Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Formaður félagsins hefur sent öllum formönnum stjórnmálaflokkanna bréf þar sem er óskað er eftir því að formennirnir beiti sér innan síns þingflokks fyrir því að þeir forvarnarstyrkir sem stéttarfélögin veita sínum félagsmönnum verði undanþegnir skatti.
Matvælasvið Starfsgreinasambands Íslands hefur ákveðið að hefja undirbúning að mótun kröfugerðar vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Boðað hefur verið til ráðstefnu á fimmtudag og föstudag í þessari viku á Hótel KEA á Akureyri um málefni fiskvinnslufólks. Ráðstefnan hefst kl. 13:00 á fimmtudag og lýkur um hádegið á föstudeginum. Núverandi kjarasamningar eru lausir um næstu áramót.
Eins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðunni þá sameinuðust Starfsmannafélag Akraneskaupstaðar (STAK) og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um áramótin. Mikil krafa hefur verið frá einstaka aðilum í bæjarstjórn og fyrrverandi stjórn STAK um að launakjör starfsmanna bæjarins skuli strax taka eftir kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.