• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
May

Samið við HRT þjónustu

Rétt í þessu var skrifað undir nýjan samning við HRT þjónustu (sem áður hét Snókur), en það er verktakafyrirtæki sem sér um þjónustu við stóriðjur, meðal annars á Grundartanga. Samningurinn er mjög góður en grunnlaun eru að hækka frá 6,6% upp í 9% og því til viðbótar er tekinn upp fastur bónus sem mun skila 5% til þeirra sem taka laun eftir kauptöxtum. Getur því heildarhækkun numið allt að tæpum 15% hjá dagvinnumönnum.

Samningurinn byggist á kjarasamningi við Elkem Ísland enda er kveðið á um að um öll önnur kjör og réttindi en þau sem getið er í samningi á milli HRT og VLFA skuli kjarasamningur Elkem gilda. Launahækkanir verða með sama hætti og í stóriðjunum á Grundartanga, það er að segja að vegna næstu ára mun launavísitala Hagstofunnar gilda. Einnig munu orlofs- og desemberuppbætur hækka um rúm 6% og munu nema 308.766 kr. hvor fyrir sig. Formaður mun kynna kjarasamninginn á morgun, miðvikudaginn 21. maí. Fyrri fundurinn verður kl. 7:30 á Grundartanga og síðari fundurinn verður haldinn kl. 13:30 í fundarsal félagsins að Þjóðbraut 1.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image