• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Frá sjómannadeginum 2024 Frá sjómannadeginum 2024 Mynd: Tomasz Wisla
03
Jun

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær, 2. júní, og óskar Verkalýðsfélag Akraness öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.

Dagurinn byrjaði á minningarstund í kirkjugarðinum á Akranesi þar sem þeirra sjómanna sem ekki hafa fundist var minnst. Að þeirri stund lokinni var haldin guðsþjónusta í Akraneskirkju. Sú athöfn var mjög falleg og var íslenskum sjómönnum þakkað fyrir þeirra mikilvægu störf.

Í messunni voru tveir fyrrverandi sjómenn heiðraðir eftir langt og gott ævistarf en það voru þeir Eiríkur Dalmann Óskarsson og Páll Guðjón Hannesson. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að nýta þennan dag til að sýna sjómönnum þakklæti og virðingu fyrir þeirra störf sem oft eru iðkuð við hættulegar og erfiðar aðstæður.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image