Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Í gær og í dag stendur yfir þing Sjómannasambands Íslands en fulltrúi sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness á þessu þingi er formaður félagsins. Þetta þing er haldið í skugga þess að sjómenn hafa verið kjarasamningslausir í tæp 4 ár.
Eftir miklar uppákomur í samninganefnd Norðuráls óskuðu trúnaðarmenn allra félaga eindregið eftir því við formann Verkalýðsfélags Akraness á fundi í síðustu viku að hann kæmi aftur inn í samninganefndina og myndi leiða þessar viðræður ásamt aðaltrúnaðarmanni. Fram kom hjá formanni á þessum fundi að trúnaður á milli félaganna sem eiga aðild að stóriðjusamningunum á Grundartanga væri alls ekki til staðar en hinsvegar samþykkti formaður að gera lokatilraun til að eiga samstarf við áðurnefnd félög við gerð þessa kjarasamnings.
Fjölmennur fundur var haldinn í Bíóhöllinni á Akranesi í gær með starfsmönnum Norðuráls. Á fundinum fór formaður félagsins yfir þá ótrúlegu atburðarás sem átti sér stað á fyrsta samningafundi með forsvarsmönnum Norðuráls. Sú atburðarás hefur þegar verið rakin í frétt hér á síðunni.
Eins og flestir vita þá er Verkalýðsfélag Akraness með mál fyrir EFTA- dómstólnum þar sem óskað hefur verið eftir ráðgefandi áliti um hvort heimilt sé að miða við 0% verðbólgu í lánasamningum og greiðsluáætlunum lántakenda.