• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Sep

Starfsmenn Klafa og Fangs eru sárir...

Starfsmenn Klafa og Fangs eru  sárir, reiðir og undrandi yfir því að ekki hafi komið arðgreiðsla til þeirra eins og kom til starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins 15. ágúst s.l.  Verkalýðsfélag Akraness hefur vísað þessu máli til lögmanns félagsins sem hefur sent forsvarsmönnum þessara tveggja  fyrirtækja bréf,  þar sem þess er krafist að starfsmenn Klafa og Fangs  fái sömu arðgreiðslu og starfsmenn ÍJ fengu 15. ágúst s.l. 

Í bréfi lögmanns félagsins sem hann sendi um miðjan ágúst til Klafa og Fangs, bendir hann á  ráðningasamninga starfsmanna, því í þeim er vísað beint í kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins hvað varðar öll kjaraatriði.  Því er það mat starfsmanna þessara fyrirtækja  og Verkalýðsfélags Akraness  að starfsmenn þessara fyrirtækja eigi rétt á þessum arðgreiðslum, þetta eru flest allir fyrrverandi starfsmenn ÍJ og fengu starfsmennirnir þau skilaboð þegar þessi dótturfyrirtæki voru stofnuð og þeim boðin vinna hjá þessum fyrirtækjum, að þeir skyldu halda öllum þeim launakjörum sem þeir hafi haft hjá ÍJ.  Formaður félagsins hefur verið í góðu sambandi við framkvæmdastjóra þessara tveggja  fyrirtækja en þeir hafa lítið getað tjáð sig um þessi mál, og segja báðir að stjórnir fyrirtækjanna muni  taka ákvörðun í málum þessum.  Það er einlæg von stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að stjórnir Klafa og Fangs afgreiði mál þetta farsællega svo ekki þurfi að koma til frekari aðgerða af hálfu félagsins.  Ennfremur telur Verkalýðsfélag Akraness það væri gott og reyndar nauðsynlegt að forsvarsmenn stéttarfélaganna og forsvarsmenn Klafa, Fangs og Íslenska járnblendifélagsins funduðu saman og færu yfir málin í heild sinni. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image