• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Jun

Formannafundur SGS haldinn í Bolungarvík

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands var að þessu sinni haldinn á Vestfjörðum eða nánar tiltekið í Bolungarvík og heppnaðist hann mjög vel. Meðal annars var farið í vinnustaðaheimsóknir í mjólkurvinnsluna Örnu og fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish ehf. Það var afar fróðlegt fyrir formenn vítt og breitt um landið að sjá þá víðtæku starfsemi sem þar er en nú byggist atvinnulífið í Bolungarvík upp á þremur meginstoðum; fiskeldinu, mjólkurvinnslunni Örnu og almennum sjávarútvegi. Lengi vel bjuggu Bolvíkingar einungis við eina meginstoð sem var sjávarútvegur en nú hafa færst fleiri egg í þeirra körfu.

Á fundinum var einnig farið yfir stöðuna á vinnumarkaðnum en Róbert Farestveit hagfræðingur hjá ASÍ hélt erindi um hinar ýmsu hagfræðistærðir í islensku samfélagi um þessar mundir. Eðli málsins samkvæmt var rætt um þá kjarasamninga sem á eftir að ganga frá sem eru við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ríkið. Fundurinn stóð yfir á fimmtudag og föstudag og heppnaðist eins og áður sagði mjög vel.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image