• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Sep

Klafi hafnar að greiða starfsmönnum bónusgreiðslu

Verkalýðsfélag Akranes hefur fengið svar við bréfi sem lögmaður félagins sendi forsvarsmönnum Klafa.  Félagið hafði krafist að starfsmenn Klafa fengu sömu eingreiðslu og starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins fengu í ágúst, en þar fékk hver starfsmaður um 80 þúsund krónur eftir að Verkalýðsfélag Akraness hafði krafið forsvarsmenn ÍJ um að standa við bókun frá árinu 1998, bókunin veitti starfsmönnum rétt til ágóðahlutdeildar. 

Í svarbréfinu kemur fram að Klafi hafni með öllu að greiða starfsmönnum álíka greiðslu og starfsmenn ÍJ fengu, þeir telja sig ekki vera bundnir af bókun stjórnar ÍJ frá 1998.  Þegar starfsmenn Klafa voru ráðnir var gert samkomulag við Verkalýðsfélag Akraness  og Verkalýðsfélagið Hörður um hver launakjör starfsmanna skyldu vera.   Í því samkomulagi segir að kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins skuli gilda hvað varðar öll kjaraatriði.  Á grundvelli þessa samkomulags krafðist Verkalýðsfélag Akraness Klafa um sambærilega greiðslu til handa starfsmönnum Klafa.  Formaður félagsins fundaði með trúnaðarmanni Klafa í dag og voru þeir í sambandi við lögmann félagsins og voru þeir að meta stöðuna.  Ákveðið var að formaður félagsins fundi með starfsmönnum  mánudaginn 13. september og farið verði yfir stöðu mála.  Ekki er útilokað að félagið vísu þessu máli til dómstóla.  Sé einhver vafi á því að verið sé að brjóta á okkar félagsmönnum, þá mun stjórn félagsins gera allt sem í hennar valdi stendur til að fá þeim vafa eytt.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image