• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Thursday, 16 March 2006 00:00

Kolmunni berst til Akraness til bræðslu

Faxi RE 9 landaði hér á Akranesi í gær fullfermi af kolmunna til bræðslu.  Formanni félagsins var tjáð í gær af starfsmönnum síldarbræðslunnar að Ingunn AK væri einnig á leið til Akraness með fullfermi af kolmunna, eða um 2000 tonn.

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá var engum kolmunna landað hér á Akranesi í fyrra.  Öllum kolmunna var landað á Vopnafirði.  Núna bregður hins vegar þannig við að mun styttra er af miðunum til Akraness heldur en til Vopnafjarðar.

Það hefur komið fram í máli forsvarsmanna HB Granda að einungis hagræðissjónamið eru látin ráða því hvar skip fyrirtækisins landa sínum afla.  Á þeirri forsendu eru skip fyrirtækisins væntanlega að landa afla sínum hér á Akranesi.

Verkalýðsfélag Akraness fagnar því að loksins sé kolmunni farinn að berast aftur til bræðslu hér á Akranesi. 

Hér er um umtalsverða hagsmuni að ræða fyrir starfsmenn síldarbræðslunnar því tekjur starfsmanna byggjast fyrst og fremst á fjölda vakta sem starfsmenn fá yfir árið.  Verkalýðsfélag Akraness hefur bent á að töluverðir hagsmunir séu í húfi fyrir samfélagið hér á Akranesi hvað varðar löndun á uppsjávarafla, nægir þar að nefna tekjur starfsmanna síldarbræðslunnar og einnig tekjur hafnarinnar.

Í fyrra var gríðarlegur samdráttur á launum starfsmanna vegna þess að engum kolmunna var landað hér á Akranesi, sem leiddi af sér umtalsverða fækkun á vöktum starfsmanna.

Published in Fréttir

Verkalýðsfélag Akraness vinnur nú að því í samvinnu við Símenntunarstöð Vesturlands að halda íslensku námskeið fyrir útlendinga- grunnstig II.  Fyrirhugað er að námskeið hefjist 20. mars nk. og mun námskeið fara fram í Fjölbrautarskóla Vesturlands.

Verkalýðsfélag Akraness finnur gríðarlegan áhuga hjá útlendingum fyrir þessu námskeiði.  Formaður félagsins hefur verið að hafa samband við forsvarsmenn fyrirtækja sem eru með erlent vinnuafl í sinni þjónustu.  Hafa forsvarsmenn fyrirtækja tekið mjög vel í þetta framtak hjá Verkalýðsfélagi og t.d hafa tvö fyrirtæki ákveðið að senda tíu Pólska starfsmenn sína á þetta námskeið. 

Fyrirhugað er að námskeið sé í 30 kennslustundir og kostnaður verði 26.000 þúsund.  Verkalýðsfélag Akraness vill minna fullgilda félagsmenn á að þeir eiga rétt á styrk frá félaginu sem nemur allt að 75% af námskeiðsgjaldinu.  Þannig að kostnaður fullgilds félagsmanns verður 6.500 krónur.  

Published in Fréttir

Páskaúthlutun á sumarhúsum félagsins verður með sama hætti og gert var í fyrra.   Úthlutunin fer þannig fram að félagsmenn sækja um á skrifstofu félagsins fyrir 31. mars.  Mánudaginn 3. apríl verður síðan dregið úr þeim nöfnum sem sótt hafa um.  Haft verður samband við þá sem fá úthlutað.

Published in Fréttir
Saturday, 11 March 2006 00:00

Fullbókað í framtalsaðstoðina

Fullbókað er orðið í alla tímana sem eftir voru í framtalsaðstoðina sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir, nú þegar eru nokkrir félagsmenn komir á biðlista.    Félagsmenn eru mjög duglegir að nýta sér þessa þjónustu og eru félagsmenn einnig mjög ánægðir með þessa þjónustu sem hefur verið veitt frá því ný stjórn tók við árið 2003.  það er verið að kanna hvort hugsanlega verði bætt við fleiri tímum, en því miður er alls óvisst hvort hægt verði að koma því við. 

Published in Fréttir
Thursday, 09 March 2006 00:00

Fundað um kjarasamning Norðuráls í gær

Formenn allra félaga sem eiga aðild að kjarasamningi Norðuráls funduðu í gær ásamt trúnaðarmönnum.  Tilefni fundarins var að fara yfir ýmis mál er lúta að túlkun á atriðum í kjarasamningum.

Einnig var til umræðu orlof starfsmanna en ágreiningur hefur verið uppi um þann kafla samningsins og vonir standa til að það muni leysast farsællega. 

Eins og áður hefur komið fram þá eru nokkur atriði í samningum sem er ágreiningur um og hefur verið ákveðið að funda með forsvarsmönnum og lögmanni Norðuráls mjög fljótlega til að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu í þessum ágreiningi.

Published in Fréttir
Tuesday, 07 March 2006 00:00

Framtalsaðstoð VLFA

Vegna mikillar eftirspurnar eftir framtalsaðstoð hjá VLFA hefur verið bætt við aukadegi þann 20. mars. Ennþá eru nokkrir lausir tímar föstudaginn 17. mars og mánudagana 13. og 20. mars. Félagsmenn geta bókað tíma á skrifstofu félagsins í síma 4309900.

Published in Fréttir

Klukkan 10 í morgun lagðist Ingunn AK að bryggju með fullfermi af kolmunna, en skipið tekur rúm 2000 þúsund tonn.  Það er ekki annað hægt en að gleðjast yfir þessum tíðundum þar sem þetta er fyrsti kolmunnaaflin sem landað er hér á Akranesi frá því í desember 2004.  Öllum kolmunnaafla skipa HB Granda var landað á Vopnafirði á árinu 2005.   

Núna er staðan hins vegar  þannig að það er mun styttra fyrir skipin sem eru á kolmunnaveiðum að landa á Akranesi heldur en á Vopnafirði.  Það voru 560 sjómílur til Akranes frá þeim stað sem Ingunnin var að veiðum, en 660 sjómílur til Vopnafjarðar. 

Væntanlega verður öllum Kolmunnaaflanum sem skip fyrirtækisins afla landað á Akranesi alla vega á meðan kolmuninn heldur sig á því svæði sem Ingunn fyllti sig.  

Formaður Verkalýðfélags Akraness byggir það mat sitt á því að forsvarsmenn HB Granda hafa ávallt talað um að hagræðissjónamið séu látin ráða því hvar skip fyrirtækisins landa sínum uppsjávarafla.  

Eins og áður hefur komið fram þá hefur engum kolmunna verðið landað á Akranesi frá því í desember 2004 og hefur það leitt til þess að tekjur starfsmanna síldarbræðslunnar hafa dregist umtalsvert saman á síðasta ári. 

Forsvarsmenn HB Granda tilkynntu á starfsmannafundi með starfsmönnum bræðslunnar í fyrrasumar að engum kolmunna yrði landað á Akranesi árið 2005 vegna þess að styttra væri af kolmunamiðunum til Vopnafjarðar en til Akraness.

Vonandi munu forsvarsmenn HB Granda hafa sama  sjónarmið að leiðarljósi  þegar ákveðið verður hvar Faxi RE  og Ingunn AK verða látin landa kolmunnaafla sínum á þessari kolmunnavertíð.

Published in Fréttir

Formaður Verkalýðsfélags Akraness ásamt aðaltrúnaðarmanni Íslenska járnblendifélagsins áttu fund með forstjóra Íj og Þorsteini Hannessyni þróunarstjóra.  Tilefni fundarins var að fara yfir bónuskerfi starfsmanna og þá sér í lagi mælikvarðana í bónuskerfinu.   

Því miður hefur bónusinn  ekki verið að skila þeim ávinningi sem samningsaðilar vonuðust til.  Það er eins og áður hefur komið fram sérstaklega einn þáttur bónussins sem ekki hefur verið að virka sem skyldi og er það hreinsaður málmur.  Verkalýðsfélag Akraness óskaði eftir því að mælikvarðarnir yrðu endurskoðaðir í þessum þætti bónussins.  

Niðurstaða fundarins í dag var sú að forsvarsmenn ÍJ telja sig vera búna að átta sig á því hvað veldur því að D liðurinn í nýtingarbónusnum sé ekki að virka. Telja forsvarsmenn Íj einnig að starfsmenn geti lagfært ýmislegt sem myndi leiða það af sér að D liðurinn myndi fara að skila því sem til hans er ætlast.  

Ætla forsvarsmenn Íj mjög fljótlega að funda með starfsmönnum þar sem farið verður yfir hvaða atriði það eru sem starfsmenn þurfa að lagfæra.  Einnig var ákveðið á fundinum að D liðurinn í bónusnum muni ekki gefa undir 0,25% í tvo mánuði meðan reynt er lagfæra þennan þátt bónussins. 

Published in Fréttir

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur óskað eftir formlegum fundi með forsvarsmönnum Sjúkrahúss Akraness.   Á þessum fundi mun félagið óska eftir endurskoðun á stofnanasamningi í ljósi þeirra hækkana sem orðið hafa á lægstu launum hjá sveitarfélögunum, en verulegur launamunur er orðinn á sambærilegum störfum á milli sveitarfélaga og ríkis.

Í bréfinu til framkvæmdastjóra Sjúkrahús Akraness  er farið fram á að hafnar verði sem allra fyrst viðræður um endurskoðun á gildandi stofnanasamningi milli Verkalýðsfélags Akraness og Heilbrigðisstofnunar Akraness. Jafnframt er skorað á framkvæmdastjóra stofnunarinnar að hann leiti allra leiða til að hægt verði að nálgast þau launakjör sem nú eru í gildi hjá sveitarfélögunum varðandi sambærileg störf.  Hægt er að lesa bréfið sem sent var forsvarsmönnum SHA í heild sinni með því að smella á meira.

 

 

Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi

bt. skrifstofustjóra

Ásgeir Ásgeirsson

Merkigerði

300Akranes                                                                           Akranesi 1. mars 2006

 

Efni:    Endurskoðun á stofnanasamningi og launabreytingar hjá starfsmönnum              sveitarfélaga

Samkvæmt samkomulagi sem undirritað var 11.11. 2005 milli Starfsgreinasambandsins og Samninganefndar ríkisins fh. fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að gerðar verði breytingar á stofnanasamningum sem taka eiga gildi 1. maí nk. Gert er ráð fyrir samkvæmt samkomulaginu að 1.5% af launasummunni verði ráðstafað í þessar breytingar.

Það hefur vart farið fram hjá neinum að sveitarfélögin í landinu hafa verið að hækka laun þeirra sem lægst hafa haft launin og sérstaklega hefur verið lögð áhersla á að hækka laun þeirra sem starfa við ummönnun, þótt aðrir láglaunahópar hafi líka fengið leiðréttinu. Þetta hefur gerst með samningum milli Eflingar og Reykjavíkurborgar og svo hafa fylgt í kjölfarið heimildir Launanefndar sveitarfélaga, til sveitarfélaganna, að greiða laun umfram kjarasamninga frá því 29. maí 2005.

Forysta Starfsgreinasambands Íslands hefur á fundi með Samninganefnd ríkisins 3. febrúar sl. vakið athygli á þeim mikla mun sem orðin er á launum starfsmanna ríkisins og starfsmanna sveitarfélaga. Fulltrúar SGS lýstu yfir áhyggjum sínum á þeim fólksflótta sem blasir við úr störfum hjá ríkinu verði ekkert að gert. Fulltrúar fjármálaráðherra vísuðu í heimildir forstöðumanna stofnana til að bregðast við með breytingum á stofnanasamningum og að með samkomulaginu frá 11.11. 2005 hefði verið staðið við samningsákvæðin frá 7. apríl 2004 um samanburð milli hópa.

Með bréfi þessu er farið fram á að hafnar verði sem fyrst viðræður um endurskoðun á gildandi stofnanasamningi milli Verkalýðsfélagsins Akraness og Heilbrigðisstofnunar Akraness. Jafnframt er skorað á framkvæmdastjóra stofnunarinnar að hann leiti allra leiða til að hægt verði að nálgast þau launakjör sem nú eru í gildi hjá sveitarfélögunum varðandi sambærileg störf.

Virðingarfyllst,

________________________

Vilhjálmur Birgisson, formaður

Published in Fréttir
Tuesday, 28 February 2006 00:00

Félagsmenn athugið !

Verkalýðsfélag Akraness mun bjóða sínum félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattaframtals með sambærilegum hætti og gert hefur verið á síðastliðnum tveimur árum.

VERKALÝÐSFÉLAG AKRANESS

FRAMTALSAÐSTOÐ

Skattframtalsaðstoð fyrir fullgilda félaga í Verkalýðsfélagi Akraness verður veitt á skrifstofu félagsins að Sunnubraut 13, mánudagana 6. og 13. mars, miðvikudagana 8. og 15. mars og föstudaginn 10. mars nk. frá kl. 17-19.  Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu þurfa að panta sér tíma.

 TÍMAPANTANIR á skrifstofu VLFA, Sunnubraut 13,

 sími 430-9900.

Published in Fréttir

Fréttir

Nýjar fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image