, fyrstur fær!
Á mánudaginn síðastliðinn hélt formaður Verkalýðsfélags Akraness fund með svokölluðum sérkjaramönnum í Norðuráli. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynnt þessum aðilum að þeir muni ekki fá svokallaða eingreiðslu upp á 150 þúsund krónur sem um samdist í síðustu samningum.