• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Sep

Fræðsludagar og formannafundur

Dagana 6. og 7. september stóð Starfsgreinasamband Íslands fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga þess og fóru þeir fram á Hótel Keflavík. Starfsmenn skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness tóku þátt í fræðsludögunum að þessu sinni ásamt rúmlega 30 öðrum þátttakendum og var aðstaðan öll til fyrirmyndar. 

Dagskráin var bæði fræðandi og áhugaverð en ekki er síður mikilvægt að hitta aðra sem sinna sömu störfum og geta þannig myndað tengsl sem nýtast vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem starfsfólk stéttarfélaga fæst við. Auk fræðsluerinda fór fram öflugt hópastarf þar sem hin ýmsu mál sem brunnu á þátttakendum voru rædd. Innan Starfsgreinasambandsins eru 18 aðildarfélög víðsvegar um landið og með fræðsludögum sem þessum gefst tækifæri til að styrkja heildina og stuðla að góðri samstöðu.

Að fræðsludögunum loknum mættu formenn aðildarfélaganna á útvíkkaðan formannafund sem fram fór 7. og 8. september. Sá fundur heppnaðist jafnframt mjög vel og eins og hjá starfsfólkinu var þar mikil samstaða sem er mikilvægasta afl verkalýðshreyfingarinnar í þeim flóknu verkefnum sem framundan eru.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image