• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com

Kjarasamningurinn við Íslenska járnblendifélagið var samþykktur með miklum mun.  Talningu lauk rétt í þessu, talningin fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Niðurstaðan úr kosningunni er eftirfarandi:

  • Á kjörskrá voru 97, það greiddu 75 starfsmenn atkvæði eða 77.3%
  • Já sögðu 56 starfsmenn eða 74.6%
  • Nei sögðu 19 starfsmenn eða 25.4%

Verkalýðsfélag Akraness vill þakka aðaltrúnaðarmanni, trúnaðartengiliðum, samninganefndinni og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu starfsmönnum sem lögðu sitt að mörkum til að þessi erfiða kjaradeila myndi leysast.

Nú er rétt rúmt ár liðið síðan aðildarfélög innan  Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði.  Verkalýðsfélag Akraness var eitt af þeim fáu stéttarfélögum innan SGS sem ekki sáu sér fært að undirrita kjarasamninginn 7. mars 2004.  Var það mat Verkalýðsfélag Akraness að þessi samningur væri alltof rýr en heildarkostnaðaráhrif samningsins var 15,7% á samningstímabilinu.  Í kjarasamningum á hinum almenna markaði var gert samkomulag á milli samningsaðila um hver skyldu vera samningsforsendur samningsins.  Orðrétt segir um samningsforsendur samningsins.  ,,Markmið aðila með samningi þessum er að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði, sem hvort tveggja er grundvöllur uppbyggingar og fjölgunar starfa"  Í samræmi við þessi markmið hvílir samningur þessi á eftirfarandi forsendum:

  1. ,,Að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.
  1. Að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í samningnum felast verði almennt stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði.”

Einnig segir í ákvæðinu um samningsforsendur.  ,,Fari svo á samningstímanum að ofangreindar forsendur bregðist geta aðilar samningsins skotið málinu til sérstakar forsendunefndar sem sett verður á fót til að stuðla að framgangi markmiða samningsins og festa forsendur hans í sessi" 

,,Forsendunefndin skal skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum af ASÍ og tveimur af SA og skal hún þegar taka til starfa.  Verkefni hennar er að meta hvort ofangreindar forsendur standist og markmið náist .  Nefndin skal jafnframt leita eftir samstarfi við stjórnvöld um það að fylgjast með þróun sem ógnað geti forsendum samningsins og eftir atvikum setja fram tillögur um viðbrögð þar sem við á

Nefndin skal taka samningsforsendur til sérstakrar skoðunar fyrir 15. nóvember árin 2005 og 2006.  Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að marktæk frávik hafi orðið frá annarri eða báðum ofangreindra forsendna getur annað tveggja gerst.  Ef samkomulag næst í nefndinni um viðbrögð getur hún úrskurðað að samningurinn haldi gildi sínu, að teknu tilliti til niðurstöðu nefndarinnar.  Ef ekki næst samkomulag um viðbrögð er samningurinn uppsegjanlegur af hálfu samningsaðila.  Uppsögn skal ákveða fyrir 10. desember og telst samningurinn þá vera laus frá næstkomandi áramótum að telja"

 Það er mat Verkalýðsfélag Akraness að samningsforsendur séu klárlega brostnar og rúmlega það.  Samningsforsendurnar eru eftirfarandi:

  1. Að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands sem er 2,5% verðbólga á ársgrundvelli. 
    • Nú réttu ári eftir samninga er verðbólgan komin í 4,7%  Fátt sem bendir til á þessari stundu að verðbólga sé á undanhaldi því miður.  Þessi samningsforsenda er því klárlega brostin, nema eitthvað verulega óvænt gerist á allra næstu mánuðum.
  1. Seinna markmiðið var að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í samningnum felast verði almennt stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði.  Eins og áður hefur komið fram þá voru heildarkostnaðaráhrif samningsins á samningstímabilinu 15,7%. 

Flest allir hópar sem hafa samið eftir almenna markaðnum hafa fengið meira heldur 15,7%.  Flestir hópar hafa verið að semja frá 18% og upp í rúm 21% þó dæmi séu um eins hærri prósentutölur eins og grunnskólakennar sem fengu 27%.  Síðan hafa allar stóriðjurnar Alcan, Íslenska járnblendifélagið og Sementsverksmiðjan samið um frá 19% upp í 21% við sína starfsmenn.  Það liggur því einnig alveg ljóst fyrir að samningsforsendur kjarasamningsins á hinum almennamarkaði eru kolbrostnar.  Forsendunefndin mun taka samningsforsendurnar til sérstakrar skoðunar fyrir 15. nóvember.  Þegar það verður gert þá verða fulltrúar verkafólks í forsendunefndinni að gera skýlausa kröfu, um að almennt verkafólk fái leiðréttingu á sínum kjarasamningi og taki sú leiðrétting mið af  kjarasamningum sem aðrir hópar  hafa verið að gera,  á undanförnum dögum vikum og mánuðum. Annað er ekkert nema sanngirni.  Það er ekki endalaust hægt að láta þá lægst launuðu axla eina þá ábyrgð að viðhalda stöðugleikanum í þessu þjóðfélagi, nú er nóg komið !

Samninganefnd stéttarfélaganna fundaði í morgun með trúnaðartengiliðum starfsmanna Norðuráls.  Tilefni fundarins var að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðunum sem átt hafa sér stað við forsvarsmenn Norðuráls á undanförnum vikum og mánuðum.  Það kom mjög skýrt fram hjá trúnaðartengiliðunum í morgun,  að starfsmenn séu almennt búnir að bíða nokkuð lengi eftir því að núverandi kjarasamningur rynnu út.  Því eins og starfsmenn segja réttilega:  ,,ef launakjör og önnur kjaraatriði verða ekki lagfærð nú og samræmd á við sambærilegar verksmiðjur, þá muni það vart gerast í náinni framtíð"  Þetta er skoðun starfsmanna og  Verkalýðsfélag Akraness tekur heilshugar undir þessa skoðun starfsmanna.  Hagfræðingur ASÍ hefur nýlokið við að gera launasamanburð á sambærilegum verksmiðjum og Norðuráli.  Í þessum samanburði kemur alveg skýrt fram að um umtalsverðan launamun er um að ræða.  Þessi mikli launamunur er vandinn í þessum kjaraviðræðum, og þann vanda  verður samningsaðilum að takast að leysa 

Samningafundur verður haldinn á morgun í kjaraviðræðum við forsvarsmenn Norðuráls, fundað verður í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Á fundinum á morgun munu samningsaðilar taka upp þráðinn þar sem skildu við hann rétt fyrir páska

Samningafundur með forsvarsmönnum Norðuráls var haldinn í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Samningsaðilar voru sammála um að vísa þessum viðræðum í vissan farveg sem hugsanlega getur leitt til lausnar á þessum kjaraviðræðum.   Ætlar hluti samninganefndarinnar að fara í vissa undirbúningsvinnu á morgun.   Í þeirri vinnu mun væntanlega skýrast hvort samningsaðilar séu að gefa sér sömu forsendur til lausar á þessum viðræðum.  Ef svo sé er Verkalýðsfélag Akraness sæmilega bjartsýnt að lausn finnist von bráðar í þessum  kjaraviðræðum.  Samt sem áður þarf afar lítið útaf að bregða til að allt sé steina stopp.  Næsti fundur með forsvarsmönnum Norðuráls verður á föstudaginn og hefst fundurinn kl 13:00.

Hagfræðingur ASí ásamt nokkrum aðilum úr samninganefnd Norðuráls hittu forsvarsmenn fyrirtækisins í dag hjá ríkissáttasemjara.   Markmiðið með þessari vinnu í dag var að kanna hver  launamunurinn sé  á milli Norðuráls sambærilegrar verksmiðju á okkar starfssvæði.  Þessi vinna var líka gerð til að samningsaðilar gætu báðir verið sammála með niðurstöðuna.  Þessari samanburða vinnu lauk í dag og verður niðurstaðan væntanlega kynnt fyrir allri samninganefnd stéttarfélaganna fyrir fundinn sem er fyrirhugaður með forsvarsmönnum Norðuráls á morgun.  Ljóst er á öllu að viðræðurnar eru á afar viðkvæmu stigi þessa stundina.

Samningafundi með forsvarsmönnum Norðuráls var rétt í þessu að ljúka.  Það sem samningsaðilar gerðu á þessum fundi var að fara yfir kröfur stéttarfélaganna, grein fyrir grein og miðar þeirri vinnu ágætlega.  Samningsaðilar hafa ekkert rætt um launaliði samningsins, og verður væntanlega farið í þær viðræður fljótlega.  Næsti fundur hefur verið boðaður fimmtudaginn 3. febrúar kl. 8:30.

Gengið var frá  nýjum kjarasamningi við forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins á fimmta tímanum í dag.  Heildarkostnaðarmat samningsins er 20,36% á samningstímanum.  Samningurinn gildir frá 1. desember 2004 og til 30. nóvember 2008.  Það sem er nýtt í þessum kjarasamningi er að það er tekið upp nýtt bónuskerfi sem samningsaðilar eru sammála um að geti gefið starfsmönnum 2,2% á árinu 2005 og væntingar eru um að bónusinn verði farinn að gefa um 5,64% árið 2006.  Gamla bónuskerfið verður lagt niður og meðaltalsbónus síðustu ára upp á 5,44% verður fluttur inn í launataxta.  Það á að vera búið að greiða atkvæði um nýjan samning fyrir kl. 16:00, fimmtudaginn 17. febrúar n.k.  Farið verður í kynningu á kjarasamningnum á næstu dögum.  Formaður félagsins hefur fundað 48 sinnum þar af 16 sinnum hjá ríkissáttasemjara, vegna þessa nýja kjarasamnings við Íslenska járnblendifélagið.  Það er alveg hægt að fullyrða að gríðarleg vinna og orka hefur farið í þessa kjaradeilu.  Verkalýðsfélag Akraness vill þakka trúnaðarmönnum Íj kærlega fyrir þeirra framlag  sem hefur verið ómetanlegt, því að gegna starfi trúnaðarmanns getur verið afar vanþakklátt starf.  Einnig vill  Verkalýðsfélag Akraness þakka ríkissáttasemjara fyrir hans dyggu stjórn í þessum viðræðum og einnig hans góða starfsfólki fyrir gott samstarf.

Helstu atriði kjarasamningsins eru:

  • Samningurinn gildir frá 1.des 2004 til 30. nóv 2008
  • Nýtt bónuskerfi byggist á tveimur þáttum þ.e nýtingarbónus sem getur gefið frá 0% til 4,5% og öryggis-og unhverfisbónus sem getur gefið frá 0% til 2,5%
  • Samningsaðilar eru sammála um að nýi bónusinn gefi starfsmönnum 2,2% árið 2005 og verði farinn að gefa um 5,64% 2006
  • Gamli bónusinn fluttur inn í launataxta 5,44% meðaltal síðustu ára.
  • Kaupaukar felldir inn í launataxta 3% (voru að meðaltali 2,85% áður) 
  • Byrjunarlaun hjá ofngæslumanni hækkar úr 119.942 í 134.494 (grunnlaun) 12% hækkun
  • 10 ára launataxti hjá ofngæslumanni hækkar úr 141.532 í 158.702. (grunnlaun) 12% hækkun
  • Byrjunarlaun hjá dagmanni hækkar úr 129.097 í 144.761 (grunnlaun) 12% hgækkun
  • Dagmaður á með 10 ára starfsreynslu hækkar úr 152.334 í 170.817 (grunnlaun) 12% hækkun
  • Hækkanir á samningstímanum eru 1. jan 2006 3%,      1. jan 2007 2,5%, 1. jan 2008 2.25%
  • Orlofsuppbót var 83.968 verður 91.398
  • Desemberuppbót var 83.968 verður 91.398
  • Endurskoðunarákvæði bónuskerfa.
  • Hækkun iðgjalds í samtryggingarsjóð 2% á samningstímanum
  • Greitt verður í starfsmenntasjóði 0.15%
  • Eingreiðsla vegna niðurfellingar á hagnaðarhlutdeild 40.000 þúsund
  • Gildistaka nýrra bónuskerfa er 1. febrúar 2005.  Fyrstu greiðslur skv. nýjum bónuskerfum eru þ.a.l. 15. mars.  Í ljósi þess greiðist hverjum starfsmanni 15.000 þús eingreiðsla í launaútborguninni 15. mars.
  • Samningsaðilar gerðu bókun um starfstengt nám (stóriðjuskóla) ætla samningsaðilar að kanna upptöku á slíku námi.
  • Yfirlýsing um að ekki verði um úthýsingu á samningstímanum að ræða.
  • Ýmsar bókanir og yfirlýsingar fylgja samningum

Starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins óskuðu eftir því hvort formaður félagsins sæi sér fært að koma á vinnustaðinn og fara lauslega yfir nýgerðan kjarasamning.   Að sjálfsögðu varð formaður félagsins við þessari beiðni, og afar ánægjulegt að starfsmenn skuli leita til félagsins til að fá skýringar á nýjum kjarasamningi.  Það liggur fyrir að það verður stjörnufundur fljótlega eftir helgi þar sem farið verður yfir samninginn í heild sinni.  Það gætti viss misskilnings á nokkrum atriðum og það er mjög mikilvægt að starfsmenn hafi samband við formann félagsins séu starfsmenn ekki vissir um viss kjaraatriði.  Hægt er að hafa samband við formann félagsins og óska eftir upplýsingum um nýgerðan kjarasamning hvenær sem er, endilega ef menn eru ekki vissir um einhver atriði í samningum. 

Það sem starfsmenn voru að velta  fyrir sér var hvort , gamli bónusinn uppá 5.44% og sala á kaupaukum uppá 3% séu inn í heildarkostnaðarmati samningsins, sem hljóðar uppá 20,36% á samningstímanum.  Nei alls ekki flutningur á gamla bónusnum og sala á kaupaukunum hefur ekkert með 20.36% að gera.  Það er eðlilegt að starfsmenn vilji fá skýringar við þessum atriðum, eins og áður sagði er mjög jákvætt að geta svarað þeim atriðum sem starfsmenn eru að óska skýringa á.  Þetta eru jú ykkar launakjör og því afar mikilvægt að starfsmenn séu vel upplýstir um innihald kjarasamningsins.  Mun Verkalýðsfélag Akraness ekki láta sitt eftir liggja í að upplýsa starfsmenn um kjör sín og réttindi almennt. 

  • Kostnaðarmatið er eftirfarandi:
  • Almennar hækkanir 11.46%
  • Nýtt bónuskerfi         5.64%
  • Yfirverð kaupaukar    0.11%
  • Starfsmenntasjóður   0.13%
  • Lífeyrissjóður            1.91%

                            Samtals 20.36%

Eins og áður sagði er fyrirhugað að halda stjörnufund fljótlega eftir helgi.  Fæ svar í dag hvenær fundurinn verður nákvæmlega.   Á stjörnufundinum verður farið ítarlega  yfir samninginn.  Samt sem áður endilega að hafa samband vilji starfsmenn fá upplýsingar um nýgerðan kjarasamning.

Samningafundur um nýjan kjarasamning var haldinn í morgun með forsvarsmönnum Norðuráls.  Á fundinum í morgun voru samningsaðilar að klára að fara yfir kröfur stéttarfélaganna grein fyrir grein.   Samningsaðilar voru sammála um að funda mjög stíft í næstu viku.  Ætla samningsaðilar að funda alla næstu viku þar sem rætt verður um breytingu á vaktafyrirkomulagi starfsmanna.  Krafa starfsmanna er skýr, það er að fá fimmta vakthópinn inn.  Einnig verður líka fundað um bónusmál starfsmanna í næstu viku.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image