• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Jun

Kröfugerð SGS afhent Samtökum atvinnulífsins

Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð 17 aðildarfélaga sambandsins á síðasta miðvikudag. Í kröfugerðinni kemur skýrt fram að SGS leggur áherslu á að samið verði í anda þeirrar hugmyndafræði sem gert var í svokölluðum lífskjarasamningi þar sem horft var á krónutöluhækkanir sem og hagvaxtarauka ásamt fjölmörgum öðrum kröfum er lúta að hinum ýmsu réttindum félagsmanna.

Það er alveg ljóst að ef það á að takast að ganga frá kjarasamningum í haust þarf að mynda sterka keðju sem samanstendur af aðilum vinnumarkaðarins, stjórnvöldum, sveitarfélögum, verslun og þjónustu sem og aðkomu Seðlabankans. Þær kostnaðarhækkanir sem dunið hafa á launafólki, heimilum og neytendum á liðnum mánuðum, kostnaðarhækkanir sem nema í sumum tilfellum tugþúsunda aukningu á greiðslubyrði, munu ekki verða látnar átölulausar og því mikilvægt að allir komi að borðinu.

Það er einnig ljóst að ef ekki næst að auka ráðstöfunartekjur launafólks með margvíslegum hætti þá er verkalýðshreyfingunni nauðugur sá kostur að gera það að fullu í gegnum kjarasamningna í formi kauphækkana.

Viðræður munu hefjast að fullu að loknum sumarleyfum þó vissulega muni óformlegt spjall eiga sér stað áður en formlegar viðræður hefjast.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image