Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Rétt í þessu var að ljúka samningafundi hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls. Á fundinum lögðu forsvarsmenn Norðuráls fram heildstætt tilboð sem nú er til skoðunar hjá samninganefnd stéttarfélaganna og óskaði ríkissáttasemjari eftir því að ekki yrði fjallað um innihald tilboðsins að svo stöddu opinberlega.
Í gær var haldinn enn einn fundurinn hjá Ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu vegna starfsmanna Norðuráls. Það er mat formanns að lítið hafi þokast áfram hvað varðar aðalmálið sem er launaliðurinn. Vissulega er verið að skoða önnur ágreiningsatriði og reynt að finna lausn á þeim.
Næsti samningafundur hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu Norðuráls verður á mánudaginn kemur. Eins og staðan er núna er formaður félagsins alls ekki bjartsýnn, miðað við þau viðbrögð sem hafa fengist á síðustu samningafundum.