Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Í gær var haldinn ársfundur Lífeyrissjóðs Festu á Grandhóteli. Formaður Verkalýðsfélags Akraness lagði fram þrjár tillögur á þessum fundi og verður gert betur grein fyrir öllum tillögunum í annarri frétt sem birtist hér á heimasíðunni. Í þessari frétt verður gerð grein fyrir þeirri tillögu sem var samþykkt en það er skemmst frá því að segja að ein tillaga fékkst samþykkt en tvær voru hins vegar felldar.
Aukaþing Starfsgreinasambands Íslands var haldið í gær en Verkalýðsfélag Akraness átti 6 fulltrúa á þinginu. Meginverkefni þingsins voru lagabreytingar en eins og allir vita þá hafa staðið yfir deilur í SGS um alllanga hríð og voru þessar lagabreytingar að hluta til ætlaðar til þess að lægja þær öldur. Það liggur alveg fyrir að þessar lagabreytingar eru sniðnar til að friða stærsta félagið innan SGS en það liggur alveg ljóst fyrir að Flóabandalagið hefur oft ýjað að því að fara út úr SGS.