• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Dec

Nýr kjarasamningur milli SGS og SA á hinum almenna vinnumarkaði samþykktur

Kosningu um nýgerðan kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði lauk á hádegi þann 19. desember.

Niðurstöður kosninganna voru afgerandi en kjarasamningurinn var samþykktur hjá þeim 17 félögum sem eiga aðild að honum og yfir heildina kusu tæp 86% þeirra sem greiddu atkvæði með samningnum. Hjá Verkalýðsfélagi Akraness urðu niðurstöður kosninga þannig að samningurinn var samþykktur með tæplega 92% greiddra atkvæða sem er gríðarlega hátt hlutfall.

Þessi niðurstaða sýnir svo ekki verður um villst að þeir sem vinna eftir samningnum eru ánægðir með hvernig til tókst og það er það sem skiptir máli. Þessi niðurstaða fékkst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir forystumanna Eflingar til að hafa neikvæð áhrif á kosningarnar með því að tala samninginn niður og dreifa villandi upplýsingum um hann í ýmsum fjölmiðlum.

Eins og áður hefur komið fram er um að ræða skammtímasamning sem gildir til 31. janúar 2024 og er mikill kostur að þessi nýi samningur nær að taka við í beinu framhaldi af þeim kjarasamningi sem rann út þann 1. nóvember síðastliðinn. Nýja kauptaxta má sjá hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image