• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Nov

Covid smitum fjölgar mikið á Akranesi

Það ríkir umtalsvert neyðarástand hér á Akranesi þessa dagana þar sem covid smitum hefur fjölgað nokkuð hratt en smitin teygi anga sína inn í fjölmörg fyrirtæki, grunn-og leikskóla og aðrar stofnanir samfélagsins.

Á þeirri forsendu er formaður algjörlega sammála Bæjarráði Akraness sem komst að þeirri niðurstöðu að fella niður alla starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi bæjarins föstudaginn 5. nóvember, sökum mikillar fjölgunar á covid smitum í bænum.

En í gær voru 75 í einangrun og 109 manns eru í sóttkví og því er ljóst að smituðum hefur fjölgað um 50 á milli daga og nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna við útbreiðslu á veirunni. Þegar þessi frétt er skrifuð liggur ekki endanlega fyrir smittölur frá gærdeginum en skv. upplýsingum heldur smitum í bænum að fjölga.

Eins og áður sagði þá greindust 50 manns á Akranesi í gær sem myndi þýða miðað við hina margfrægu höfðatölu að um 1500 manns hefðu greinst með covid smit á höfuðborgarsvæðinu og því ljóst að við Akurnesingar verðum að taka höndum saman um að stöðva útbreiðsluna.

Í ljósi þessara stöðu hefur félagið tekið upp grímuskyldu þegar félagsmenn koma á skrifstofu félagsins. Formaður vill hvetja alla félagsmenn sína til að huga vel að sínum persónubundnu sóttvörnum og fara varlega til að okkur takist að ná niður þessu hópsmiti sem nú hefur skotið sér niður hér á Akranesi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image