Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá varð mjög alvarlegt vinnuslys í Norðuráli 22. mars síðastliðinn þar sem starfsmaður slasaðist illa eftir að svokallaður PTM 2 krani skall á töppunarkrana nr. 9 með þeim afleiðingum að svokölluð bímgræja sem er nokkur tonn að þyngd slóst í einn starfsmann. Viðkomandi starfsmaður slasaðist illa eins og áður sagði og lá t.d. á gjörgæslu Landspítalans í rétt rúma viku, en líður í dag eftir atvikum vel.
Formaður fór yfir starfsemi félagsins á liðnu ári og kom fram í máli hans að jafnt félagslega sem fjárhagslega sé Verkalýðsfélag Akraness mjög sterkt enda byggir félagið á sterku félagsvæði þar sem atvinnulífið er öflugt enda drifið áfram af stórum og öflugum útflutningsfyrirtækjum. Formaður fór einnig yfir að félagið hafi ætíð lagt sig í líma við að verja og bæta kjör sinna félagsmann eins og kostur er og nefndi hann sérstaklega árangur félagsins við síðasta kjarasaming við Norðurál þar sem samið var um að laun starfsmanna tæki hækkunum launavístitölu. Slíkt hefur ekki þekkst áður í kjarasamningum verkafólks svo vitað sé. Það er klárt mál að þetta mun skila starfsmönnum góðum ávinningi og nefndi formaður þar að byrjandi í Norðuráli á vöktum sé kominn upp í 575 þúsund krónur með öllu, sem verður að teljast ásættanlegt miðað við launakjör víða á íslenskum vinnumarkaði. En að sjálfsgöðu er baráttunni fyrir bættum kjörum aldrei lokið.




Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá stefndi Verkalýðsfélag Akraness Norðuráli fyrir Félagsdóm vegna ágreinings um túlkun á kjarasamningi vegna tveggja atriða í kjarasamningnum. Annað atriðið laut að útreikningi til ávinnslu orlofs- og desemberuppbóta. Hitt atriðið var ávinnsla á starfsaldri hjá fyrirtækinu, en VLFA hafði gert athugsemdir við fyrirtækið vegna þessa tveggja atriða án árangurs og voru aðilar sammála um að vera ósammála og því fór málið til Félagsdóms til úrlausnar.