Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Eins og allir íslenskir launþegar vita þá styttist nú óðfluga í að kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði renni út en það gerist í lok nóvember. Undirbúningur Verkalýðsfélags Akraness að mótun kröfugerðar er nú að hefjast af fullum þunga og hefur stjórn og trúnaðarráð félagsins verið kallað til fundar á næsta mánudag þar sem farið verður yfir hugmyndir að mótun kröfugerðar en stjórn og trúnaðarráð er aðal samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness.
Eins og flestir vita hefur eitt aðalbaráttumál Verkalýðsfélags Akraness síðastliðin 5 ár á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar verið afnám verðtryggingar og að forsendubrestur heimilanna sem varð í kjölfar efnahagshrunsins verði leiðréttur með afgerandi hætti.