Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Í dag lagði Verkalýðsfélag Akraness fram kæru á hendur fyrirtækinu Formaco til lögreglunnar á Akranesi fyrir að vera með erlenda starfsmenn án tilskilina leyfa t.d. dvalarleyfi og kennitölur.
Málþing
Eins fram hefur komið hér á heimasíðunni þá eru þreifingar hafnar hjá nokkrum landsbyggðarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands um að semja sér í komandi kjarasamningum. Eru þessar þreifingar til komnar vegna þess að Flóabandalagsfélögin Efling stéttarfélag, Verkalýðsfélag Hlíf og Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur hafa tekið þá ákvörðun um að fara ein og sér í komandi kjarasamningaviðræður.
Formaður Verkalýðsfélags Akraness sat framkvæmdastjórnar fund sem haldinn var á Siglufirði. Þar var meðal annars samþykkt harðorð ályktun yfir því fiskveiðistjórnunarkerfi sem nánast er að leggja margar byggðir þessa lands í rúst.
Verkalýðsfélag Akraness gerði samkomulag við Launanefnd sveitarfélaga um greiðslu sumaruppbótar til þeirra starfsmanna sem voru að vinna eftir kjarasamningi Launanefndar sveitafélaga og Starfsgreinasambands Íslands og voru í starfi hjá Akraneskaupstað fyrir 29. maí 2005.
Í upphafi bæjarráðsfundar á dögunum afhentu fulltrúar íbúa á neðri hluta Akraness bæjarstjóranum á Akranesi undirskriftalista sexhundruð og tveggja íbúa sem mótmæla lyktarmengun frá fiskimjölsverksmiðju HB Granda og Laugafiski ehf. og kröfðust þeir úrbóta.
Eins og áður hefur komið fram hefur Verkalýðsfélag Akraness á undanförnum mánuðum framkvæmt verðmælingar í verslunum á Akranesi fyrir Verðlagseftirlit ASÍ. Tilgangur þessa verðlagseftirlits er að fylgjast með því hvort sú lækkun sem varð á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars sl. hafi skilað sér í lækkuðu verði til neytenda.