Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Eins og margoft hefur komið fram hér á heimsíðunni þá heldur VLFA úti öflugu eftirliti með okkar félagssvæði. Er það gert til að tryggja að félagsleg undirboð séu ekki viðhöfð á okkar svæði. Einnig er þetta eftirlit nauðsynlegt til að tryggja að samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem hér starfa verði ekki raskað vegna félagslegra undirboða sem einstaka atvinnurekendur ástunda því miður, dæmin sanna það svo sannarlega.
Rétt fyrir 1. maí sl. kom fréttablað félagsins út og var það borið út í öll hús hér á Akranesi og einnig í nærsveitir. Félagið gefur árlega út tvö fréttablöð, annars vegar rétt fyrir 1. maí og hins vegar rétt fyrir jól. Fréttablað félagsins hefur fengið mjög góð viðbrögð frá okkar félagsmönnum. Þessi góðu viðbrögð lúta að útgáfu fréttablaðsins sem og öðru því sem stjórn félagsins hefur verið að vinna að á undanförnum þremur árum. Þessi viðbrögð eru stjórn félagsins hvatning til að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar sem stjórn félagsins hefur verið að vinna að frá því hún tók við Verkalýðfélagi Akraness 19. nóvember 2003.
Í dag gekk félagið frá leiðréttingu á launum fyrir tvo pólska verkamenn og nam leiðréttingin tæpum 100.000 á hvorn fyrir sig eða samtals um 200 þúsund krónur. Tímabilið sem umrædd leiðrétting nær til er um fjórir vinnumánuðir.
