• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Oct

Norðurál stefnir að taka upp 8 tíma vaktakerfi 1. maí nk.

Norðurál stefnir að því að taka upp nýtt 8 tíma vaktakerfi 1. maí á næsta ári.

Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá var skrifað undir nýjan kjarasamning við Norðurál 13. október og var sá samningur gríðarlega góður enda samþykktu um 90% starfsmanna samninginn í allsherjar rafrænni atkvæðagreiðslu sem 90% starfsmanna tóku þátt í.

Í kjarasamningum var kveðið á um að Norðurál ætlaði sér að taka upp nýtt vaktakerfi þ.e.a.s. hætta með 12 tíma vaktir og taka upp 8 tíma vaktakerfi. Það 8 tíma vaktakerfi verður uppbyggt nákvæmlega eins og vaktakerfið er hjá Elkem Ísland á Grundartanga eða það er að segja að starfsmenn taka tvær 8 tíma dagvaktir, tvær 8 tíma næturvaktir og enda á tveimur 8 tíma kvöldvöktum.

Þetta þýðir að starfsmenn munu ekki lengur skila 182 vinnustundum á mánuði heldur 145,6 vinnustundum sem þýðir að starfsmenn munu skila 36 færri vinnustundum á mánuði en í 12 tíma vaktakerfinu. Í núverandi 12 tíma kerfi eru starfsmenn í raun í 120% starfshlutfalli og munu skila 93,33% starfshlutfalli í nýja vaktakerfinu. Í þessu nýja 8 tíma vaktakerfi munu 26 fastir yfirvinnutímar falla niður en til að mæta brottfalli á fastri yfirvinnu mun fyrirtækið skuldbinda sig til að skaffa öllum starfsmönnum sem vilja tvær aukavaktir og ef fyrirtækið getur ekki orðið við því verður samt greitt fyrir þær vaktir. Þessi skuldbinding mun gilda í 12 mánuði. Er þetta gert til að koma til móts við tekjulækkun vegna brottfalls á þessum 26 yfirvinnutímum.

Það er rétt að geta þess að starfsmenn munu skila um 333 vinnustundum minna á ársgrundvelli í 8 tíma vaktakerfinu en 12 tíma vaktakerfinu, þegar tekið hefur verið tillit til sumar- og vetrarorlofs. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir þetta mikla fækkun á vinnustundum munu starfsmenn einungis þurfa að skila 1 og upp í 2 svokallaðar skilavaktir en skilavöktum skulu einungis notaðar til fræðslu á dagvinnutíma. Þessi fækkun mun gera það að verkum að vaktamenn sem fara í nýja kerfið munu fá sem nemur 2 mánuðum í auka frí á ári miðað við núverandi kerfi.

Það er rétt að geta þess að það eru skiptar skoðanir um 8 eða 12 tíma vaktakerfi og ber að virða ólíkar skoðanir starfsmanna. Það er skoðun formanns að hann sé ekki í nokkrum vafa um að til lengri tíma litið eru kostirnir við 8 tíma vaktakerfi mun fleiri en kostir við 12 tíma vaktakerfið. Það er mat hans að það sé ekki gott að vinna við krefjandi aðstæður í 12 tíma og 8 tíma kerfið sé mun fjölskylduvænna en 12 tíma kerfið. Nægir að nefna að nánast allar sambærilegar verksmiðjur eru með 8 tíma vaktakerfi og í þeim verksmiðjum ríkir almenn ánægja með það vinnufyrirkomulag. Það er í raun lýðheilsumál að hverfa frá þessu 12 tíma vaktakerfi yfir í 8 tíma kerfið sem byggist á því að teknar eru sex vaktir á fimm dögum og fimm dagar í frí.

Eins og áður sagði þá hefur fyrirtækið tilkynnt vaktamönnum í ker-og steypuskála að nýja kerfið taki gildi 1. maí á næsta ári en skýrt var kveðið á um í kjarasamningnum að Norðurál yrði að segja núverandi kerfi upp með sex mánaða fyrirvara.

Laun starfsmanna í nýja 8 tíma vaktakerfi fyrir 145,6 vinnustundir á mánuði verða eins og fram kemur hér að neðan en þetta er með öllu þ.e.a.s, bónusum og orlofs-og desemberuppbótum deilt niður á 12 mánuði. En þá verður byrjandinn með 620.529 kr. og starfsmaður eftir 10 ára starf með 745.614 kr. og á bakvið þessi heildarlaun liggja 145,6 vinnustundir eða 33,6 vinnustundir á viku.

   

Norðurál

 

 

 

 

 

 

Byrjun

 

 

 

 

 

 

1 ár

 

 

 

 

 

 

3 ár

 

 

 

 

 

 

5 ár

 

 

 

 

 

 

7 ár

 

 

 

 

 

 

10 ár

Grunnlaun (vaktamenn)

347.527

378.804

400.907

411.646

415.225

422.384

Meðalvaktaálag (37,62%)+

130.740

142.506

150.821

154.861

156.208

158.901

Föst yfirvinna 26 t.

0

0

0

0

0

0

Ferðap.(0,90%*19)

59.427

64.776

68.555

70.391

71.004

72.228

Bónusar og álög (8%)

43.016

46.887

49.623

50.952

51.395

52.281

Orlofsuppb.(mán.)

19.910

19.910

19.910

19.910

19.910

19.910

Desemberuppb.(mán.)

19.910

19.910

19.910

19.910

19.910

19.910

Samtals á mán

620.529

672.793

709.726

727.670

733.651

745.614

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image