• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Mar

Búið að opna fyrir umsóknir í orlofshús

Nú höfum við opnað fyrir umsóknir í sumarúthlutun orlofshúsa félagsins.  Umsóknartímabilið er alveg extra langt eða frá 1.-31. mars og úthlutun fer fram þann 4. apríl.

Félagið er með bústaði í Húsafelli, við Hótel Gym,  í Svínadal, Kambshólslandi, Kjósinni, Ölfusborgum, Hraunborgum, Vestmannaeyjum, Akureyri og einnig erum við með eina íbúð á  Torrevieja svæðinu á Spáni.  Alls 14 orlofs-hús/íbúðir.

Úthlutun fer þannig fram að allar umsóknir eru skráðar inn í tölvukerfi félagsins. Kerfið raðar öllum umsóknum í röð eftir punktastöðu, þ.e. þeir umsækjendur sem flesta hafa punktana eru fremstir í röðinni og svo koll af kolli. Ef punktar tveggja eru jafnir fær sá eldri úthlutað. Kerfið vinnur sig síðan í gegnum umsóknirnar og úthlutar vikum eftir punktastöðu.

Þeir sem ekki fá úthlutað í fyrri úthlutun lenda sjálfkrafa í endurúthlutun þar sem þeim vikum er úthlutað sem ekki voru greiddar á eindaga fyrri úthlutunar. Fyrir endurúthlutun er heimilt að breyta umsóknum og leggja inn nýjar. Eftir eindaga endurúthlutunar verða lausar vikur auglýstar hér á heimasíðunni og hægt verður að bóka þær á Félagavefnum og á skrifstofu félagsins. Gildir þá hin ágæta regla: Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Hér eru helstu dagssetningarnar varðandi  umsóknir og úthlutanir: 

31. mars - Frestur til að skila inn umsóknum um orlofshús

04.apríl - Fyrri úthlutun fer fram, allir umsækjendur fá svarbréf í pósti (einnig er hægt að sjá strax hvort bókun hafi myndast inni á Félagavefnum)

12. apríl  - Eindagi fyrri úthlutunar, þeim vikum sem ekki eru greiddar á eindaga er úthlutað aftur

13.apríl  - Endurúthlutun fer fram, þeir sem fá úthlutað fá það staðfest með bréfi

 - Kl. 12:00 - Fyrstir koma, fyrstir fá! Þeir sem fyrstir koma geta bókað lausar vikur, líka á Félagavefnum (athugið að eftir eindaga endurúthlutunar getur lausum vikum fjölgað)

25.apríl - Eindagi endurúthlutunar, ógreiddar vikur verða lausar til bókunar á Félagavefnum.

 

Hér er svo hægt að nálgast bækling  og umsóknareyðublöð fyrir þá sem ekki vilja nýta sér rafrænar umsóknir.

Einnig liggur þetta frammi á skrifstofunni hjá okkur á Þjóðbraut 1. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image