• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com

Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn í dag til að heyra í og svara spurningum starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins vegna nýs kjarasamnings.  Mat formanns eftir þessa vinnustaðafundi, er að það er afar brýnt að starfsmenn kynni sér eins vel og kostur er innihald samnings.  Verkalýðsfélag Akraness vill undirstrika  hversu nauðsynlegt það er að allir starfsmenn séu vel upplýstir um sín launakjör og önnur kjaraatriði sem starfsmenn hafa áunnið sér inn á liðnum árum og áratugum.  Kynningafundir með verkamönnum um nýgerðan kjarasamning verða haldnir dagana þriðjudaginn 8. febrúar og síðan með dagmönnum fimmtudaginn 10. febrúar, báðir fundirnir hefjast kl. 13:30.  Enn og aftur ítrekar Verkalýðsfélag Akraness það við sína félagsmenn að hafa samband ef þeir þurfa að fá skýringar á nýgerðum samningi.

Samningafundur verður haldinn í fyrramálið um nýjan kjarasamning við Norðurál.  Það sem verður til umræðu á fundinum á morgun er vaktafyrirkomulag starfsmanna.  Krafan er skýr frá starfsmönnum það er að fá fimmta vakthópinn inn.  Þessi krafa starfsmanna vegur afar þungt í þessum kjaraviðræðum.  Verkalýðsfélag Akraness hefur undir höndum áskorun frá starfsmönnum á vöktum, þar sem þeir  skora á samninganefnd stéttarfélaganna að tryggja að bætt verði fimmta vakthópnum inn.  Einnig skoruðu starfsmenn á samninganefndina að laun og önnur kjaraatriði verði jöfnuð við starfsmenn Alcan (Ísals).  Eftir þessari áskorun starfsmanna mun Verkalýðsfélag Akraness vinna eftir.

Þingflokkur Miðflokksins hefur óskað eftir að funda með formönnum Verkalýðsfélags Akraness, VR og Eflingar og verður fundurinn haldinn í dag.

Væntanlega verður til umræðu sú staða sem upp er komin í íslenskri verkalýðshreyfingu með tilkomu meirihluta VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar. En það er morgunljóst að með þessum nýja meirihluta innan ASÍ eru komnar fram nýjar áherslur og stefnur og varða þessar áherslubreytingar hin ýmsu mál sem lúta að hagsmunum launafólks.

Það er ljóst að þessi félög vilja kalla eftir verulegum kerfisbreytingum þar sem hagsmunir lágtekju-og millitekjufólks verði hafðir að leiðarljósi og allt verði gert til að auka ráðstöfunartekjur þeirra eins og kostur er. Þessi félög hafa margvíslegar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það og ef það mun kalla á að verkalýðshreyfingin þurfi að fara í róttækar aðgerðir til að knýja þær fram þá eru þessi félög tilbúin að láta kné fylgja kviði til þess.

Það er mat þessara félaga að gera þurfi samfélagssáttmála á okkar forsendum þar sem hagsmunir hins vinnandi manns verði teknir framyfir hagsmuni fjármálakerfisins og þeirrar grímu-og taumlausu græðgisvæðingar sem enn og aftur hefur skotið rótum á meðal margra stjórnenda íslenskra fyrirtækja.

Samningafundur um vaktafyrirkomulag starfsmanna Norðuráls var haldinn í morgun.  Samningsaðilar veltu fyrir sér ýmsum möguleikum á fundinum í morgun með breytingu á vaktafyrirkomulagi starfsmanna Norðuráls í huga.  Eru samningsaðilar að skoða þessi mál hvor í sínu lagi og ætla að funda aftur á miðvikudaginn 9. feb kl. 8:30.

Kynningarfundur um nýgerðan kjarasamning verður haldinn á morgun kl. 13:30 með starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins.  Það verða ofngæslumenn sem verða á fundinum á morgun.  Á fimmtudaginn verður síðan haldinn kynningarfundur með dagmönnum.  Formaður félagsins mun fara mjög ítarlega yfir nýgerðan kjarasamning á þessum kynningarfundum.  Hægt verður að kjósa um samninginn eftir báða fundina, og einnig geta starfsmenn kosið alveg fram til

kl. 12:00 þriðjudaginn 15. febrúar. 

Eins og undanfarin ár þá hefur Verkalýðsfélag Akraness boðið sínum félagsmönnum upp á aðstoð við skattframtalsskil og er áhætt að segja að þessi þjónusta félagsins sé mjög þörf og vel nýtt af félagsmönnum.

Í ár voru það um 200 skattframtöl sem félagið aðstoðaði við en stór hluti þeirra sem óska eftir aðstoð eru erlendir félagsmenn enda eiga þeir eðlilega oft erfitt með að skilja hvað stendur í framtölunum og þurfa því aðstoð. En það eru einnig Íslendingar sem óska eftir þessari aðstoð og eru stjórn og starfsmenn félagsins mjög ánægð með að geta boðið upp á þessa bráðnauðsynlegu þjónustu.

Kynningafundur með ofngæslumönnum um nýgerðan kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið var haldinn í dag í mötuneyti starfsmanna.  Formaður Verkalýðsfélags Akraness fór ýtarlega yfir kjarasamninginn og svaraði þeim spurningum sem starfsmenn Íj lögðu fyrir hann.  Næsti kynningarfundur verður haldinn fyrir dagmenn og verður sá fundur fimmtudaginn 10. febrúar kl. 13:30.  Starfsmenn Íj munu geta kosið um nýgerðan kjarasamning hjá aðaltrúnaðarmanni Íj alveg til kl. 12:00 fimmtudaginn 17. febrúar.

Fundað verður um vaktafyrirkomulag starfsmanna Norðuráls á morgun.  Fundur verður haldinn upp í Norðuráli og hefst kl. 8:30.

Samningafundur var haldinn í morgun vegna vaktafyrirkomulags starfsmanna.   Samningsaðilar eru að reyna að finna lausn á þeirri kröfu starfsmanna um að fá fimmta vakthópinn inn.  Það liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að starfsmenn vilja minnka þetta mikla vinnuálag sem fylgir þessu vaktakerfi sem starfsmenn vinna nú eftir.  Samningsaðilar ræddu tvær hugmyndir um breytingu á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á fundinum í morgun.  Ákvað samninganefnd stéttarfélaganna að  boða til kynningafundar  mánudaginn 14. febrúar kl. 20:15 að Kirkjubraut 40, sem er salur Verkalýðsfélags Akraness.  Á þessum kynningarfundi verða kynntar þær hugmyndir sem stéttarfélögin eru að velta fyrir sér.  Eitt er alveg víst að Verkalýðsfélag Akraness vill heyra hver vilji starfsmanna er í þessu máli, því er mikilvægt að starfsmenn sjái sér fært að mæta og kynna sér þessar hugmyndir.

Kynningafundur verður með starfsmönnum (dagmönnum) á morgun um nýgerðan kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið.  Ljóst er orðið að töluverðrar óánægju gætir hjá starfsmönnum með nokkur atriði í samningnum og lítur það einna helst að róteringu starfsmanna á milli starfsstöðva.  Einnig eru atriði sem tengjast stórauknu álagi á starfsmenn.  Það gætir vissrar reiði meðal starfsmanna sem Verkalýðsfélag Akraness skilur mæta vel.  Það hefur ýmislegt gengið á  á undanförnum árum sem starfsmenn eru ekki á eitt sáttir með, eðlilega.  Það er mat félagsins að sú harða starfsmannastefna sem eigendur Elkem hafa rekið á síðustu 5 árum hefur átt stóran þátt  í þeirri óánægju sem nú ríkir á meðal starfsmanna.   Það verða allir að leggjast á eitt um að endurskapa aftur það jákvæða andrúmsloft sem ríkti  á milli starfsmanna og stjórnenda Íslenska járnblendifélagsins, líkt og var þegar Jón Sigurðsson stjórnaði fyrirtækinu.  Verkalýðsfélag Akraness telur  að bæta þurfi samskipti starfsmanna og stjórnenda allverulega, og það sem fyrst.    Verkalýðsfélag Akraness er svo sannarlega tilbúið að leggja sitt á vogaskálarnar í þeim efnum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image