• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Sep

Góð samstaða hjá starfsmönnum Klafa

Formaður  fundaði með starfsmönnum Klafa í dag þar sem farið var yfir þá staðreynd að eigendur Klafa hafna alfarið að greiða sambærilega bónusgreiðslu og starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins fengu í ágúst sl.  Það var eðlilega afar þungt hljóðið í starfsmönnum Klafa.  En góð samstaða var hjá starfsmönnum um að leita réttar síns í máli þessu.

Það er skoðun starfsmanna að hér sé klárlega verið að brjóta á kjarasamningi sem gerður hefur verið við þá.  Formaður félagsins hefur boðað trúnaðarmenn Klafa á fund með stjórn og trúnaðarráði félagsins sem haldinn verður á miðvikudaginn 16 september nk.  Þar verður farið yfir málið í heild sinni og kynnt verður álit lögmanns félagsins á því hvað hann telur að gera eigi í þessari stöðu sem upp er komin.  Eitt er alveg víst að þessi afstaða hjá eigendum Klafa að greiða ekki umrædda bónusgreiðslu mun ekki auðvelda komandi kjarasamningagerð sem er framundan er, nema síður sé.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image