• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Mar

Kosning er hafin á kjarasamningi SAMIÐNAR

Iðnaðarmenn athugið !

Samiðn undirritaði í Karphúsinu í undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Auk Samiðnar skrifuðu Efling og Starfsgreinasambandið undir samninga.

Samningarnir gilda til fjögurra ára, til 2028, og kveða á um árlegar kauphækkanir.

Samkvæmt samningunum hækka laun árlega að lágmarki um 23.750 krónur 1. febrúar síðastliðinn og í hlutfalli við það upp launflokka. Almenn launahækkun er 3,25 prósent á þessu ári en 3,5 prósent á næstu þremur árum þar á eftir – þær hækkanir koma til framkvæmda 1. janúar ár hvert.

Desemberuppbót fyrir starfsmann í fullu starfi verður 106 þúsund krónur á þessu ári og hækkar um 12 þúsund krónur á samningstímanum. Þá verður lágmarksorlof 25 dagar, hafi starfsmaður unnið í sex mánuði hjá fyrirtæki en 28 dagar að fimm árum liðnum.

Rauði þráðurinn í samningi Samiðnar og SA er sá metnaður að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu.

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Samiðnar við SA hefst í dag, þriðjudaginn 12. mars, kl. 12:00 og stendur yfir til kl. 12:00 þriðjudaginn 19. mars nk.

Atkvæðagreiðsla fer fram í gegnum „mínar síður“ en allt félagsfólk fær sendan hlekk á atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst og sms, ef upplýsingar eru til staðar.

 

Glærukynningu vegna kjarsamningsins má lesa á íslensku og pólsku.

Kjarasamninginn má finna hér

Kynningar vegna samningsins verða með eftirfarandi hætti:

  • Fundur Félags iðn- og tæknigreina/Samiðnar, mánudaginn 11. mars kl. 20:00, Krossmóum 4, Reykjanesbæ.
  • Fundur Félags iðn- og tæknigreina/Samiðnar, þriðjudaginn 12. mars kl. 18:00, Austurvegi 56, Selfossi.
  • Sameiginlegur félagsfundur FIT og Byggiðnar, miðvikudaginn 13. mars kl. 17:00 að Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmegin.
  • Sameiginlegur félagsfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA) og Byggiðnar, fimmtudaginn 14. mars kl. 17:00 í Hofi Akureyri.
  • Sameiginlegur félagsfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA) og Byggiðnar, fimmtudaginn 15. mars kl. 16:00 í Sal verkalýðsfélaganna, Eyrargötu 24b, Siglufirði.
  • Fundur Félags iðn- og tæknigreina/Samiðnar, fimmtudaginn 14. mars kl. 17:00, Stillholti 16, Akranesi.

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image