• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Sep

Fimm stjórnarmeðlimir kvaddir í gær

Á stjórnarfundi Verkalýðsfélags Akraness í gær voru fimm stjórnarmeðlimir kvaddir eftir langt og farsælt starf. Þetta eru þau Alma María Jóhannsdóttir, Elí Halldórsson, Jóna Ágústa Adolfsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Sigurður Guðjónsson. Þau hafa öll starfað í núverandi stjórn frá því hún tók við árið 2003 og hafa því tekið þátt í að byggja upp félagið í öllum þeim áskorunum sem upp hafa komið á þeim tíma. Formaður félagsins þakkaði þeim fyrir gott samstarf og tók fram hversu mikilvægt það er að hafa fólk í stjórninni sem er tilbúið að leggja sig fram í baráttunni og gefa af sér í starfinu. Jafnframt þökkuðu fráfarandi stjórnarmeðlimir fyrir samstarfið og óskuðu nýjum meðlimum alls hins besta í sínu starfi. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigríði Sigurðardóttur (Systu), Elí Halldórsson, Sigurð Guðjónsson, Jónu Á. Adolfsdóttur og Vilhjálm Birgisson.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image