• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
May

1. maí heppnaðist vel á Akranesi

1. maí á Akranesi heppnaðist gríðarlega vel í gær. Fjölmargir tóku þátt í göngunni í góðu veðri en yfir 200 manns mættu á hátíðardagskrá sem stéttarfélögin stóðu fyrir í sal eldri borgara á Akranesi.

Dagskráin  var hefðbundin, kvennakórinn Ymur tók nokkur lög ásamt því að sjá um glæsilegt kaffihlaðborð. Formaður VLFA flutti stutt ávarp þar sem hann kom inn á nýgerða kjarasamninga og mikilvægi þess að ná tökum hér á verðbólgu og ná vaxtastiginu niður. Hátíðarræðuna hélt Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Hún flutti kröftuga ræðu þar sem hún meðal annars kom inn á þann mikla árangur sem náðist í síðustu kjarasamningum við að bæta kjör ræstingafólks á hinum almenna vinnumarkaði.

Í ræðunni sagði meðal annars:

„Þegar einkafyrirtæki býður í verk og segist geta boðið lægra verð en samt sem áður veitt sömu þjónustu er vert að staldra við og hugsa sig aðeins um. Eina leiðin til að það gangi upp er að lækka laun starfsfólksins, láta fólk hlaupa ennþá hraðar, bjóða upp á verri starfsaðstæður, nú eða skila verra dagsverki. Allt í nafni sparnaðar. Þetta er ósýnilega fólkið sem oft keyrir á milli vinnustaða en tilheyrir þó engum þeirra. Þeim er ekki endilega boðið á jólahlaðborðið eða árshátíðina, koma kannski ekki á kaffistofuna þannig að þú veist ekki hvað þau heita, þau eru ekki hluti af hópnum."

Ræðu Bjargar í heild sinni má lesa hér.

Hér eru fleiri myndir frá deginum.

 

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image