Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Fjórtán félagsmenn úr nokkrum stéttarfélögum hafa sent formönnum stéttarfélaga sem tilheyra Starfsgreinasamband Íslands bréf þar sem fram kemur að þau sé verulega ósátt við afgreiðslu á málefnum fyrrverandi framkvæmdastjóra SGS.
Á skrifstofu félagsins fást ennþá Veiðikort og gistimiðar á Edduhótel og Fosshótel. Útilegukortin eru hins vegar uppseld en verða aftur í boði að ári.
Þann 5. júlí síðastliðinn féll stórundarlegur dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Þórarins Björns Steinssonar gegn Norðuráli og Sjóvá vegna slyss sem hann varð fyrir er hann var að bjarga samstarfskonu sinni sem hafði lent í því að fá 620 kg. stálbita ofan á sig. Þórarinn og samstarfsmaður hans tóku ákvörðun um það að lyfta bitanum ofan af samstarfskonunni til að hægt yrði að ná henni undan. Við þessa hetjulegu björgun varð Þórarinn fyrir alvarlegum bakmeiðslum sem hann hefur átt í síðan slysið átti sér stað og hefur m.a. verið lagður tvívegis inn á sjúkrahús sökum verkja sem rekja má til slyssins.
Rétt í þessu skrifaði formaður félagsins undir kjarasamning við Launanefnd Sveitarfélaga vegna félagsmanna sinna sem starfa hjá Akraneskaupstað og Hvalfjarðasveit. Samningurinn er að mörgu leyti sambærilegur þeim sem um var samið á hinum almenna vinnumarkaði, en reyndar var verið að breyta launatöflu þar sem lífaldurshækkanir voru lagðar af og í staðinn voru tekin upp svokölluð persónuálög.