• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Aug

Ríkissáttasemjari í heimsókn á skrifstofu VLFA

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari kom í heimsókn á skrifstofu félagsins í morgun og átti tæplega tveggja tíma samtal við formann VLFA sem jafnframt er formaður SGS.

Eðli málsins samkvæmt voru komandi kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði aðalumræðuefnið. En ljóst er að komandi kjarasamningar verða afar snúnar og erfiðar, enda ljóst að nánast allur ávinningur af síðasta kjarasamningi er búin að sogast í burtu vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi vaxta og leiguverðs.

Það verður mikil áskorun að ná saman nýjum kjarasamningi sem tryggir og varðveitir kaupmátt launafólks, enda liggur fyrir að lífskjarasamningurinn átti að tryggja lága verðbólgu og hagstæðari vaxtakjör. Þau markmið náðust á fyrra hluta samningstímabilsins en á síðustu 12 mánuðum eða svo hefur svo sannarlega hallað undan fæti með hækkandi verðbólgu og hækkandi vöxtum.

Eitt er víst að lífskjarasamningurinn var skynsamur og launafólk gerði allt rétt enda voru allir sammála um að hann myndi tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. Hins vegar er utanaðkomandi atriði eins og framboðsskortur af íbúðarhúsnæði og áhrif af Covid og stríðinu í Úkraníu sem hafa keyrt verðbólguna upp hér á landi sem og víðar um heimsbyggðina.

Eitt er víst að verkalýðshreyfingin verður að verja lífskjör sinna félagsmanna með öllum tiltækum ráðum og muni komandi kjarasamningar ráðast af því að eyða og draga úr óréttlæti, misskiptingu og ójöfnuði í íslensku samfélagi.

Þetta var gott spjall við Aðalstein, enda er ríkissáttasemjara umhugað að þjónusta samningsaðila eins vel og kostur þegar kjaraviðræður eru í gangi milli samningsaðila.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image