• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
 • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Jul

Nýr samningur fyrir rískisstarfsmenn

Kjarasamningur SGS og ríkisins 2024-2028

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð þann 25. júní. Þar á meðal  er Verkalýðsfélag Akraness.                                                                                                            Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram 1.-8. júlí.  (Linkur á kosningu er neðst í fréttinni.)

Hér eru helstu atriði nýja samningsins:

 • Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024.
 • Hækkun grunnþreps í launatöflunni verður með eftirfarandi hætti á samningstímanum:
  1. apríl 2024: 26.900 kr. þó að lágmarki 3,25%
  1. apríl 2025: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
  1. apríl 2026: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
  1.apríl 2027: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
 • Laun í grunnþrepi hækka um 98.150 kr. á samningstímanum.
 • Persónuálagsstig haldast óbreytt.
 • Persónuuppbót (desemberuppbót) á árinu 2024 verður 106.000 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður full persónuuppbót 118.000 kr.
 • Orlofsuppbót á árinu 2024 verður 58.000 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður orlofsuppbót m.v. fullt starf 64.000 kr.

Kynningarefni er hægt að nálgast hér:  Íslenska        Enska       Pólska

Kosning er rafræn eins og áður segir og hér er hægt að kjósa:  Kjósið hér     VOTE HERE     Głosuj tutaj

Rafræn skilríki eru nauðsynleg til að kjósa.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image