Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir 
upplýsingum og annarri aðstoð.
- 
                            Þjóðbraut 1,300 Akranes 
- 
                            Sími:4309900 
- 
                            Netfang:skrifstofa@vlfa.is 
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…



 
																		 
			
						
			 Formaður félagsins heimsótti starfsmenn Laugarfisks í morgun.  Eins og hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hefur  Verkalýðsfélag Akraness verulegar áhyggjur af þeirri ákvörðun heilbrigðisnefndar Vesturlands að Laugarfiski skuli gert að draga úr starfsemi sinni um 50% yfir sumarmánuðina.  Það er mjög líklegt að öllum rekstrargrundvelli verði kippt undan starfssemi fyrirtækisins ef þessi ákvörðun muni standa.  Formaður félagsins tók eftir því í heimsókn sinni í morgun, að starfsmenn eru nokkuð uggandi yfir þeirri óvissu sem hefur skapast vegna þeirra ákvörðunar sem heilbrigðisnefndin tók á fundi sínum 20. apríl sl.  Það er alveg ljóst að þær aðgerðir sem heilbrigðisnefndin hefur nú gripið til ógnar klárlega starfsöryggi um 35 starfsmanna fyrirtækisins.  Verkalýðsfélag Akraness hefur sett sig í samband við fulltrúa  bæjarráðs og lýst yfir áhyggjum félagsins á þessu máli.  Verkalýðsfélag Akraness veit vel að forsvarsmenn Laugafisks eru að reyna hvað þeir geta til að finna lausn á þessu vandamáli.  Holt er fyrir okkur Akurnesinga að muna að við byggjum okkar afkomu af stórum hluta upp á sjárútvegi, því er ekkert óeðlilegt að þeir sem búa í næsta nágrenni við fiskvinnslustöðvarnar finni einhverja fiskilykt.  Vissulega verður fyrirtækið að reyna eftir fremsta megni að takmarka lyktina eins og kostur er.    Formaður félagsins hefur óskað eftir fundi með bæjarráði og verður þetta mál til umfjöllunar á þeim fundi.  Hægt er að skoða myndir frá heimsókn formanns félagsins frá því í morgum með því að smella á myndir og síðan velja Laugarfiskur.
Formaður félagsins heimsótti starfsmenn Laugarfisks í morgun.  Eins og hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hefur  Verkalýðsfélag Akraness verulegar áhyggjur af þeirri ákvörðun heilbrigðisnefndar Vesturlands að Laugarfiski skuli gert að draga úr starfsemi sinni um 50% yfir sumarmánuðina.  Það er mjög líklegt að öllum rekstrargrundvelli verði kippt undan starfssemi fyrirtækisins ef þessi ákvörðun muni standa.  Formaður félagsins tók eftir því í heimsókn sinni í morgun, að starfsmenn eru nokkuð uggandi yfir þeirri óvissu sem hefur skapast vegna þeirra ákvörðunar sem heilbrigðisnefndin tók á fundi sínum 20. apríl sl.  Það er alveg ljóst að þær aðgerðir sem heilbrigðisnefndin hefur nú gripið til ógnar klárlega starfsöryggi um 35 starfsmanna fyrirtækisins.  Verkalýðsfélag Akraness hefur sett sig í samband við fulltrúa  bæjarráðs og lýst yfir áhyggjum félagsins á þessu máli.  Verkalýðsfélag Akraness veit vel að forsvarsmenn Laugafisks eru að reyna hvað þeir geta til að finna lausn á þessu vandamáli.  Holt er fyrir okkur Akurnesinga að muna að við byggjum okkar afkomu af stórum hluta upp á sjárútvegi, því er ekkert óeðlilegt að þeir sem búa í næsta nágrenni við fiskvinnslustöðvarnar finni einhverja fiskilykt.  Vissulega verður fyrirtækið að reyna eftir fremsta megni að takmarka lyktina eins og kostur er.    Formaður félagsins hefur óskað eftir fundi með bæjarráði og verður þetta mál til umfjöllunar á þeim fundi.  Hægt er að skoða myndir frá heimsókn formanns félagsins frá því í morgum með því að smella á myndir og síðan velja Laugarfiskur. 
			 			 
			 			 
			 			 
			 			 
			 			