• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Apr

Samstaðan skilaði árangri – markmiðin í höfn

Segja má að sú öfluga samstaða aðildarfélaga SGS í kjaraviðræðunum við ríkið hafi skilað þeim árangri sem raun ber vitni. Áratuga barátta verkalýðshreyfingarinnar fyrir jöfnun  réttinda almenns verkafólks hjá ríkinu við aðra starfsmenn ríkisins eru í meginatriðum í höfn. Þeim mismun sem verið hefur í kjara- og réttindaumhverfi starfsmanna ríkisins er rutt úr vegi. En það var ekki einungis samstaða aðildarfélaganna sem skilali þessum árangri, heldur hin virka samstaða félagsmannanna um land allt meðan á samningaferlinum stóð. Á öllum þeim starfsmannafundum sem haldnir voru á vinnustöðum kom fram skýlaus vilji félagsmanna til að ljúka þessu verkefni um jöfnun réttindanna. Það var það bakland sem gaf samninganefndinni styrk. Því verður með engum rökum haldið fram, að verkalýðshreyfingin séu úr tengslum við grasrótina, það sannar sú samningalota sem nú er lokið.

Kjarasamningurinn verður birtur í heild hér á vefsíðunni eftir páska. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image