• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15

Stjórn sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Akraness mun funda í kvöld ásamt lögmanni félagsins.  En lögmaður félagsins hefur unnið  að gagngerum breytingum á reglugerð sjóðsins.  Það er alveg ljóst að þær breytingar sem gerðar verða á reglugerð sjóðsins munu hafa umtalsverða breytingu fyrir félagsmenn og það til góða.  Sem dæmi má nefna þá gera tillögur sem stjórn sjóðsins er að skoða gera ráð fyrir því að félagsmenn muni eiga rétt á 80% af heildarlaunum sínum þó ekki hærri en 250 þúsund eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda líkur í veikindum.  Þennan rétt getur félagsmaðurinn átt í allt að 120 daga.  Hér er um gríðarlega breytingu að ræða og mikil hagsbót fyrir félagsmenn.  Nánar verður greint frá reglugerðabreytingunum þegar þar liggja allar fyrir hér á heimasíðunni.

Published in Fréttir

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands gengu á fund heilbrigðisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur í gær. Erindi fundarins var að gera ráðherra grein fyrir þeim vanda sem væri að skapast á öldrunar- og heilbrigðisstofnunum, en mikil óánægja ríkir meðal þeirra starfsmanna sem eru í SGS og vinna eftir kjarasamningum við ríkið. Launakjör þessara starfsmanna eru mun lakari heldur en hjá þeim sem vinna sambærileg störf hjá sveitarfélögunum.

Þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra beri ekki ábyrgð á kjarasamningum við starfsmenn, ber hann engu að síður pólitíska og faglega ábyrgð á því að hægt sé að halda stofnununum í rekstri. Það verður ekki gert án starfsfólks.

Starfsmenn sjúkrahús Akraness hafa komið  óánægju sinni á framfæri við formann félagsins með launakjör sín og þann mikla launamun sem er á sambærilegum störfum hjá þeim sem starfa hjá sveitafélögunum.  Starfsmennirnir benda réttilega á að  launamunur á milli starfsmanna sem starfa hjá sveitafélögunum og hins vegar ríkinu  getur numið allt að 40 þúsundum króna á mánuði fyrir nákvæmlega sömu störf.  Að sjálfsögðu er þetta algerlega óviðunandi ástand og hefur formaður félagsins nú þegar sett sig í samband við forsvarsmenn SHA.

Published in Fréttir
Tuesday, 04 April 2006 00:00

Svartur dagur hjá íslensku launafólki

Það er svartur dagur í dag hjá íslenskum launþegum vegna þeirra ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands að falla frá takmörkunum á innflutningi vinnuafls frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins.  Ríkisstjórnin samþykkti í morgun lagafrumvarp Jóns Kristjánssonar, félagsmálaráðherra, um að aflétt verði takmörkunum á innflutningi vinnuafls frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins frá og með 1. maí. Samkvæmt því verður ríkisborgurum viðkomandi ríkja heimilt að koma hingað í atvinnuleit og ráða sig í vinnu án atvinnuleyfis en vinnuveitendur verða að tilkynna um ráðningu til Vinnumálastofnunar.

Í dag virkar þetta þannig að atvinnurekendur þurfa að sækja um atvinnuleyfi fyrir erlent vinnuafl frá hinum nýju aðildarríkjum EES.  Til að fá atvinnuleyfi í dag fyrir erlent vinnuafl er alger grunnforsenda að ekki séu Íslendingar til í þau störf sem óskað er eftir að manna með erlendu vinnuafli.  Einnig þurfa atvinnurekendur að leggja fram til stéttarfélaganna ráðningarsamninga til umsagnar.  Með því er tryggt að stéttarfélögin hafa góða yfirsýn yfir það sem er að gerast á viðkomandi starfssvæði.  Með frumvarpinu sem félagsmálaráðherra lagði fram í morgun kemur fram að atvinnurekendur þurfa ekki að leggja fram ráðningarsamninga til stéttarfélaganna sem er klárlega mikil afturför og gerir stéttarfélögunum mun erfiðara að fylgjast með því hvort verið sé að brjóta á réttindum erlendra starfsmanna.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness spyr hví í ósköpunum er verið að afnema takmarkanir á frjálsri för launafólks frá nýjum aðildarríkum EES á sama tíma og það blasir við að 600 Íslendingar eru að missa atvinnu sína á Keflavíkurflugvelli? 

Það liggur líka fyrir að forstjóri Vinnumálastofnunar hefur sagt að íslensk stjórnvöld eigi að fara sér hægt í því að afnema takmarkanir þar sem hann telji að menn séu ekki alveg tilbúnir með það regluverk sem til þarf.  Einnig hefur ASÍ lagt til að farin yrði svokölluð danska leið en í þeirri leið hefði  áfram þurft að sækja um atvinnuleyfi fyrir erlenda starfsmenn frá hinum nýju aðildarríkjum EES.  

Það er líka hægt að benda á að íslensk stjórnvöld hafa ekki séð sóma sinn í því að láta þýða íslenska kjarasamninga yfir á tungumál umræddra landa.  Þannig að það er afar erfitt fyrir erlenda starfsmenn frá ríkjum EES að vita hver sé réttindi þeirra á íslenskum vinnumarkaði.  

Það er einnig alveg ljóst að frjálst flæði erlends vinnuafls mun stórskaða það markaðslaunakerfi sem viðgengst hefur á íslenskum vinnumarkaði á liðnum árum og áratugum.  Í viðtali við varaformann Eflingar í Fréttablaðinu í gær kom fram að tímakaup byggingarverkafólks hefur lækkað umtalsvert á liðnum misserum vegna aðkomu erlends vinnuafls á íslenskan vinnumarkað.  Ekki mun það batna þegar erlent vinnuafl mun flæða inná íslenskan vinnumarkað með þeim félagslegum undirboðum sem því munu fylgja.  Reynslan sýnir að það eru til atvinnurekendur sem víla ekki fyrir sér að misbjóða erlendu vinnuafli bæði hvað varðar aðbúnað sem og önnur launakjör.

Published in Fréttir
Monday, 03 April 2006 00:00

Viðbótarstækkun Norðuráls flýtt !

Eftirfarandi frétt birtist á heimasíðu Norðuráls í dag:  Ákveðið hefur verið að flýta viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga en verkefnið mun auka framleiðslugetu álversins úr 220.000 tonnum á ári í 260.000 tonn. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið á fjórða ársfjórðungi 2007.

 

Landsvirkjun hefur fallist á að veita umframorku tímabundið til að flýta gangsetningu stækkunarinnar og gera Norðuráli þannig kleift að nýta þjónustu verkfræðifyrirtækja og verktaka sem best.

 

Landsvirkjun áætlar að geta afhent orku frá því í júlí 2007 og fram í nóvember 2008, eða lengur, en þá er þess vænst að orka verði tiltæk frá Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt fyrirliggjandi langtímasamningi Norðuráls og OR.

 

 

 

 

Getum einbeitt okkur fyrr að Helguvík

“Við þökkum Landsvirkjun fyrir að vinna með okkur svo við getum tekið  þetta skref í stækkun álversins á Grundartanga fyrr en áður var kunngert,” segir  Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls. “Þessi tilhögun mun gera okkur kleift að einbeita okkur fyrr en ella að fyrirhugðu verkefni í Helguvík og ætti að auðvelda okkur að nýta áfram krafta hins hæfa og öfluga íslenska teymis sem hefur staðið sig svo vel á Grundartanga. Við höfum gert ráð fyrir að þróa Helguvíkurverkefnið í áföngum og teljum að með því móti lögum við okkur ekki aðeins að tímasetningum orkuframboðs, heldur geri það okkur einnig kleift að nýta íslenska þekkingu og mannauð eins vel og kostur er. Jafnframt teljum við að slík þrepaskipt framvinda þjóni best hagsmunum íslensks efnahagslífs.”

 

Álver Norðuráls á Grundartanga hafði fram á þetta ár 90.000 tonna framleiðslugetu. Í febrúar sl. hófst þar viðbótarframleiðsla á áli vegna stækkunar sem mun auka framleiðslugetu álversins í 220.000 tonn á fjórða ársfjórðungi 2006.

Published in Fréttir

Formaður Verkalýðsfélags Akraness skorar á íslensk stjórnvöld að afnema alls ekki takmarkanir á frjálsri för launafólks frá hinum nýju aðildarríkum EES 1. maí nk. eins heimilt verður að gera.  Formaður VLFA mælir eindregið með því að íslensk stjórnvöld nýti sér þar heimildir sem fyrir eru og framlengi takmarkanir á frjálsri för launafólks frá hinum nýju aðildarríkum EES um þrjú ár til viðbótar, líkt og Þýskaland, Frakkland, Austurríki og Danmörk hafa nú þegar gert.

Það er mat formanns VLFA að íslensk stjórnvöld séu ekki á nokkurn hátt tilbúin að taka við þeim gríðarlega fjölda erlendra starfsmanna sem hingað munu streyma verði frjáls för frá þessum löndum heimiluð.  Það kom einnig fram í útvarpsviðtali við Gissur Pétursson forstjóra Vinnumálastofnunar á dögunum  að hann telji að íslensk stjórnvöld eigi að fara afar varlega í að opna landið alfarið fyrir erlendu vinnuafli vegna þess að stjórnvöld  séu ekki tilbúin með það regluverk sem til þarf.

Það er líka alveg lágmark að íslensk stjórnvöld verði búin að láta þýða íslenska kjarasamninga fyrir launafólk frá þessum nýju aðildarríkum EES áður en takmörkunum verður aflétt.  Reynslan hefur sýnt okkur að til eru atvinnurekendur hér á landi sem víla sér ekki við að misbjóða erlendu vinnuafli bæði hvað varðar aðbúnað og önnur launakjör.    

Published in Fréttir

Í morgun tilkynntu forsvarsmenn Norðuráls hér á landi að eigendur Norðuráls hefðu ákveðið að greiða starfsmönnum bónus vegna uppsetningar á nýjum bræðslukerjum í álverinu.  Bónusinn verður greiddur starfsmönnum þegar uppstartinu verður lokið, en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu há bónusgreiðslan mun verða.  Árið 2001, þegar uppsetning fór fram á nýjum bræðslukerjum síðast, fékk starfsmaður með þriggja ára starfsreynslu 58.000 þúsund króna greiðslu vegna uppstartsins. 

Verkalýðsfélag Akraness fagnar þessari ákvörðun eigenda Norðuráls og vonast til að greiðslan fyrir uppstartið núna verði ekki lakari en hún var árið 2001.   

Published in Fréttir

Eins fram kemur í Blaðinu í dag þá gætir verulegrar gremju hjá starfsmönnum Norðuráls með þá ákvörðun eigenda Norðuráls að greiða ekki svokallaðan startup-bónus eins og gert var þegar uppstart átti sér stað árið 1998 og einnig 2001.  Formönnum stéttarfélaganna sem eiga aðild að kjarasamningi Norðuráls ásamt aðaltrúnaðarmanni var tilkynnt þessi ákvörðun eigenda fyrirtækisins á fundi sem var haldinn fimmtudaginn 23. mars sl.  Það var framkvæmdastjóri tæknisviðs og starfsmannastjóri Norðuráls sem kynntu þessa ákvörðun eigenda fyrirtækisins.

Í viðtali við Ragnar Guðmundsson  framkvæmdastjóra fjármála-og stjórnunarsviðs í Blaðinu í dag segir hann að málið sé byggt á misskilningi.  Ragnar segir að eigendur Norðuráls hafi ekki tekið ákvörðun ennþá hvort greiddur verði startup-bónus með sambærilegum hætti og gert var 1998 og 2001.  Einnig sagði Ragnar í viðtalinu að einhverjir sem sátu fundinn í síðustu viku hafi rangtúlkað það sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hafi sagt.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness vill að það komi skýrt fram að hér er ekki um neina mistúlkun að ræða í þessu máli.  Það kom hvell skýrt frá hjá  forsvarsmönnum Norðuráls sem sátu þennan fund 23. mars að eigendur Norðuráls ætluðu ekki að greiða startup-bónus.  Aðaltrúnaðarmaður Norðuráls sem sat umræddan fund lagði nákvæmlega sama skilning og formaður VLFA í orð forsvarsmanna Norðuráls þ.e. að eigendur Norðuráls myndu ekki greiða startup-bónus til starfsmanna.  Þannig að hér er ekki um neinn misskilning um að ræða af hálfu fulltrúa stéttarfélaganna í þessu máli.

Vissulega er það gleðiefni ef eigendur Norðuráls eiga eftir að taka ákvörðun í þessu máli og ef svo er þá hafa stjórnendur Norðuráls hér á landi misskilið eigendur Norðuráls í þessu máli.  Ekki fulltrúar stéttarfélaganna.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness vonast til að eigendum Norðuráls beri gæfa til að umbuna því frábæra starfsfólki sem það hefur í sinni þjónustu með veglegri bónusgreiðslu vegna þess gríðarlegs álags sem fylgt hefur umræddu uppstarti.

Published in Fréttir

Formaður Verkalýðsfélags Akraness gekk frá samkomulagi við forsvarsmenn sjúkrahús Akraness í gær.  Félagsmenn VLFA sem starfa á sjúkrahúsi Akraness munu eiga rétt á endurgreiðslu ef þeir þurfa að nýta sér læknisþjónustu sem veitt er innan stofnunarinnar.

Í þessu  samkomulagi sem undirritað var í gær er verið að skerpa á fyrra samkomulagi sem starfsmenn höfðu.  Einnig er verið að fjölga þeirri læknisþjónustu sem SHA mun endurgreiða fyrir ef starfsmenn þurfa á henni að halda.

Hægt er að lesa samkomulagið með því að smella á meira. 

Samkomulag milli Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi - SHA, Merkigerði 9 Akranesi og Verkalýðsfélags Akraness - VLFA, Sunnubraut 13 Akranesi um læknisþjónustu.

 

1. grein.

 

Þeir starfsmenn sem voru í starfi fyrir gildistöku samnings sem gerður var á milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Verkalýðsfélags Akraness og undirritaður var 4.apríl 2004 eiga rétt á endurgreiðslu vegna læknisþjónustu sem veitt er innan stofnunarinnar.  Er hér átt við þá læknisþjónustu sem tilgeind er í 2. grein samkomulagsins og samræmist ákvæðum kjarasamnings.  Samkomulag þetta haldist til og með 31.03 2008 en falli þá niður.

Í grein 6.1 um laun í veikindum segir m.a.:

2. grein.

 

Með samkomulagi þessu fellst SHA á að endurgreiða starfsmönnum innan VLFA útlagðan kostnað þeirra vegna læknisþjónustu sem hér tilgreinir, svo fremi sem ákvæði 1. greinar samkomulagsins sé uppfyllt.

            Viðtöl og skoðanir hjá sérfræðilæknum sjúkrahússins.

            Viðtöl og skoðanir hjá heilsugæslulæknum heilsugæslustöðvarinnar.

            Aðgerðir hjá sérfræðilæknum sjúkrahússins.

Valaðgerðir starfsmanna og lýtalækningar eru undanskilin samkomulagi    þessu.

Komugjöld á Rannsóknadeild, Röntgendeild og Slysastofu.

 

Samkomulagið nær til þeirra lækna sem eru í starfi hjá SHA og leigja ekki út aðstöðu fyrir sjálfstæða starfsemi og læknisþjónustu, heldur sinna göngudeildarþjónustu sem starfsmenn SHA (sjá fylgiskjal).    

3. grein.

 

Aðilar samkomulagsins eru sammála um að endurgreiðslur taki mið af gildistíma samkomulags þessa.

 

4. grein.

 

Gildistími samkomulags þessa er frá 27. mars 2006 og gildir til og með 31. mars 2008. 

 

 

Akranesi, 27 mars 200         

Guðjón S. Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA  Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA

 

 

 

Fylgiskjal með samkomulagi á milli SHA og VLFA um endurgreiðslu á lækisþjónustu frá 27. mars 2006.

 

Eftirtaldir læknar eru í starfi  hjá SHA þann 27. mars 2006 án þess að leigja út aðstöðu fyrir sjálfstæða starfsemi og læknisþjónustu, sinna göngudeildarþjónustu sem starfsmenn SHA.  Það er stefna SHA að allir læknar muni sinna læknis- og gögnudeildarþjónustu í nafni stofnunarinnar.

 

Sjúkrahús.

                        Stefán J. Helgason                    Fæðingar- og kvensjúkdómar.

                        Þorkell Guðbrandsson                Lyflækningar – hjartasjúkdómar.

                        Jón Atli Árnason                       Lyflækningar – gigtarsjúkdómar.

                        Atli Einarsson                            Lyflækningar – hjartasjúkdómar.

                        Ólafur Þór Gunnarsson              Lyflækningar – öldrunarlækningar.

                        Þorvaldur Magnússon                Lyflækningar – nýrnasjúkdómar.

           

Heilsugæsla.

                        Reynir Þorsteinsson                   Heilsugæsla.

                        Þórir Þórhallsson                       Heilsugæsla.

                        Guðbjörn  Ó. Björnsson             Heilsugæsla.

(á við alla starfandi lækna heilsugæslustöðvar)

Published in Fréttir
Saturday, 25 March 2006 00:00

Ingunn með fullfermi af kolmunna

Rétt í þessu var Ingunn Ak að leggjast að bryggju með fullfermi af kolmunna, en skipið tekur rétt rúm 2000 tonn.  Aflinn veiddist á Rockhallsvæðinu.  Ingunn er ekki eina skipið sem kom með kolmunna til bræðslu hér á Akranesi í dag því færeyska skipið Norðvík landaði fyrr um daginn vel á annað þúsund tonnum. 

Það er afar ánægjulegt að sjá hversu mikið er um að vera í síldarbræðslunni  þessa daganna, en engum kolmunna var landað á Akranesi í fyrra.  Það leiddi af sér verulegan samdrátt á launum starfsmanna síldarbræðslunnar, og eðlilega er hljóðið mun betra í bræðslukörlunum núna heldur en á sama tíma í fyrra.

Formaður félagsins fór og tók nokkra skipverja á Ingunni tali þegar þeir lögðust að bryggju í dag.  Flestir skipverjarnir á Ingunni tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness.  Hljóðið í skipverjum var bara nokkuð gott.  Fram kom hjá skipverjum að það væri mun þægilegra að landa aflanum í heimahöfn með því ná skipverjarnir örlitlu samneyti með sínum fjölskyldum, rétt á meðan landað er úr skipinu en það tekur um 20 tíma.   Einnig kom fram hjá skipverjunum að töluvert væri af kolmunna á svæðinu og vel hafi gengið að fylla skipið.   Sigling á miðin er nokkuð löng en hún tekur um tvo sólahringa

Published in Fréttir
Friday, 24 March 2006 00:00

Fundað með forsvarsmönnum Norðuráls

Formenn stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningi Norðuráls funduðu í gær með forsvarsmönnum Norðuráls ásamt aðaltrúnaðarmanni.  En ágreiningur hefur verið um hvernig reikna eigi út ávinnslu orlofs hjá starfsmönnum.  Einnig hefur verið ágreiningur um hvaða þættir eigi að hafa áhrif á bónus starfsmanna. 

Þessi mál voru rædd í gær og í flestum málunum náðist niðurstaða sem báðir samningsaðilar voru ásáttir með.  T.d. varð það að niðurstöðu að vaktavinnumenn sem vinna 14 vaktir á mánuði munu eiga eftirfarandi orlofsrétt hjá fyrirtækinu:

Fyrstu 5 árin,       sumar 14 vaktir og vetrarfrí 10 vaktir

Milli 5 og 10 ár,    sumar 14 vaktir og vetrarfrí 12 vaktir

Eftir 10 ára starf, sumar 14 vaktir og vetrarfrí 13 vaktir  

Published in Fréttir

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image